Mánudagur, 22. ágúst 2016
Þið litla hrædda fólk! Ég vorkenni ykkur!
Svona eftir lestur blogga, facebook t.d. hjá þjóðfylkingunni og ýmsar síður þá sé ég að það er hópur fólks hér á landi sem á verulega bágt!
Það hlýtur að vera erfitt að lifa við það að vera skít hrædd við allt og alla. Fólk er hrætt við múslima af því að það eru einhverjir öfgamenn þar sem hafa framið hryllileg morð. En fólk er ekkert hrætt við Bandaríkjamenn þar sem fjöldi manna er drepinn á hverjum degi í árásum.
Fólk er hrætt við að útlendingar taki af þeim störfin. Þó er vitað að hér gæti ekkert fyrirtæki stækkað við sig þar sem hér er ekkert atvinnuleysi og því er okkur nauðsyn að fá fólk hingað til að vinna.
Það er hrætt við múslima og vill banna þeim að koma hingað. En svona þeim til upplýsingar þá búa örugglega einhverjar milljónr múslima i Evrópu og njóta því þeirra réttinda að þau geta komið hingað ef þau svo kjósa.
Þá er líka ljóst að hér hafa múslimar búið um áratugi án nokkurra vandamála.
Þetta sama fólk dreifir bulli um að krakkar á leikskólum sé svikið um að borða svínakjöt af því að þar séu múslimar sem er bull. Alveg eins og krakkar með hnetuofnæmi er séð fyrir annarri fæðu þá fá múslimar bara val um annað.
Þetta sama fólk lét svona þegar hingað fluttu Víetnamar, Ungverjar, frá fyrrum Júgóslaviu, Palestínu og svo framvegis. Þá átti bara allt að fara hér til fjandans í hvert skipti. En úps það hefur ekki skeð. hér væru varla byggði öll þessi hús ef hingað kæmi ekki vinnuafl til að byggja þau. Það væru hér engir að þrífa og hreinsa í kring um okkur m.a. á sjúkrahúsum ef að við gætum ekki náð í vinnuafl erlendis bæði innan og utan EES.
En alltaf þarf þessi sami hópur að standa á kassa og boða enda Íslands. Hvernig væri nú að hætta að búa til vandamál fyrirfram.
Held að fólki hljóti að líða illa að byrja hvern dag í að leita á netinu að einhverju sem rökstyður þessa órökstyðjanlegu hræðslu fólks. Og reyna svo að trorða hræðslunni yfir á aðra á netinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það er náttúrulega ekki mál annarra að þú skulir ekki geta lesið þér til gagns á erlendum miðlum, og sért því svona illa upplýstur. Því er það furðulegt að sjá svona hroka í garð annarra. Vondur er menntahrokinn, er verri en heimskuhrokinn.
Annars var ég búinn að spá þessum pistli þínum fyrir nokkrum dögum, á öðru svonu bjánabloggi hjá þér. Þú forðaðist þó að minnast á meinta andúð Íslendinga á bandaríksum hermönnum hér til forna, sem ævarandi sannleik um "rasisma" Íslendinga. Það hlýtur að hafa verið erfitt, því það mál virðist vera þér mjög hugleikið.
En, Magnús, ég held að þú ættir að berja niður þennan fasisma sem brýst æ meir í gegn hjá þér. Fasismi er viðbjóðsleg pólitík, hvort sem það er hinn venjulegi sósíalismi, feminasismi eða íslamafasismi.
Verði þér það ekki mögulegt, ættir þú kannski að sjá sóma þinn í að biðja um pálss á Sandkassanum.com, þar sem afar illa innréttað fólk heldur til. Og sennilega ekki allt heilt á geði.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 19:20
Ef og þegar, nýju útlendingalögin taka gildi hér um áramótin,veður allur almenningur að vera vel á verði, því búið er að snúa sönnunarfærslunni við í nýju lögunum, sem er stórhætulegt ganvart almenningi þessa lands, ef hingað kemur ISIS stríðsglæpamaður, og lýgur til um nafn og þjóðerni, neitar að fara í aldursgreiningu, og neitar að gefa blóðsýni fyrir DNA, þá geta yfirvöld lítið sem ekkert gert,annað en skaffa húsnæði , framfærslu,heilbrygðiskerfi, og lögfræðikosnað, allt þetta er frítt fyrir hælisleitendann, þetta rugl á eftir að kosta skattgreiðendur miljarða á komandi árum. Að flytja inn flóttafólk og hælisleitendur af trúarbrögðum sem viðurkenna ekki jafnrétti kynjanna, eins og 65.gr Stjórnarskrárinnar kveður á um, er augljóst brot á Stjórnarskránni,og brýnt að knýja á um þjóðaratkvæðigreiðslu um hvort leifa á þessi trúarbrögð á Íslandi. Nú er ég farinn að vorkenna, og kenna í brjóst um Magnús og Semu Erlu, því ykkur er að takast að rústa fylgi Samfylkingarinnar í Kraganum, með þessu Bull skrifum ykkar á samfélagsmyðlum.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 20:25
Magnús Helgi. Það er verið að æsa fólk upp í trúarbragðastríð á skipulegan áróðurshátt, sem fjölmiðlar sjá um að múgæfa. Trúarbragða-múgæsings-stríð er gömul saga og ný, í valdastríðum mannskepnunnar. Trú á góða Guðsljósið í hvers og eins hjarta, er friðsælasta og farsælasta trúin. Sú góða trú byggist ekki á valdafíkn og hergögnum.
Partur af heila hvers manns tilheyrir trú. Skiptir ekki máli hvaða trú það er. Sá sem kemst inná þessa trúarstöð heilans, og nær að heilaþvo, hefur algert vald yfir viðkomandi. Páfinn þeysist nú um alla Afríku þessi misserin og dagana, til að heilaþvo blökkufólk til að trúa á sig og sitt Páfaveldi (sem heimsveldis-guð). Djöfullinn í heimsveldis-Vatíkaninu kann sitt kúgunar-skattpíningar-fag.
Að mínu mati eru allar öfgar jafn hættulegar. Það skiptir engu máli hverjum eru eignaðar þær öfgar, né hver tilgangurinn er. Öfgar leiða ávalt til sundrungar og stríðs. Og það er einmitt tilgangur heimveldis-bankakúgara-Vatíkan-mafíunnar að sundra og stofna til stríðs. Til að selja meiri hergögn, til að hertaka fleiri landssvæði valdagræðgisjúkra, í boði "heilaga" Páfans.
Og skilaboð til Hilmars: Ég hef átt við geðheilbrigðisvanda að stríða, ásamt líkamlegum vanda, upp í gegnum árin, með misjafnlega slæmum tímabilum. Þú Hilmar (ip-tala), telur semsagt, að maður eigi að skrá sig á Sandkassinn.com, til að ráða bót á geðheilbrigðis-heilsubresti? Þetta var nú "fróðlegt" og "málefnalegt" ráð, svo ekki sé meira sagt?
Sálfræðingar hins opinberlega skattrekna heilbrigðis og tryggingarstofnunarkerfis geta þá bara farið í "frí"?
Það var ekki seinna vænna að vísa okkur geðsjúkum rétta og "viðráðanlega" veginn á velferðarkerfis-Íslandi? Sálfræðitíminn kostar nefnilega milli 10 og 15.000, og óniðurgreiddur af skattpeningarekinni tryggingarstofnun ríkisskattgreiðandi þrælanna.
Á maður ekki bara að vera þakklátur fyrir svona ókeypis leiðbeiningar á netinu, frá geð-heilbrigðum einstaklingi eins og þér Hilmar minn, á þröngum, flóknum og vandrötum vegi jarðlífsins?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2016 kl. 20:43
Anna mín ég sé ekki að Hilmar efist um geðheilbrigði Magnúsar,er hann ekki að tala um fasisma?
Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2016 kl. 22:55
Helga mín. Hilmar er ansi nálægt því að ætla Magnúsi Helga netbás geðsjúkra (kannski af því hann er honum ekki alveg sammála?). þannig afgreiða sumir þá sem eru þeim ósammála. Mér hefur aldrei fundist Magnús Helgi vera nálægt þeim möguleika, að fá inngöngu hjá fasistafélögum né geðheilbrigðis(eitthvað.com)-vefmiðlum.
Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum, og sem betur fer allt í lagi með það. Þannig virkar tilveru og tjáningarfrelsið.
Virðing fyrir sjálfum okkur og öðrum, er víst það eina farsæla. Sama hvernig við erum í gruninn gerð. Og þrátt fyrir öll mistökin okkar, (af mistökum lærir maður, og eins gott að maður geri þá einhver mistök).
Gengur stundum brösuglega í lífsins skóla, að muna að allir ólíkir eiga meðfæddan rétt til sinnar jarðartilveru, skoðana og tjáningarfrelsis.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2016 kl. 23:27
Anna, ef þú kynnir þér múslimamál á Norðurlöndunum, eru það þá ekki þeir sjálfir sem eru þeir ágengu, frekar en þeir norrænu?
En fréttirðu af einhverjum, sem er að fara í stríð við múslima? Ekki frétti ég það, en hef hins vegar frétt af því, að hundruð múslima á Norðurlöndum (og eins í Bretlandi, Frakklanmdi og í Niðurlöndum) hafa gengið til liðs við ISIS-stórglæpasamtökin, já og beinlínis til stríðsreksturs í Sýrlandi, en þó fyrst til að æfa sig (ásamt því að kjamsa á kvenföngum ISIS).
Þegar þetta lið reynir svo að komast aftur til Norðurlanda, ef það hefur ekki verið sprengt í loft upp af öðrum múslimum, þá kemur það annaðhvort að læstum hliðum til að frétta, að það hafi verið svipt ríkisborgararétti vegna alþjóðlegra stríðsglæpastarfa sinna, ellegar því tekst einhvern veginn að blöffa sig í gegn, og þá er ekki á góðu von um framtíðarathæfi viðkomandi í gamla kristna landinu.
En eitt ber að þakka: hvað vefsíður Magga B. eru að verða líflegur vettvangur upplýsinga gegn islamismanum. Það er alveg sama hvað hann sjálfur segir, honum tekst aldrei að toppa þá Hilmar og Halldór Björn. :)
Jón Valur Jensson, 23.8.2016 kl. 01:01
Anna Sigríður, ég er ekki að segja að Magnús geti fundið lausn á heilbrigðisvandamálum sínum, hafi hann þau, með því að biðjast pláss á sandkassa klikkaða trommuleikarans. Ég er einungis að segja, að á sandkassanum ganga sennilega ekki allir heilir til skógar.
Þakka þér annars óumbeðnar upplýsingar um andlegt og líkamlegt ástand þitt. Ég geri ráð fyrir að þér hafi mislíkað að ég hafi örlítið minnst geðheilbrigði, og ætlað af gæsku þinni að beina mér inn á kórrétta pólítíska braut. Nú er það svo að ég er óforbetranlegur, ég bara get ekki fylgt uppskriftum annarra um hvað má og hvað má ekki tala um. Þessi árátta mín, sem þú mátt gjarnan vorkenna mér, gerir það að verkum að ég á auðvelt með að móðga minnihlutahópa. Ég geng svo langt að segja að sósíalistar, feminasistar, múslimar og fleiri hópar beinlínis hata mig fyrir þessa áráttu. Og nú hafa andlega veikir og sennilega líkamlega líka, bæst í þann hóp.
Heldur þú, að það sé gaman að þjást af þessu?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 07:52
Það er löngu orðið tímabært að taka upp 48 tíma regluna, eins og Norðmenn eru löngu búnir að gera, áður en ástandið verður óviðráðan legt. Og nauðsinlegt fyrir kosningar, að það verði upplýst hvaða kjánar í stjórnarliðinu það eru sem eru mótfallnir því.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 08:44
The forgotten government plan to round up muslims
http://www.politico.com/magazine/story/2016/08/secret-plans-detention-internment-camps-1980s-deportation-arab-muslim-immigrants-214177
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 08:56
Það eru nokkrar týpur af fólki sem mynda Í.Þ; sumir eru hræddir, sumir fáfróðir, sumir illa innrættir og sumir hreinlega heimskir. Og svo eru sumir blanda af þessu öllu saman.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 10:13
Er þetta niðurstaða vettvangsskoðunar Hilmars á fundi hjá Þjóðfylkingunni, eða fannst honum ekki taka því að kynna sér fólkið þar, auðveldara að gefa bara út nógu stórkarlalega yfirlýsingu?
Jón Valur Jensson, 23.8.2016 kl. 10:40
Ég er farin að halda að ég sé bara í góðu lagi en ég truflast samt alveg þegar verið er að drepa saklausa kristna og aðra af þessu fólki sem má ekki nefna nema vera kallaður rasisti. Það sama fólk kallar okkur rasista og þykir það bara í góðu lagi af mörgum þar á meðal Magnúsi. Anna reyndu að blanda ekki heilsumálum þínum í önnur mál en ég held bara að þú sért bara í góðu lagi. Ég fæ stundum flensu en hún kemur og fer eins og annað.
Valdimar Samúelsson, 23.8.2016 kl. 11:23
Hefur fólk tekið eftir því, að sífellt færri vinstrimenn nota orðið "rasisti"?
Ég reikna með að orðið hafi verið tekið upp á sellufundum, og menn komist að þeirri niðurstöðu að það hafi algerlega öfuga merkingu.
En vinstrisinnaðir hugsuðir deyja ekki ráðalausir, nú á að tönnlast á orðinu "hræddir"
Ég er með þá tillögu, að þegar orðið "hræddir" verður jafn útjaskað og "rasisti", að vinstrimenn taki þá róttæku afstöðu, að rökræða málin, þar sem rök, tölur og statístik eru notuð.
Það reyndar kallar á mjög breytta hegðun vinstrimanna, þeir þyrftu að hugsa.
Þetta er kannski of róttæk tillaga, en hver veit?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 13:02
Þitt vandamál Valdimar er að þú dæmir alla fyrir glæpaverk örfárra.
Svona svipað og ef ég segi að allir kristnir séu barnaníðingar.
Viðjum við barnaníðinga hér? Þá ber okkur að hindra að kristnir komi hingað inn.. og njósna um JVJ og alla aðra ofurkrissa; ekki hef ég séð JVJ tala mikið um stærsta barnaníðingshring í heiminun, kaþólsku kirkjuna, hann hefur ekki einu sinni séð ástæðu til að segja sig úr kirkjunni.. er það ekki grunsamlegt. Á meðan er hann eins og naut í flagi með allt sem er ekki kristið ha.. ha hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 13:04
Gervidoktornum* líðst enn að skrifa í skjóli nafnleysis. jafnvel þegar hann skrifar með sínum níðska hætti.
Hann virðist engan veginn skilja, hvað felst í orðinu "barnaníðingshringur", en það er hans vandamál. Kaþólska kirkjan hefur í meira en áratug beitt sér mjög meðvitað og eindregið gegn möguleikanum á barnaníði meðal starfsmanna hennar, m.a. með vandaðri síu gagnvart því hverjir komast að sem nýnemar í prestaskóla hennar. En í 1200 milljóna manna samfélagi er vitaskuld auðvelt að ímynda sér, að enn finnist barnaníðingar, úr því að þeir hafa einnig fundizt í íslenzku Þjóðkirkjunni og jafnvel í mjög litlum sértrúarsöfnuðum, auk ýmissa félaga og stofnana landsins, jafnvel í þeim sem eiga sérstaklega að bera umhyggju fyrir velferð barna. Þarf ég að nefna nöfn slíkra stofnana og heimila?
* Hann er hvorki læknir né með doktorsgráðu.
Jón Valur Jensson, 23.8.2016 kl. 13:20
Ég geri ráð fyrir að Eyrún Eyþórsdóttir, sérstakur öryggisvörður vinstrimanna og múslima innan lögreglunnar, kinki kolli yfir ummælum gervidoktorsins, og velti því fyrir sér hvernig má koma lögum yfir okkur hin, eða öllu heldur, okkur hina, þar sem hún er víst stækur feminasisti í ofanálag.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 14:04
Já Jónki,rétt hjá þér, þetta er niðurstaða vettfangskoðunar, framkvæmd með því að fylgjast með spjallsvæði Í.Þ og málflutningi meðlima hennar á Stjórnmálaspjallinu.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 15:25
Hilmar. Mig er ekki auðvelt að móðga, þó það fjúki stundum í mig yfir því hvernig brotið er á fólki. Mér finnst það kostur þegar fólk er hreinskilið, hvort sem ég er sammála eða ekki. Og sá gallagripur sem ég er, tilheyri hvorki meirihluta né minnihluta-hópi. Bara frekar óþæg og óflokkanleg. En enginn er eilífur á jörðinni, og eins gott að nota tíman á meðan maður dvelur hérna, til að vera maður sjálfur eftir bestu getu, (með tilheyrandi orðum, verkum, kostum og göllum).
Valdimar. Það er full þörf á að gagnrýna hvernig hið svokallaða "velferðarkerfi" á Íslandi virkar. Þess vegna sagði ég frá minni hlið. Sumt er flóknara en flensa Valdimar, og sést ekki alltaf utan frá. Læknarnir eru t.d. búnir að fatta að sterasprautur í liði, við verkjum gerir illt verra seinna meir, (úbs, sorry að við vorum bara að prófa sterasprautur).
Hvers vegna passar það svona illa að vekja athygli á hvernig "velferðarkerfið", og æðsta valdið á Íslandi svíkur fólk og brýtur lög og stjórnarskrá?
Má ekki segja frá?
Hvers vegna má það ekki?
Ég skal reyna að skilja það, ef þú bendir mér á ástæðuna.
Hvert er t.d. hlutverk NATO og batteríið: "Sameinuðu þjóðirnar"? Erum við ekki í þessum klúbbum, án þess að hafa hugmynd um til hvers?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2016 kl. 17:36
Hilmar, þú ættir frekar að tiltaka, hverjir af Þjóðfylkingarmönnum þér sýnast hræddir, hverjir fáfróðir, hverjir illa innrættir, hverjir "hreinlega heimskir" og að endingu hverjir "blanda af þessu öllu saman," úr því að þú ert svona hæfur dómari að eigin áliti með þennan líka hárfína smekk. En ekkert geturðu alhæft um félagsmenn almennt í ÍÞ út frá þessu.
Jón Valur Jensson, 23.8.2016 kl. 17:51
Þeir taka það bara til sín sem eiga það nonni minn.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 18:19
JVJ ég held þú áttir þig ekki á hversu ömurleg persóna þú lætur í ljós um þig. Styður viðbjóð komi hann úr réttri átt, telur þig speking um kristni, byggða á skáldsögu(biblíuni), ert rasisti, hræddur lítill kall skarfur!
Jónas Ómar Snorrason, 24.8.2016 kl. 07:21
Ofurmæli þín dæma engan nema sjálfan þig. Áttu fleiri slíka bljúgverpla?
Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 14:54
Og það er dæmi vanþekkingar að kalla Biblíuna (72 margvísleg rit) "skáldsögu"!
Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 14:58
Verkfærið sem þú vitnar í heitir bjúgverpill Jónsi, ekki bljúgverpill.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2016 kl. 15:18
Ásláttarvilla! :D
Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 17:25
Heimskulegur pistill síðuhöfundar, sem virðist haldinn staðreyndafælni, ásamt dassi af þekkingarleysi og heimsku.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.8.2016 kl. 01:50
Ef ég man rétt þá voru það 50 Vietnamar sem komu til lamdsins og þeir aðlöguðust íslensku þjóðfélagi mjög fljótt og voru og eru í vinnu eða reka fyrirtæki og fóru fljótlega af spena ríkisins og bæjarfélagsins.
Svo voru Palestínu fólk sem komu til Íslands sem eru i Akranes kaupstað. Þetta fólk gerir lítið í því að aðlagast að íslensku þjóðlífi og eftir því sem ég best veit er enginn í vinnu og ekkert þeirra rekur fyrirtæki til dagsins í dag siðan að þau komu til landsins.
Þetta fólk er ennþá á spena ríkisins og bæjarfélagsins.
Spurningin er hversu marga getur Ísland haft á ríkis og bæjarfélaga uppihaldi, húsnæði, mat, klæði, mentun og heilbrigðisaðstoð, áður en velferðarkerfið hrynur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 25.8.2016 kl. 12:18
JVJ, ekki hef ég skrifað það sem þú hefur birt, þannig að þessi bjúgverpill þinn fer því beint í hausinn á þér. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði, þú styður vibbann, komi hann úr rétti átt að þínu áliti. Svo einfallt er það!
Jónas Ómar Snorrason, 25.8.2016 kl. 15:05
Ekki nenni ég að svara ruglurum.
Jón Valur Jensson, 25.8.2016 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.