Leita í fréttum mbl.is

Kennum Samfylkingunni um það !

Þetta virðist vera nýja tískan síðustu misserin að kenna Samfylkingunni um allt sem miður fer. Liggur við að maður hræðist að það sé til fólk sem komi til með að kenna Samfylkingunni um hvernig forsetakosningarnar fara í Bandaríkjunum. Eða hreinlega um næsta eldgos eða bara það sem fólki dettur í hug.  Förum yfir nokkur atriði

  • Vg nýtur nú góðs fylgis í kosningum. En úps Vg var jú með Samfylkingunni í ríkisstjórn á síðasta Kjörtímabili. Þau fóru m.a. með Fjármálaráðuneytið lengi vel. Þau flæktu málin t.d. varðandi fiskveiðilögin að það varð ekkert úr því að aflahlutdeild færi á markað. Og högðu sér eins og verstu framsóknarmenn í mörgum málum.
  • Kjörtímabilið á undan því var stutt og endaði þarna vorið 2009. Þar var Samfylkingin í stjórn með FLokknum. Þ.e. Sjálfstæðisflokknum. Og þar fór sjálfstæðisflokkur bæði með Forsætisráðuneytið og Fjármálaráðuneytið. Og ef út í það er farið hafði FLokkurinn gert það um 2 áratugaskeið. En nú er um fjórðungur kjósenda til að kjósa hann.
  • Sjálfstæðisflokkurinn hafði áður en hann fór í samstarf við Samfylkinguna verið langtímum saman í sæng með Framsókn. Og saman höfðu þeir einkavinavætt bankana auk þess að létta sköttum af auðstéttinni. Og hefðu örugglega gjarnan viljað koma fleiri eignum til vina sinna. Hélt að allir vissu þetta.
  • Menn láta eins og Samfylkingin eigi og ráði RUV. Það væri gaman ef fólk hugsuð hverjir hafa verið útvarpsstjórar þar. Held að þeir séu nær allir Sjálfstæðismenn. Eins og Magnús Geir, Páll Magnússon, Heimir Steinsson, Markús Örn Antonsson. Auk þess sem að Sjálfstæðisflokkur hefur farið með menntamálaráðuneytið megnið af þessum tíma og því bæði fyrir og eftir ohf væðinguna skipað stjórnaformann RUV og því furðulegt að fólk haldi að Samfylkingin ráði þar einhverju um.

Held kannski áfram með þetta síðar en áróður um Samfylkinguna hefur sannarlega síast inn í fólk. Fólk skal samt ekki halda að jafnaðarstefna og hugsjón hverfi þó að Samfylkingin verið lítil um stundarsakir. Ef hún er ekki að virka í þessu formi þá verður henni bara breytt eða stofnaður nýr flokkur, því að þið skulið ekki láta ykkur dreyma um að flokkar sem nú lofa jöfnuði og sanngirni standi við það til lengdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband