Leita í fréttum mbl.is

Þessu ber að fagna. Fordómar og hræðsluáróður gerir engum gagn.

Finnst þessi umræða sem hefur verið um þetta hús með afbrigðum. Veit ekki betur en að þetta fólk sem þarna gæti búið um einhvern tíma sé hvort sem er þegar á rölti einmitt þarna um hverfið árið um kring.

Þessi andstaða við þetta minnir á þegar að sambýli fyrir fólk með fötlun voru að opna fyrir 20 til 30 árum fyrst. Þá töldu íbúar fyrirfram að þetta gæti ekki gengið og það alls ekki í sinni götu. Nú í dag heyrast þessar raddir ennþá er eru orðnar hjáróma og máttlitlar. Sumir fagna því að fatlaðir með sólarhringsþjónustu séu nágranar því þá er meiri líkur að starfsfólk þar sjá til ef eitthvað óeðlilegt er að gerast í nágreninu þegar íbúar eru ekki heima.

Í þessu húsi er hugsað að 8 manns búi sem eiga við krónískar geðraskanir/sjúkdóma að stríða eftir langa neyslu. Þarna verða starfsmenn allan sólarhringinn og því mun betur fylgst með þessum mönnum en gert er í dag. Þeim verður væntanlega tryggð þjónusta frá t.d. heilbrigðiskerfinu og tryggt að þeir nýti hana þar sem starfsmaður er til staðar. Því gæti ástandið þarna í 101 stórlagast því þar með verða um 8 einstaklingar ekki eins hættulegir sér og öðrum.

Af hverju  ekki að gefa þessu tækifæri?


mbl.is Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Góð spurning.

krossgata, 4.7.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Páll Lúðvík Einarsson

Leiðrétting: Þarna verða ekki "starfsmenn", heldur einn starfsmaður til að veita vistmönnum  sem "hafa ekki fulla stjórn á sínu lífi" stuðning. Ekki er gerð krafa um að vistmenn sé ekki í neyslu. Þ.e.a.s. einn starfsmaður á að passa  8 virka fikniefnaneytendur.

Páll Lúðvík Einarsson, 4.7.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það verður þá starfsmaður allan sólarhringinn. Enda eru þetta væntanlega menn sem geta klætt sig, þrifið og matast. En skv. upplýsingur í blöðum í vor þá mátti nú sjá þetta:

„Þeir þurfa að fá að vera þeir sjálfir en í vernduðu umhverfi og með sitt skjól. Það er ekki gerð krafa á menn um eitt eða neitt heldur er þetta leið til þess að þeir upplifi sig þannig að það eigi heimili og tilheyri einhverju. Hver maður hefur rúmgott herbergi og getur verið þar með sína hluti. Þetta er endurhæfing án þess að það séu miklar kvaðir en með mikilli félags- heilbrigðisþjónustu," segir Jórunn. Starfmaður verður á vakt allan sólarhringinn á heimilinu.

 Og síðar stendur



„Nágrannarnir koma til með að vita afsaplega lítið af þessu. Þetta eru engir djammarar heldur einstaklingar sem fer lítið fyrir. Yfirleitt eru þessi menn félagslega einangraðir og þurfa mikinn stuðning," segir Jórunn sem bætir því við að í gær hafi bréf verið send út til um 500 heimila nágrenni Njálsgötu 74 þar sem heimilið fyrirhugaða er kynnt.

„Velferðarráð væntir þess að íbúar þar taki starfseminni fagnandi og bjóði nýja íbúa velkomna," segir í bókun velferðarráðs frá í gær.

Ég geri ráð fyrir að þarna verði valdir inn einstaklingar sem passa í þetta úrræði og staðsetningu þess. Bendi á að nágranar gistiskýla þarna í Þingholtum hvarta ekki mikið yfir þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.7.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband