Leita í fréttum mbl.is

Menn hafa verið að spyrja af hverju ég hef verið að skjóta á Þjóðfylkinguna og þeirra líka.

Aðallega af því að þeir hafa rangt við í baráttu sinni fyrir útlendingalausu Íslandi.

  • Þeir láta eins og ríkisstjórnir annarra landa séu haldnar einhverju masókokisma og viðurkenni ekki opinberlega gríðarlegan vanda af innflytjendum sem séu að nauðga og myrða frumbyggja þannig að fólk þori þar ekki út úr húsum.
  • Ekki næstum allir hælisleitendur eru múslímar hvorki hér né í öðrum löndum.
  • Þó hér um stundir séu nokkur hundruð hælisleitendum þá vita hugsandi menn alveg fyrir víst að 75% af þeim verður vísað burt á næstu mánuðum. Þannig er það og hefur alltaf verið. Bæði ef þeir eru frá svæðum þar sem þeim er ekki talin bráð hætta búin eða þeir hafa þegar fengið stöðu hælisleitenda í öðrum löndum þá er þeim vísað burtu.
  • Þegar menn láta eins og nú vegna húsnæðiseklu þá séu þessir einstaklingar lifandi hér í lúxus á hótelum er ekki rétt. Það eru hús hér um alla bæi sem hafa heitið hótel en þessu fólki biðst bara herbergi og aðgangur að klósettum þar eins og í öðru húsnæði.
  • Fólk lætur eins og hælisleitendur fá gríðar dagpeninga á meðan þeir eru í ferlinu. En ef fólk kynnir sér málin þá fá þeir um 8 þúsund til matarkaupa á viku og 2,5 þúsund til að kaupa sér strætóferðir eða annað.
  • Vissulega taka mál þessara einstaklinga nokkuð langan tíma hér en þau gera það um alla Evrópu.
  • Við höfum ekki leyfi skv. samningum að vísa fólki sem sækir um hæli beint í burtu enda getum við það ekki fyrr en við vitum hvaðan þeir komu og í hvaða landi á að vinna að þeirra málum. Og það þarf að rannsaka.
  • Síða gera menn í því að rugla fólk með flóttamönnum og hælisleitendum. Þ.e. láta eins og allir sem komi hingað fái dvalarleifi hér sem flóttamenn. En það er ekki rétt. Flóttamenn sem hingað koma í boði stjórnvalda lenda t.d. ekki inn á Fitjum eða Arnarholti heldur fara til þeirra sveitarfélaga sem hafa ákveðið að taka á móti þeim. Þar er baðið að tryggja þeim húsnæði og þessháttar og það er þar sem fólkið sem bauð sig fram í "Elsku Eygló" vinnur og þjónustar þau.
  • Hælisleitendur mega ekki búa inn á heimilum hjá fólki eða og almenningur má t.d. ekki einu sinni heimsækja þá svo það er ljótur leikur að klína því á fólk sem bauð fram aðstoð sína að þau séu ekki að standa við sitt.
  • Svona gæti ég haldið áfram.
  • Ég ætla ekki að sinni að fara út í umræðu um lönd eins og Írak þar sem kristið fólk hefur lifað í ár þúsund og kristna söfnuði í flestum Arabaríkum sem hafa fengið að starfa þar um aldir en menn hér láta eins og það hafi alltaf verið eitthvað markmið múslima að útrýma þeim. Það getur átt við einhver lönd en menn hér alhæfa og setja alla undir sama hatt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Islam er krabbamein allra tíma. Islam er ekki trúarbrögð heldur fasismi nútímans.

Eftir að hafa lesið þessa færslu þína um hvernig múslímar nauðga og drepa, þá er ég sannfærður um að réttast sé að kjósa Þjóðfylkinguna í staðinn fyrir hina flokkana, þar sem frambjóðendur eru eins og ánamaðkar, blindir og vitlausir. Við viljum ekki þetta múslímska hyski hingað. Aðrir útlendingar af öllum kynþáttum eru velkomnir.

Og hafðu það svo gott, Maggi minn. Ég vona að þú vitkist áður en það verður orðið um seinan.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 00:16

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Pétur minn. Flestallir sem koma hingað og eru múhameðstrúar eru það vegna þess að þeir fæðast inn í þessa trú en ekki vegna þess að þeir sjálfviljugir hafa tekið hana upp. Eigum við ekki að leyfa þessu fólki að njóta vafans og sanna sig í íslensku þjóðfélagi. Það væri miklu nær að hafa ákvæði í lögunum þar sem vísa mætti fólki burtu frá landinu ef það bryti landslögin gróflega innan vissan árafjölda.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2016 kl. 07:30

3 identicon

Jósef, þú vilt sem sagt bíða eftir að morðin, mansalið og nauðganirnar hafa átt sér stað í staðinn fyrir að koma í veg fyrir þessa glæpi?

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 12:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það auðskilið af hverju þú ræðst á Íslensku Þjóðfylkinguna Magnús. 

Það er af því að þú átt erfitt með að verja bullið í Samfylkinguni sem er með svipað fylgi í dag og Íslenska Þjóðfylkingin.

Munurinn á fylgi Samfylkingarinnar og Íslensku Þjóðfylkingarinar er að Samfylkingar fylgið er á niðurleið en fylgi Íslensku Þjóðfylkingarinar er á uppleið.

það verður missir af því að sjá Samfylkingarbullarana ekki bulla lengur á Alþingi eftir kosningarnar.

Samfylking; tími þinn er liðin og má skömm þín lifa um aldur og ævi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.10.2016 kl. 14:40

5 identicon

Magnús BULLIÐ í þér er yfirgengilegt, af fullornum manni að vera. Þjóðfylkingin er ekkert á móti útlendingum,enda þúsundir þeirra að störfum um allt land, að bæta hagvöxt lands og þjóðar. Þjóðfylkingin er á móti Moskubyggingum á Íslandi, og vill banna þær. Danska sjónvarpið gerði þátt um Moskur í Danmörku, þegar þeir fóru með falda myndavél, og hljóðnema inn í þessar Moskur, þar getur þú séð ástæðuna.     Stjórnarskráin 65.gr kveður á um jafnrétti kynjanna á Íslandi, hjá múlimum er það ekki svo, óumdeilt, víða fá konur ekki að mennta sig hjá múslimum, því á að banna islamstrú og Moskubyggingar á Íslandi, Þetta eru tveir gjörólíkir Mennigarheimar, sem eiga enga samleið, hafa aldrei gert , og munu aldrei gera, og allstaðar þar sem múslimar hafa komið sér fyrir á vesturlöndum, hafa þeir allstaðar verið til vandræða.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 14:43

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Pétur. Það er komið hingað fólk, bæði múslimar og eins kaþólikkar frá löndum Austur- Evrópu sem hafa verið ansi iðnir við að stunda skipulega glæpastarfssemi í anda mafíunnar. Seinast gripu þeir til vopna uppi í Breiðholti. Varðandi spurningu þína: Já, glæpur verður að vera framinn áður en löggjafinn grípur inn í. Það gengur ekki að vísa öllum útlendingum sem komnir eru inn í landið úr landi vegna einhvers sem gæti hugsanlega skeð. Ekki viltu setja alla þjóðfylkinguna í geilið vegna þessa eins sem framdi óhæfuverkið í Danmörku, er það?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2016 kl. 15:22

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er mikið byggt af hótelum, en þau fyllast upp af flótta og hælisleitendum ef það verða 2 þúsund til 5 þúsund sem verða teknir inn í landið á hverju ári.

Hvar eiga túristarnir að gista sem greiða kostnaðinn við flótta og hælisleitendur með eyðslu sinni þegar þeir eru í landinu?

Sýndarmennska Góða Gáfaða Fólksins (GGF) er með einsdæmum, opna landamærinn fyrir öllum og ríkið sér um uppihaldið. 

Hvar eru þessir yfir 16 þúsund af GGF sem settu sig á lista hjá Rauða Krossinum og buðust til að taka flótta og hælisleitendur inn á heimili sín?

Rauði Krossinn auðvitað hefur engan lista, þetta var allt uppspuni og lígi, eins og öll Rauða Kross hreyfingin er og ekki bara á Íslandi heldur alstaðar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.10.2016 kl. 15:53

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

það að lýgi sé með einföldu er bara lýgi og uppspuni og algjör einföldun, Jóhann. Bið að heilsa Houston búum.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2016 kl. 16:01

9 identicon

Munurinn á útlendingalausu Íslandi annars vegar og óheftum innflutningi fólks sem hendir skilríkjunum í flugvélinni og segist vera 16, liggur ekki í augum uppi fyrir Öfgakrötum..

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 16:17

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg ótrúlegt hve það er mikill áróður gegn muslimum á ÚS.  Alveg með ólíkindum.  Áróðurinn þar er bókstflega klassískt dæmi um áróður gegn minnihlutahópi sögulega séð hvar sem er á Jörðinni.  Þeir eru meir að segja útmálaðir sem vndir að eðlisfari og undirförulir.  Síðinn hringir og kona segir, bara eins og ekkert sé sjálfsagðara:  Muslimar vilja bara drepa okkur. Þið vitið, - meina hvað þarf til að stoppa svona?  Hvað þarf að ske?  Það er líka ískyggilegt hvernig uppá síðkastið áróðurinn er farinn að snúast um það, að allir sem ekki fallast á lygar og heimskuþvætting þjóðfylkingar-rassana, - að þeir verða sjálfkrafa vondir og í liði með muslimum.

Við höfum meir að segja dæmi frá Noregi fyrir stuttu þar sem afleiðingar slíks áróðurs kom í ljós.

En hérna láta flestir eins og ekkert sé yfir áróðri á ónefndri útvarpsstöð hér í bæ.   Þetta er svo mikil blinda ð loka augunum fyrir hættunni af þessi rassa-liði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2016 kl. 16:26

11 identicon

Ómar Bjarki er að vanda ekki að koma með neitt málefnalegt til spjallsins, bara hneykslan og upphrópanir. En Jósef Smári reynir þó aðeins. Hann segir að það þurfi glæp til að löggjafinn grípi inn í. Þetta þykir mér nokkuð merkilegt, ég held að hann sé að ruglast á framkvæmdavaldi og löggjafavaldi. Því það er framkvæmdavaldið sem grípur inn þegar glæpur er framinn, en löggjafavaldið sem skilgreinir hvað skuli teljast til glæpa.

Enn fremur á löggjafavaldið að sjá fyrir hvað kunni að vera samfélaginu skaðlegt, og setja lög til að fyrirbyggja það. Enn fremur: það er verið að tala um strengri lög um hverjir fái að setjast að, ég sé ekki menn tala um að "vísa öllum útlendingum út". En svona óheiðarleiki er dæmigert fyrir heimsborgara, þeir snúa út úr því sem aðrir segja, og eru stoltir af réttsýni sinni.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 18:23

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er hreint ekkert ótrúlegt að það sé áróður gegn múslimum á ÚS og reyndar hvar sem er. Ótaldir hafa flúið múslimalönd til vesturs til þess að losna við þá og vita nú ekki hvert þeir geti lengra flúið. 
Sanntrúaðir múslimar eru reyndar ekkert sérstaklega undirförulir; þeir hafa sína pólitík alveg á hreinu og eru ekkert feimnir við að framfylgja henni. 
Sem kona hafna ég algjörlega þessari múslimainnrás aldagamals feðraveldis sem virðist geta valtað yfir allt sem fyrir þeim verður alveg án tillits til þeirra réttinda sem við vestrænar konur hafa þó náð heima fyrir á undanförnum áratugum - og að því sem virðist án þess að sumir karlar okkar hafi neitt við það að athuga.

Kolbrún Hilmars, 1.10.2016 kl. 18:25

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ótrúlegt að fylgjast með málflutningi rasiatanna og þjóðbelginganna. Tvímælalaust heimskasta og hættulegasta fólk heimsins í dag. 

Ég myndi útskýra þetta fyrir ykkur, en ég á hvorki til tímann né vaxlitina til þess.

Haraldur Davíðsson, 1.10.2016 kl. 19:31

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þakka þér fyrir þetta "Góði". Jú ég var að ruglast á grundvallaratriðum en geri ráð fyrir að flestir hafi áttað sig á meiningunni rétt eins og þú.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2016 kl. 19:55

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"það er verið að tala um strengri lög um hverjir fái að setjast að, ég sé ekki menn tala um að "vísa öllum útlendingum út". En svona óheiðarleiki er dæmigert fyrir heimsborgara, þeir snúa út úr því sem aðrir segja, og eru " Tal mitt um að "vísa öllum útlendingum úr landi" var einfaldlega svar við þeim orðum að koma í veg fyrir að glæpur sé framinn með því að útiloka ákveðna innflytjendur. Þú getur ekki fullyrt að ákveðnir hópar séu líklegri til þess nema einhver reynsla sé fyrir hendi. Hún er ekki fyrir hendi hérlendis. Svolítið skrítið að kalla mig heimsborgara, strák norðan úr Fljótum sem varla hefur hleypt heimdraganum nema þá í Sléttuhlíðina.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2016 kl. 20:06

16 identicon

Jósef, það er vel hægt að útiloka múslíma frá hælisveitingu vegna þeirrar slæmu reynslu sem hefur fengizt af þeim á meginlandinu og annars staðar. Kóraninn og Hadit segir múslímum, að jihad sé skylda, að það sé Allah þóknanlegt að nauðga öllu kvenfólki, óháð aldri, sem eru ekki múslímar og selja þær síðan í kynlífsánauð. Að það sé Allah þóknanlegt að drepa þá sem gagnrýna islam. Það er ekki hægt að lifa friðsamlega með fólki sem vill drepa mann.

Síðan innrás múslíma inn í Evrópu hófst hefur verið tilkynnt um fjöldann allan af nauðgunum, þar sem múslímar hafa verið að verki.

Leiðtogi pakistönsku barnaníðinganna sem nauðguðu FJÓRTÁN HUNDRUРenskum börnum í Rotherham áfrýjaði dómnum sem hann fékk til mannréttindadómstóls, því að honum fannst það vera óréttlátt að hann skuli vera dæmdur fyrir eitthvað (fjöldanauðganir á börnum) sem honum sjálfum fannst allt í lagi. Hann var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjölmörgum börnum sjálfur og haldið einni stúlku á barnsaldri í kynlífsánauð árum saman. Yfirvöld vissu af þessu en gerðu ekkert því að nauðganir er hluti af (ó)menningu múslíma en það mátti ekki styggja þá.

Íslenzkri stúlku var hópnauðgað af múslímum í dönsku múslímaghettói fyri skömmu. Það var þaggað niður í íslenzkum fjölmiðlum.

Fræðimaður í islam (jafngildir mullah) nauðgaði og myrti 9 ára stúlku nýlega. Við réttarhöldin kvaðst hann hafa fyllilegan r´tt til að gera þetta skv. islam. Þess ber að gæta að Múhammeð, sem allir múslímar vilja líkjast var barnanauðgari og fjöldamorðingi.

Svo eru heimsku, huglausu, íslenzku öfgafemístarnir sífellt að þvaðra um að það sé nauðgunarmenning á Íslandi, en þora aldrei að gagnrýna islam, heldur taka róttæku múslímunum opnum örmum. Ólíkt hugrökku kynsystrum sínum í Femen. Íslenzku femínistarnir munu halda áfram að vera í afneitun, jafnvel eftir að búið er að troða þeim í búrqur.

Hér á Íslandi héldu allir, að Salmann Tamimi var "hófsamur" múslími þangað til hann sagðist aðhyllast shariah-lög. Geðslegt eða hitt þá heldur.

Í Danmörku þekkti ég tyrkneska fjölskyldu sem ég hélt að væri "hófsöm" eða hefði jafnvel vestræn viðhorf, því að engin í fjölskyldunni klæddist hijab og móðirinn hefði skilið við eiginmann sinn. En svo einn góðan veðurdag frétti ég að konan hefði selt dóttur sína, sem var nýorðin 18 ára og sem var mjög óhamingjusöm yfir því, en réð auðvitað engu. Á þeim tíma fékkst 60 þúsund danskar krónur fyrir hvert barn. Síðan þetta varð, hef ég þá skoðun að hófsamir múslímar séu ekki til, þeir sem þykjast vera það eru úlfar í sauðagæru.

Og varðandi "flóttamenn frá Sýrlandi", þá ber að athuga, að skv. upplýsingum hjálparstofnana er bara 1% af þeim sem hafast við í frumskóginum í Calais frá Sýrlandi. Eitt prósent. 99% eru frá öðrum múslímaríkjum eða Afríkuríkjum, flestir frá Sudan (45%), Afghanistan (30%) og Pakistan (7%). (Heimild: http://i0.wp.com/www.helprefugees.org.uk/wp-content/uploads/2016/08/census-edit-kids.jpg).

Það er álitið að um 70% af þeim "flóttamönnum" sem hafa komið til Evrópu séu ungir einhleypir menn, sem eru auðvitað ekki að flýja neitt, heldur er hlutverk þeirra að útbreiða islam með ofbeldi. Það er fræg mynd sem sýnir hóp af þessu fólki á leið eftir vegi í Evrópu. Fjórir eru ungir menn í hlýjum fötum og góðum skóm. Fyrir framan þá er miðaldra kona, berfætt og sem heldur á tveimur börnum og með það þriðja sér við hlið. Hún hefur þjáningasvip á andlitinu. Ekki datt neinum af þessum ungu karlmönnum, sem með réttu er hægt að kalla úrhrök, að létta undir með konunni. Svona er islam, konur eru einskis virði. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 21:54

17 identicon

Hér er myndskeið um hópnauðganirnar í Rotherham:

https://www.facebook.com/vidmaxvids/videos/1944660245760812/

Allt skv. bókinni.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 22:01

18 identicon

Hér sést hversu djúpt hollenzk yfirvöld eru sokkin í rotþró pólítískrar rétthugsunar og ofsóknir gegn þeim sem gagnrýna stjórnmálakerfið (textað fyrir þá sem ekki skilja hollenzku):

https://www.facebook.com/PissTakePolitics/videos/647612995391319/

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 22:14

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef sagt það áður og get sagt enn, að þetta rassalið er bara sjúkt.  Þetta er svo mikill sori sem frá því kemur að innra með því er að grafa um sig illska einhver sem er bara  sambærileg við sýki.  Þetta kemur allt mjög vel fram og sterkt í símatímum á ÚS.  En líka bloggum og samfélagsmiðlum og td. má sjá prýðis sýnishorn hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2016 kl. 22:20

20 identicon

Haraldur Davíðsson nennir ekki að útskýra, en nennir samt að smella inn grófum athugasemdum. Og Ómar Bjarki enn með sinn rembing. Hverig væri að a.m.k. reyna að koma með eitthvað frambærilegt annað enn upphrópanir og skítkast? Það hefur í raun ekki komið eitt einasta almennilegt svar frá ykkur við neinu sem hér hefur verið skrifað. Þið, sem sakið aðra um hatursfulla umræðu ættuð frekar að líta í egin barm.

Jósef Smári: að sjálfsögðu skildi ég hvað þú áttir við. En þú svaraðir samt ekki því sem skipti meira máli:

Enn fremur á löggjafavaldið að sjá fyrir hvað kunni að vera samfélaginu skaðlegt, og setja lög til að fyrirbyggja það. Enn fremur: það er verið að tala um strengri lög um hverjir fái að setjast að, ég sé ekki menn tala um að "vísa öllum útlendingum út".

Egill Vondi (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:32

21 identicon

Afsakaðu þetta, Jósef Smári, sá ekki seinni færsluna af einhverjum ástæðum.

En varðandi rökin sem þú færir fram þar - hvers vegna ætti önnur reynsla að eiga sér stað hér en alls staðar annars staðar í heiminum? Ekki er nein jákvæð geislun sem stafar af Íslenskum bergtegundum svo ég viti, og það er ekki að vænta að hingað komi fólk sem er betra en það fólk sem kemur annars staðar. Við hljótum að geta lært af reynslu annara þjóða og vitað betur en að endurtaka mistök þeirra.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:35

22 identicon

Egill, þú verður að afsaka Ómar Bjarka. Ljósin hjá honum eru vissulega kveikt, en það er enginn heima.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 01:11

23 identicon

Hann er ekki með heilan spilastokk.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 01:12

24 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Egill, þú spyrð hvers vegna önnur reynsla ætti að vera hér en annars staðar. Væntanlega ertu að spyrja um framtíðina vegna þess að ekkert lögbrot hefur komið upp enn sem komið er meðal múslima hér. Að sjálfsögðu veit ég ekki svarið. Það er þetta EF sem kemur alltaf upp. En samkvæmt minni skoðun þá er þetta spurningin um hverjir eigi að njóta vafans. Að mínu viti er það venjulegt fólk sem kemur hingað í þeim eina tilgangi að skapa sér og börnum sínum betra og friðsamlegra líf og gildir þá einu hverrar trúar það er fætt inn í. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir að í sumum löndum múslimskum ríkir harðræði og óheilbrygt andrúmsloft svo ekki sé meira sagt en það á aldrei að láta saklausa gjalda þess.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.10.2016 kl. 08:37

25 identicon

Ég sé að brúnskyrturnar eru hér á fullu að sinna sínum fasísku skoðunum.  Merkilegt þykir mér að þeir sem kalla aðra hatara hatast hvað mest með orðristingu sem bera ekki með sér neitt umburðalyndi eða virðingu við málfrelsi, því hef ég tekið það upp að kalla slíka brúnskyrtur því meðbræður þeirra voru uppi fyrir rúmum 70 árum, höfundur bloggsins er ekki þar undanskilin.

https://youtu.be/MvuPYTnAaVc

Rut (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 08:43

26 identicon

Hér er linkur á myndina sem ég talaði um áðan. Þetta er ein af þeim myndum, sem libtards vilja helzt ekki vita af.

http://www.joydigitalmag.com/news/picture-worth-thousand-words/

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 14:23

27 identicon

Ef brúnstakkar Samfylkingarinnar hér á síðunni eru enn að dásama ESB, þá hér er ræða Viktors Orban í ungverska þinginu:

https://www.youtube.com/watch?v=lwrvvvK0uUY

Viktor er einn af þeim fáu þjóðarleiðtogum í Evrópu með hreðjar og hér afhjúpar hann leynilega áætlun quislinganna í Bruxelles varðandi ólöglega innflytjendur, sem misheppnaði kanzlarinn Merkel hefur boðið velkomna til Evrópu.

Í dag er byrjuð þjóðaratkvæðagreiðsla í Ungverjalandi um það sjálfvirka svikakvótakerfi sem bureaukratarnir í Bruxelles vilja koma á, og ef því verður hafnað, þá munu þeir semja beint, en bak við tjöldin, við sósíalíska borgarstjóra. Ef Ísland væri aðili að ESB, þá myndi sambandið semja beint við Dag B. Eggerts og tilsvarandi sósíalíska bæjarstjóra um að taka við hælisleitendum framhjá sitjandi ríkisstjórn og framhjá Alþingi. Svona virkar ESB, í bezta einræðisstíl.

The road to Hell is paved with good intentions.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 15:27

28 identicon

Jósef Smári, ég er ekki að tala um að lögbrot gæti komið upp (þó vissulega sé það möguleiki) heldur tvímenning, þ.e.a.s. sundrað samfélag. Það merkir að menn innan sömu landamæra mynda með sér ólík samfélagsnet sem eiga ekki félagslega, menningarlega og pólitíska samleið. Þetta leiðir til ófriðar, eða að minnsta kosti til ryrnunar á trausti og þar með undirstoð réttarríkisins. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að stjórna með réttum viðhorfum til fólks af ólíkum uppruna, heldur snýst það um að vera meðvitaður um hverning fjölbreytt menningarsamfélög þróast.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband