Leita í fréttum mbl.is

Jafnađrmenn stundum seinir til svars

Hef löngum viljađ ađ einhverjir mér klárari settust niđur og svörđu einhverju af bullinu sem hefur veriđ látiđ rigna yfir Samfylkingunna og jafnađarmenn síđustu árin án ţess ađ ţví hafi veriđ almennilega svarađ. Las ţó áđan grein á Eyjunni ţar sem einn gerir tilraun til ađ leiđrétta sumt af ţessum rangfćrlsun varđandi fyrra kjörtímabil. Leyfi mér ađ byrta hanan bara hér í heild:

Afrek og meintar syndir síđustu ríkisstjórnar

Í umrćđum og í pistlum vefmiđla sé ég ađ ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna 2009-2013 er borin ýmsum sökum, ţví miđur oft ómaklega. Förum ađeins yfir ţađ.

  • „Alls kyns skattar voru hćkkađir og bćtur skertar.“

Já, rétt. En enginn gerir slíkt ađ gamni sínu. Stjórnin tók viđ gati á ríkissjóđi eftir hruniđ sem nam 216 milljörđum króna 2008. Ţví var mćtt međ niđurskurđi ađ sirka tveimur ţriđju og nýrri tekjuöflun ađ sirka einum ţriđja. Slíkar ađgerđir eru mjög sársaukafullar og lítt til vinsćlda fallnar. En árangurinn varđ sá ađ stjórnin skilađi af sér hallalausum ríkissjóđi 2013 (-0,7 ma. kr. skv. ríkisreikningi). Ţađ er afrek í rústabjörgun; afrek sem sú ríkisstjórn sem nú situr – og viđ öll – höfum notiđ góđs af.

  • „Nýja stjórnarskráin var ekki kláruđ.“

Nei, ţađ tókst ekki ađ klára nýju stjórnarskrána á síđasta kjörtímabili. En ţađ var vitaskuld umrćdd ríkisstjórn, undir forystu Jóhönnu Sigurđardóttur sem hefur alla tíđ veriđ ötul baráttukona fyrir stjórnkerfisumbótum, sem setti stjórnarskrármáliđ af stađ – í opnu og lýđrćđislegu ferli sem var til fyrirmyndar. Ţađ tókst ađ semja fullbúin drög ađ stjórnarskrá 2011 og setja ţau í ţjóđaratkvćđi 2012. Sennilega var ekki raunsćtt ađ ná lokaáfanga í málinu á einu kjörtímabili, sérstaklega međ stjórnarandstöđu sem var í harđri baráttu og grenjandi málţófi gegn ţví. Nýja stjórnarskráin lifir hins vegar – og sem betur fer – góđu lífi og tekur vonandi gildi í lok nćsta kjörtímabils.

  • „Sjóvá var bjargađ.“

Sjóvá var skólabókardćmi um áhćttusćkni og óđafrjálshyggju sem fékk ađ vađa uppi međ lágmarks eftirliti. Stjórnendur tryggingafélagsins töpuđu bótasjóđum ţess í fjárfestingarćvintýrum sem fóru langt út fyrir mörk eđlilegs umbođs ţeirra fyrir hönd tryggingataka fortíđar og nútíđar. Ţađ eru nefnilega tryggingatakarnir sem eiga bótasjóđina í reynd; ţeir eru m.a. notađir til ađ greiđa bruna-, slysa-, örorku- og dánarbćtur til fólks sem hefur orđiđ fyrir áföllum og tjóni. Ef félagiđ hefđi veriđ látiđ fara í gjaldţrot hefđu tjónţolar setiđ eftir međ sárt enniđ. Ţađ hefđi ekki ađeins veriđ reiđarslag fyrir marga ţeirra persónulega, heldur einnig rýrt traust til vátryggingastarfsemi á Íslandi um langa framtíđ. Hluthafar í Sjóvá töpuđu vitaskuld hlutafé sínu, ríkiđ eignađist félagiđ ađ 3/4 og hefur sem betur fer náđ meirihluta af kostnađinum viđ björgunina til baka (sjá einnig hér, bls. 27 o.áfr.). Sökin í Sjóvá-málinu er ekki ţeirra sem ţurftu ađ taka til eftir óđu kapítalistana, heldur ţeirra sem skópu ţađ hugarfar og praktíseruđu ţá viđskiptahćtti sem leiddu til hrunsins.

  • „SpKef var bjargađ.“

Sparisjóđurinn í Keflavík var einstaklega illa rekinn í samkrulli viđskipta og pólitíkur. Gríđarlegt tap hans í hruninu kom ađeins smám saman í ljós eftir ţví sem kafađ var dýpra ofan í bćkurnar. Hann er eina íslenska fjármálastofnunin sem átti ekki nćgar eignir fyrir innistćđum. Ríkissjóđur varđ ţví ađ hlaupa undir bagga međ honum til ađ verja innistćđur, sbr. yfirlýsingu Geirs H. Haarde frá október 2008 um ađ allar innistćđur í íslenskum bönkum yrđu tryggđar. Sjóđurinn endađi ađ lokum inni í Landsbankanum.

  • „Skuldir fólks ruku upp.“

Já, krónan féll um helming í hruninu og ţví fylgdi mikil verđbólga, sem hćkkar verđtryggđar skuldir fólks. Í gegn um krónuna verđur ógćtileg hagstjórn sjálfkrafa ađ vandamáli alls almennings. Ríkissjóđur var galtómur (sbr. fyrsta punktinn) og ţví takmarkađ svigrúm til ađ hjálpa skuldurum. Ráđist var í 110% leiđina sem hafđi ţann stóra kost ađ vera á kostnađ lánveitenda, ekki skattborgara. Greiđslujöfnunarvísitala var virkjuđ (hún lćkkar afborganir verđtryggđra lána ţegar vísitala hćkkar langt umfram laun), sett lög um greiđsluađlögun, sett á fót embćtti umbođsmanns skuldara o.m.fl. En rót vandans var ađ sjálfsögđu hagstjórnin í ađdraganda hrunsins og krónan okkar margblessuđ.

  • „Bankarnir voru einkavćddir/afhentir kröfuhöfum.“

Bankarnir voru hvorki einkavćddir né „afhentir kröfuhöfum“. En ţađ var tekin ákvörđun um ađ ríkissjóđur legđi ekki fram eigiđ fé (hlutafé) Arion banka og Íslandsbanka nema ađ litlu leyti. Hefđi ríkissjóđur gert ţađ hefđu skattgreiđendur tekiđ alla áhćttu og ábyrgđ á rekstri ţriggja banka. Ţá voru framundan gengislánadómar og alls kyns óvissa önnur um virđi lánasafna. Eiginfjárframlög til allra bankanna hefđu numiđ vel á fjórđa hundrađ milljarđa króna međan ríkissjóđur var galtómur.

Ţetta var rétt ákvörđun í stöđunni, eins og sýndi sig síđar, ţegar bankarnir komust hvort eđ er í eigu ríkisins sem hluti af krónueignum sem kröfuhafar skildu eftir gegn ţví ađ sleppa út úr höftum međ allar erlendu eignir föllnu bankanna.

  • „Kröfuhöfum var gefiđ skotleyfi á heimilin.“

Ţetta er innihaldslaus frasi. Stjórnvöld, hver sem ţau eru, hafa engin ráđ – innan ramma réttarríkisins – til ađ breyta einhliđa höfuđstól eđa skilmálum ţegar gerđra löglegra lánasamninga. Lög geta jú ekki veriđ afturvirk, löglegir samningar skulu standa og engan má skylda til ađ láta af hendi eign sína nema fullar bćtur komi fyrir. Ţađ var ţví aldrei möguleiki, ţó menn hefđu viljađ, ađ grípa inn í efni eđa efndir lánasamninga. Sú stađreynd er óháđ ţví hvernig eignarhaldi á bönkum var eđa er háttađ. Hins vegar var unnt ađ grípa til ýmis konar mótvćgisađgerđa til ađ létta fólki róđurinn eftir föngum. Síđasta ríkisstjórn beindi ţeim ađgerđum, til dćmis vaxta- og barnabótum, fyrst og fremst til ţeirra sem höllustum fćti stóđu, ţ.e. fólks međ lćgri tekjur og slćma skuldastöđu. Vitaskuld hefđi veriđ ćskilegra ađ gera meira fyrir fleiri, en ríkissjóđur var ţví miđur ekki aflögufćr.

Ađ auki er ţađ svo ađ ađeins lítill hluti fasteignalána heimilanna var í bókum Arion og Íslandsbanka (bankanna sem kröfuhafar áttu óbeint hlut í) eftir hrun. Íbúđalánasjóđur var vitaskuld međ stóran hlut, en bankarnir höfđu pakkađ íbúđalánasöfnum sínum inn í „sértryggđ skuldabréf“ fyrir hrun og selt ţau m.a. lífeyrissjóđum. Ţá hafđi Seđlabanki Íslands eignast talsvert af ţessum lánum ţegar hann gekk ađ veđum hjá Kaupţingi og Glitni. Kröfuhafarnir hefđu ţví ekki ráđiđ miklu um innheimtu íslenskra íbúđa- og neytendalána jafnvel ţótt ţeir hefđu beina ađkomu ađ stjórnun nýju bankanna, sem ţeir höfđu ekki.

Gleymum ţví ekki ađ ţađ var fall krónunnar sem stökkbreytti gengistryggđum lánum og olli verđbólguskoti sem hćkkađi verđtryggđu lánin. Svo ţađ sé endurtekiđ: vond hagstjórn og slćlegt eftirlit bitnar á almenningi í gegn um íslensku krónuna. Hún er okkur gríđarlega dýr.

  • „Ţađ hefđi átt ađ frysta vísitöluna.“

Ţađ er ekki unnt ađ krukka í vísitölur sem notađar eru til verđtryggingar lána skv. ţegar gerđum lánasamningum. Til eru 2-3 dómafordćmi Hćstaréttar (t.d. „Samvinnusjóđsmáliđ“ frá 1990) sem gera ţetta alveg skýrt: allar breytingar á grundvelli vísitalna ţurfa ađ vera minniháttar og málefnalegar. Tilraunir til ađ „frysta vísitölu“ hefđu ţví veriđ dćmdar ólöglegar. Hitt er annađ mál ađ svokölluđ „greiđslujöfnunarvísitala“ var virkjuđ eins og áđur var nefnt, sem tók af allramesta kúfinn.

— o —

Ég gćti haldiđ áfram en lćt hér stađar numiđ í bili. Ţigg ábendingar um fleiri umfjöllunarefni í athugasemdum.

Mér sárnar ţegar fólkiđ sem tók ađ sér rústabjörgunina í síđustu ríkisstjórn af mikilli ósérhlífni er haft fyrir rangri sök, og jafnvel hengt sem bakarar fyrir smiđ. Ekki tókst allt jafn vel sem síđasta ríkisstjórn ćtlađi sér, en heilt yfir vann hún afrek. Ég myndi sjálfur helst gagnrýna hana – og ţá međ ţví ađ vera vitur eftir á – fyrir ađ hafa fćrst of mikiđ í fang. Hún reyndi ađ koma of mörgum góđum og ţörfum umbótamálum í gegn samhliđa risavöxnu ţrekvirkinu í efnahagsmálunum, hafandi mjög nauman og jafnvel engan meirihluta á Alţingi (ţökk sé villiköttum VG, mikil er ábyrgđ ţeirra) – og ađeins eitt kjörtímabil til ađ vinna međ. Vćntingarnar voru ţví sennilega spenntar of hátt og vonbrigđin ţví meiri sem ţví nemur. Hins vegar er ekki endilega sanngjarnt ađ dćma eftir vćntingunum, heldur eftir árangrinum eins og hann varđ, miđađ viđ fordćmalausar ađstćđur. Í ţví efni ţarf enginn ađ skammast sín; ţvert á móti.  ( upprunalega birtist ţessi grein hér)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Öllu má nú ofgera Magnús. Ţađ má kveđa alla ţína málsvörn í kútinn, en ég lćt mér nćgja ađ benda ţér á ađ Jóhanna og ASÍ höfnuđu ţví ađ taka vísitöluna tímabundiđ úr sambandi, ţegar tillaga kom um ţađ haustiđ 2008.

Hverra hagsmuni fóru ţessir félagar ţínir ađ verja?

Ragnhildur Kolka, 25.10.2016 kl. 12:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţađ er hvert orđ í ţessari grein sannleikur en auđvitađ sárnar ykkur LANDRÁĐAFYLKINGARMÖNNUM ađ sjá hversu duglaus "Ríkisstjórn Fólksins" var á síđasta kjörtímabili og ekki nóg međ ţađ heldur vantađi ekkert upp á "axarsköftin"...... cool undecided

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 12:59

3 identicon

Svo gerid this samfóistar lítid úr fólki sem stód á sinni sannfaeringu og stefnu flokksins, á medan formanns druslan sveik allt. Einn mesti lygari og svikari sem Ísland hefur alid í pólitík og svo thurfum vid ad fá thetta vidridni aftur á thing. Er ekki í lagi mjed thig Magnús..???

Sigurdur Hjaltsted (IP-tala skráđ) 26.10.2016 kl. 10:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri fćrslur

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging viđ twitter

Um bloggiđ

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband