Miðvikudagur, 30. maí 2007
Bananalýðveldis-hugsunarháttur
Hef verið að velta fyrir mér hugsunarhætti okkar íslendinga varðandi auðlindir okkar flestar. Hér var um miðja síðustu öld byggðar verksmiðjur um allt land til að að vinna síld. Þær spruttu upp eins og gorkúlur og urðu sífellt stærri en svo koma að því að við höfðum nær þurrkað upp síldarstofninn. Eftir það fóru menn að sjá að sér varðandi fiskinn og nú í dag er reynt að stýra veiðum eitthvað. En eftir sitja minjar um þetta t.d. á Djúpuvík og fleiri stöðum. Þar búa nú fáir og helsta sem fólk skoðar eru leifar af verksmiðju sem gekk dag og nótt í nokkur ár borgaði sig upp og stuðlaði með öðrum að því að við kláruðum nærri því allan síldarstofninn.
Nú síðan má tala um að í upphafi síðustu aldar byrjuðu allir bændur að ræsa fram allt mýrlendi því að það átti að breyta öllu landinu í ræktarland. Þetta stórskaðaði dýralífið og í dag má sjá skurði víðsvegar þar sem ekkert hefur verið ræktað og menn farnir að huga að því að moka ofan í þá aftur til að reyna að endurheimta votlendi.
Nú eru uppi virkjunaráform um allt land. Það eina sem krafist er að orkuverð standi undir frekari virkjunum. Menn gera sér enga grein fyrir að með þessu erum við sóa verðmætri náttúru á útsölu. Ég vill líkja þessu við að ef við ættum olíu í jörðu þá mundum við leyfa öllum sem vildu að bora og dæla henni upp eins hratt og þeir vildu. Við værum ekki að stressa okkur yfir því að þessi auðlind er takmörkuð og lindirnar klárast á skömmum tíma. Þetta gerir engin önnur þjóð. Allar aðrar þjóðir skammta það sem má dæla af olíu til að þessar auðlindir endist sem lengst. Það er horft til þess að hámarka verð á hverja einingu af olíu og þar með að hafa af auðlindinni hámarks gróða.
En við erum nú þegar búin að virkja allt að 50 til 60% af vatnsorku okkar og binda það á smánar verði í 4 fyrirtækjum sem skaffa um 2000 manns störf en skila okkur litlu öðru. Og til þess að skapa orkuna erum við búin að grafa sundur og saman hálendið fyrir sunnan jökla. Og við reynum ekki einu sinni að fá almennilegt verð fyrir orkuna.
Nú erum við að heimila olíuleit á hafsvæðinu í kring um Ísland og ég óttast að við látum olíuna fyrir lítið.
Þetta finnst mér merki um hugsun hjá vanþróuðu ríki þar sem að ekkert er hugsað til framtíðar heldur skammtíma hagsmunir látnir ráða. Og þau sem erfa landið sita uppi með gerðir okkar
Náttúruverndarsamtök skora á ríkisstjórnina að stöðva framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
ég segi líka: heyr! heyr!
María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:38
Er þú á móti nýtingu náttúruauðlinda?
Hvar má t.d. virkja?
Það er náttúruverndarsjónarmið að taka afstöðu til þess hvar má virkja en það kemur náttúruverndarsjónarmiðum ekki við hvernig sú orka er nýtt og á hvað hún er seld. Slíkt telst til arðsemissjónarmiða sem í eðli sínu er nýtingarstefna og ef náttúrvernd hefur ekki betri rök en arðsemisrök fyri því hvort virkjanir séu reistar eða ekki þá er málflutningur hennar veikur.
Það er nauðsynlegt að sýna skynsemi í því hvar er virkjað og hvernig auðlindir eru nýttar og tek ég undir að Landsvirkjun hefur í sumum tilfellum farið offari í því og nefni ég þá helst tilraunir til að virkja Eyjabakka og Þjórsárver.
Málflutningur Náttúruverndarsamtaka Íslands virðist hinsvegar vera á þann veg að hvergi megi virkja. Það er sama hvaða virkjanahugmyndir hafa komið upp á síðustu árum, samtökin hafa mótmælt þeim öllum. Ég fæ það á tilfinnguna að samtökin séu á móti allri auðlindanýtingu. Það get ég ekki stutt og held að svo sé með fleiri.
Georg (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:44
Nei ég er ekki á móti nýtingu auðlinda okkar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2007 kl. 11:11
Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem einhver segir eitthvað sem er ekki fylgjandi virkjunum og stóriðju þá er sá hinn sami altaf álitinn náttúruverndasinni og hippi og á ekki að hafa neinn áhuga á neinu nema stoppa allar framkvæmdir? Er fólk virkilega orðið svo ómálefnalegt? Ég hef alltaf talað gegn þessum stóriðjum eins og kárahnjúkum og nú neðri Þjórsárvirkunina en ég hef engu að síður ekki neitt á móti stóriðju. Ég hef hinsvegar mikið á móti álframleiðslu enda er hún einstaklega óhrein, minkandi eftirspurn er eftir áli og það er alls ekki ómögulegt að þessi álver okkar verði ónýt eftir nokkur ár eða áratugi og hvað gera menn þá? Svo get ég ekki skilið þessi rök að selja raforkuna okkar á útsölu. Ef við værum að fá eðlilegt verð fyrir orkuna "okkar" þá væri þetta mál ekki eins fáránlegt. Það sem myndi friða flesta íslendinga varðandi þessi mál væri að stjórnvöld myndu hætta að sýna þennan asa og vinna málefnalega að framkvæmdum og leyfa ferlinu að gerast. Hversvegna má ferlið taka áratugi í vegaframkvæmdum, og vísa ég þar til gatnamóta kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, þar sem mörg líf eru í húfi en stóriðjan verður að gerast sem allra allra fyrst og þar er þaðbara lítill aur semkemur í ríkiskassann sem er í húfi. Dæmið gengur ekki upp og það er það sem fær flesta á móti framkvæmdum að mínu mati. Ég held að það séu mun færri náttúruverndarsinnar hér á landi en stóriðjusinnar virðast halda, þeir bara neita að sjá hina hliðina á málinu og gleipa það sem stjórnmálamenn og stjórn Landsvirkjunar segja með húð og hári og neita að ræða hlutina á málefnalegum grunni þar sem þeir þyrftu hugsanlega að skipta um skoðun.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:58
Þetta er málefnalegasta færsla sem ég hef lesið í langan tíma. Ég skora á þá sem eru á móti að vera jafn málefnalegir eða þegja annars.
Villi Asgeirsson, 30.5.2007 kl. 21:09
Sigurður, ég er sammála því að ekki eru allir á móti virkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða. Kæmi mér ekki á óvart að þeir séu í raun færri en þeir sem eru að huga að tekjum af auðlindunum. Menn geta líka verið náttúrverndarsinnar án þess að vera hippar.
Hinsvegar er þessi blogg þráður sprottinn upp úr frétt um mótmæli Náttúruvendarsamtaka Íslands og skrifin draga því dám af því.
Georg (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.