Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg vinnubrögð ríkisstjórnar og Alþingis

Nú var það tilkynnt þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga tók við síðasta vor að kjörtímabilið yrði stytt um einn vegur eða þing. Og um leið lagður fram listi yfir mál sem þeir vildu klára.

En svo tekur við furðulegur tími. Það er gefið frí á Alþingi frá byrjun júní fram í miðjan ágúst og lítið sem ekkert virðist hafa verið unnið í þeim málum sem lögð var áhersla á að klára í haust. Bara ekki neitt. Og nú sitja þingmenn og gera ekki neitt meira  að segja var ekki fundað í nefndum. Og nú er farið að tala um að breyta starfsáætlun og lengja þingiið fram eftir september. Manni er fyrirmunað að skija af hverju ekki var starfað í sumar svona fyrir það fyrsta og af hverju er ekki fundað nú frá morgni fram á kvöld bæði í nefndum og á þingfundum að klára mál sem þó liggja ljós fyrir.

Einhverjir segja að rifist séu um mál eins og búvörusamninga, aðrir segja að þeir ætli að koma með mál nær kosningum til að nota svo í kosningabaráttunni. 

En mér er sama. Ef þetta er stór mál hefði verið betra að leggja þau fyrr fram til að þau hefðu fengið næga yfirferð þannig að útkoman hefði verið sem best fyrir okkur almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þingið hefur liðið fyrir verkleysi og verkstjórnarleysi formanna stjórnarflokkanna. Núna er enn verri staða, búið að setja formann Framsóknarflokksins út fyrir og varaformaðurinn hefur greinilega takmarkaða stjórn á liðinu. Ástæðan er að formaðurinn vinnur að því alla daga að grafa undan ríkisstjórninni sem honum var hent út úr.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.8.2016 kl. 10:13

2 identicon

Hvað sögðu þingmenn stjórinnar og ákveðinn ráðherra eftir að forsætisráðherra var búinn að gefa út hvenær kosningar yrðu? ú stjórnaandstaðan tæki Alþingi í gíslíngu. Hvernig er hægt að komast hjá því?     Með því að mæta ekki í vinnuna.

thin (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband