Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú hártogun af verstu sort

Hvað á héraðsdómur við þegar hann heldur því fram að tjald fyrir rými sé ekki lokað rými:

Bann er lagt við því að einkasýningar á nektardansi fari fram í „lokuðu rými“ innan næturklúbbanna. Skýra verður „lokað rými“ þannig að miðað sé við að það sé ekki lokað með þeim hætti að tálmi eftirliti lögreglu. Eins og aðstæðum hefur verið lýst á næturklúbbnum Goldfinger, verður að telja, að ekki hafi verið um slíka lokun að ræða á klefunum þar sem einkadans fór fram að tálmaði eftirliti lögreglu," að því er segir í niðurstöðu héraðsdóms í dag.

Bíddu er það aðallega lokað ef að lögreglan kemst ekki þangað inn. Hverskonar vitleysa er þetta? Þetta ákvæði átti að koma í veg fyrir að þarna færi fram eitthvað sem ekki er leyft. Og það átti að tryggja með því að ekki væri um einkadans að ræða nema að það væri í augsýn allra. Og þá sérstaklega vændi. Með þessu er dómurinn að halda því fram að rými sé ekki lokað nema að það sé læst. Þetta er hártogun af verstu sort. Tjald sem er dregið fyrir í skoðunarklefum hefur maður nú hingað til talið lokað rými.


mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega hlæilegur útúrsnúningur og setur réttarkerfið á íslandi niður um mörg þrep!

heimir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:50

2 identicon

Í dómi Hæstaréttar nr. 542/2002 segir að umrædd lögreglusamþykkt sé sett með það að markmiði að ekki sé hamlað eftirliti lögreglu til þess að hún geti gætt velsæmis og allsherjareglu. Skýring dómara í héraðsdómi Reykjaness samræmis augljóslega markmiði laganna og einnig því lögskýringarsjónarmiði að sé vafi um skýringu refsiákvæðis ber að velja þann skýringarkost sem er ívilnandi fyrir sakborning. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 03:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sé ekki muninn samt á því hvort að það sé hurð eða tjald fyrir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.7.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ef þetta er svona túlkað verður náttúrulega að breyta lögreglusamþykkt Kópavogs

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.7.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband