Leita í fréttum mbl.is

Flott markmið - En fylgir þessum hugmyndum fjármagn?

Það er til fyrirmyndar að ætla að auðvelda starfsfólki að mennta sig þetta er jú liður í að fá stöðugri starfsmannahóp. En ætli þessi starfshópur hafi tryggt að Reykjavíkurborg sé tilbúin að greiða mun hærri laun. Þetta segji ég af því að ég vinn í málaflokki fatlaðra hjá ríkinu og sífellt er verið að hvetja okkur til að auðvelda starfsfólki hjá okkur að sækja launahækkandi nám en það er svo annað mál hvort að fáist þá fjármagn til að mæta auknum launakosnaði.

Þannig að það er oft sá ömurlegi raunveruleiki sem blasir við Forstöðumönnum að til að standast rekstraráætlun er best að ráða inn starfsfólk um eða undi 20 sem er á lægstu laununum.

Því er nauðsynlegt til að svona hugmyndir virki er að um leið sé hugað að því að fjármagn fylgi. Þannig má ætla að 1 leikskólakennaramenntaður starfsmaður kosti á við 1,5 til 2 almenna starfsmenn.


mbl.is Vilja auðvelda starfsfólki á leikskólum að ljúka fagnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég vel að trúa því að hugur fylgi máli, fannst það á Jóhönnu Sigurðar þegar hún talaði um þessar stéttir í hádegisviðtali (á stöð 2 held ég). En ég þekki sjálf frá í gamla daga, að hlutir voru ákveðnir í stjórnsýslunni sem juku við rekstrarkostnað og við áttum að töfra peninga upp úr hatti. Dæmi um það var þegar minn R listi ákvað að hafa opið á sumrin - leikskólarnir áttu að framkvæma enn fengu ekki auknar fjárveitingar. En ég trúi að fólk læri af reynslunni - og er alveg viss um að peningar fylgja með. **)

Kristín Dýrfjörð, 6.6.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhanna hefur náttúrulega ekkert með leiksskólamál að gera. En hjá ríkinu í málefnum fatlaðra sem heyra jú undir hana hefur ríkið ákveðið að minnst helmingur starfsmanna t.d. á sambýlum verði fagmenntaður. Ég á eftir að sjá hverning Jóhönnu gengur að fá það í gegn um dýralækninn í fjármálaráðuneytinu. En það er oft með svona yfirlýsingar eins og Reykjavík setur fram núna er sett fram af hópum sem vinna í þessum málum en síðan þurfa málin að fara í gegnum fjárlög borgarinnar og það gengur oft illa. Þetta er eins hjá ríkinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband