Leita í fréttum mbl.is

Vinnumálastofnun, vinnueftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir ekki að standa sig!

Við svona risa framkvæmdir þar sem að vinna þúsundir einstaklinga og upp hafa komið ýmis vandamál er náttúrulega ófært að ekki skuli vera betra eftirlit með réttindum og starfsumhverfi þeirra sem þarna vinna.

Það hefð verið svo auðvelt að standa með og styðja verkalýðsfélögin og trúnaðarmenn í að fylgjast betur með hvernig búið væri að erlendum verkamönnum. Þessar lýsingar sem maður heyrir eru vægast sagt ekki okkur til sóma.

Það jú fyrirtæki í okkar eigu sem skiptir við Impreglio og við höfum verið allt of sofandi í að tryggja að þarna upp á hálendinu sé allt eins og best verðu á kosið.

Og þar eiga náttúrulega vinnumálastofnun og vinnueftirlit að vera fremst í flokki með verkalýðsfélögum og trúnaðarmönnum þeirra.

Við þessa aðila segi ég að ef rétt er þá  skammist ykkar fyrir sofandaháttinn. Það er oft búið að benda ykkur á vandamál þarna. Alveg frá upphafi þegar menn þurftu að búa við að það snjóaði inn á þá í herbergjum þeirra. Og þeir höfðu ekki hlífðarfatnað við hæfi. Og nú bætist þetta við.

Frétt af mbl.is

  Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð
Innlent | mbl.is | 29.5.2007 | 18:01
Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, sagði í fréttum Útvarpsins, að illa hafi verið komið fram við portúgalska starfsmenn við Kárahnjúka. Einnig séu dæmi um að konur á vinnusvæðinu sæti alvarlegu kynferðislegu áreiti yfirmanna.
Lesa meira


mbl.is Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband