Leita í fréttum mbl.is

Enn ein vandræði hjá Gunnari Birgissyni?

Var að lesa inn á www.mannlif.isslúður um hesthúsabyggðina frægu sem að Gunnar keypti af eigendum og verktökum fyrir ofurverð hér um árið. t.d. 110 fm hesthús á 35 milljónir. En nú segir Mannlíf frá eftirfarandi:

Enn vofa vandræði yfir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, sem gæti þurft að sæta lögsókn ef ekki tekst að semja um Gustslandið umdeilda. Bærinn keypti hesthúsalandið í Glaðheimum á sínum tíma uppsprengdu verði, meðal annars af eiginkonu bæjarstjórans. Landið var síðan selt með myljandi hagnaði fyrirtækinu Kaupangri undir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Í kaupsamningi er kveðið á um að fyrstu lóðir verði tilbúnar frá hendi bæjarins þann 1. september næstkomandi. Heimildir herma að engar líkur séu á því að bærinn geti staðið við samningana og það geti orðið allt að árs dráttur á skilum. Það þýðir að eigendur gætu átt rétt á skaðabótum. Hermt er að þeir hafi þegar kannað stöðu sína í þeim efnum og bæjarstjórinn á því á hættu að þurfa að punga út háum fjárhæðum ...

Það er jú lítið farið að rífa þarna og ég hef heyrt að jafnvel sé talað um að fyrrum eigendur fái að vera þarna einn vetur í viðbót. Þetta stafaði m.a. af því að lóðir sem hestamenn áttu að fá upp á Heimsenda voru ekki tilbúnar í tíma. En þó að Mannlíf haldi þessu fram sem að  ofan greinir þá held ég að Gunnar noti jú tengsl sín inn í byggingar- og verktakaiðnaðinn til að sleppa einhvern veginn frá þessu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband