Leita í fréttum mbl.is

Erlendarfjárfestingar á Íslandi eru í raun íslenskir fjármunir á leið til baka

Fannst þetta mjög athyglisverð frétt hjá RUV. Í raun er meirihluti erlendra fjárfestinga hér til komið vegna þess að íslenskir fjárfestar flytja hagnað og fjármagn héðan til landa eins og Hollands, Luxemborg þar sem þeir stofna skúffu fyrirtæki til að komast í lægri skatta. Síðan koma peningarnir til baka þaðan í fjárfestingar hér og heita þá erlend fjárfesting. Þetta eru nú meiri æfingarnar!

 

Eignafærsla skýrir aukningu á erlendum fjárfestingum

Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis jókst um 50% frá fyrra ári. Þessi aukning skýrist af stórum hluta af tilfærslum fjármuna á milli félaga í eigu Íslendinga sjálfra. Sömu fjármunir eru svo gjarnan fluttir til baka og skýra stóran hluta þess, sem kallast innlend fjárfesting erlendra aðila í skrám Seðlabankans.

Samkvæmt skráningu Seðlabankans nam fjármunaeign Íslendinga erlendis liðlega 950 miljörðum króna í árslok 2006. Þetta var um 83% af vergri landsframleiðslu og hefur hlutfallið aukist úr um 15% árið 2003.

Arnar Freyr Ólafsson, sérfræðingur Greiningar Glitnis telur þessar tilfærslur gerðar til að ná fram skattalegum sparnaði. En Arnar Freyr leggur áherslu á að þetta sé ekki einhlítt þótt Íslendingar sjálfir standi að baki stórum hluta fjárfestinganna.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item164029/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband