Leita í fréttum mbl.is

Til þeirra sem eru að hugsa um erlend lán!

Ég persónulega hef ekki næga þekkingu á þessum lánamöguleikum en var að lesa síðu neytendasamtakana og þar er löng grein þar sem þau vara fólk við þessum lánum og hvetja fólk til að skuldbreyta. M.a. stendur þar:

Gengi, eftirspurn, verðbólga og stýrivextir
Neytendasamtökin geta ekki mælt með töku gengistryggðra lána og mæla einnig með að þau séu greidd upp eins og kostur er á meðan gengi íslensku krónunnar er eins sterkt og nú.  Von er á mikilli veikingu. Stýrivextir stjórna gengi krónunnar vegna þess að möguleikar á að ávaxta íslenskar krónur í ríkisskuldabréfum eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum. Hvenær gengið fer að veikjast mun að töluverðu leyti ráðast þegar Seðlabankinn tilkynnir stýrivexti 6. september næstkomandi, ef veiking verður ekki þegar hafin. En almennt er búist við að Seðlabankinn lækki vexti, vegna þess að þenslan hefur hjaðnað töluvert, 12 mánaða verðbólga án húsnæðis er 1,2% og atvinnuleysi hefur aukist í 3,2%.  Helsti óvissuþátturinn þegar spáð er um gengisbreytingar er vaxtaákvarðanir Seðlabankans og þær stjórnast að mestu leyti af verðbólgumælingum Hagstofu Íslands. Helsti óvissuþátturinn í verðbólgu er svo hagstjórn ríkisstjórnarinnar, skattalækkanir eða hallarekstur sem eykur eftirspurn og þar af leiðandi verðbólgu. En verðbólgan eltir krónuna aðallega vegna hækkana á innfluttum vörum.

mbl.is Krónan veiktist um 1,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband