Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að hjá Morgunblaðinu?

Var að lesa ritstjórnargrein Morgunblaðsins sem birtist á blogginu þeirra. Þar ráðast þeir enn og aftur á Ingibjörgu Sólrúnu á ósvífin hátt. Þar segir m.a.

Utanríkisráðherra kvaðst stefna á að heimsækja Miðausturlönd til þess að athuga hvernig við gætum beitt okkur betur þar og lagt okkar lóð á vogarskálar fyrir betra ástandi þar og í þágu friðar og mannréttinda.

 

Mikill óskaplegur barnaskapur væri það af hálfu hins nýja utanríkisráðherra, ef hún héldi að Íslendingar gætu komið að einhverju gagni í Miðausturlöndum.

 

Auðvitað getum við engin áhrif haft þar og fáránlegt að láta sér detta það í hug.

 

Þetta veit Ingibjörg Sólrún vel.

 

Hún veit að við gerum bezt í því að vera ekki að þvælast fyrir í Miðausturlöndum. Ástæðan fyrir þessari yfirlýsingu ráðherrans er innanlandspólitík. Hún er að tala við vinstri arm Samfylkingarinnar og koma í veg fyrir að Vinstri grænir geti komið höggi á hana vegna málefna Palestínu.

Hvað eru menn þarna að meina. Eigum við þá að hætta þátttöku okkar í alþjóðamálum og segja okkur úr SÞ. Halda menn að það mundi einhver árangur nást í neinum deilum milli þjóða ef að allar segðu:

  • við erum allt of litli þjóð til hafa áhrif,
  • of fátæk til að hafa áhrif,
  • of langt frá til að hafa áhrif.

Ég held að þeir sem þarna skrifa ættu nú að fara hugsa sinn gang. Það er ótrúlegt að svona gróið blað sem gefur sig út fyrir að vera annt um orðspor sitt geti leyft mönnum að ausa úr skálum reiði sinnar út í ákveðna manneskju sem jafnframt er utanríkisráðherra Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband