Leita í fréttum mbl.is

Þetta var sem sagt rétt hjá Björgvin viðskiptaráðherra

Menn hafa nú keppst um að gera lítið úr því sem Björgvin G Sigurðarson sagði um daginn að atvinnulífið þrýsti á að taka upp evru. Nú síðast í gær sagði Davíð Oddson að hann hefði ekki fundið fyrir þessum þrýstingi. Og einnig sagði Davíð að Straumur Burðarás væri svo lítil stærð að þó þeir skiptu í evrur þá hefði það engin áhrif.

En nú daginn eftir kemur þessi frétt [um skoðun Sigurðuar Einarssonar]í sem sjálfsagt er byggð á viðtali við Sigurð tekið sama dag og Davíð lét sín orð falla,  en  Stjórnarformaður Kaupþings segir að krónan henti bankanaum ekki lengur. Og ekki nóg með það hann segir að hún henti i ekki atvinnulífinu og bætir víst við að hún sé á síðustu metrunum. Held að Davíð geti ekki kallað Kaupþing litla stærð því að þeir velta nærri meira en íslenska ríkið.

Frétt af http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item168949/

Íslenska krónan hentar hvorki íslensku þjóðfélagi né Kaupþingi segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans. Hann segir að krónan sé að syngja sitt síðasta. Sigurður segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag það verða sífellt augljósara að íslenska krónan henti bankanum ekki lengur og heldur ekki íslensku þjóðfélagi. Hann segir að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með þeim umræðum sem hafi farið undanfarið um einhliða upptöku Evru.

Sigurður gerir fastlega ráð fyrir því að bankinn sæki um að gera upp í evrum og skrá hlutabréf sín í evrum.

Og síðar segir hann m.a.

„Íslenskir gjaldmiðillinn er ákaflega lítill og óstöðugur og mjög fáir fylgjast með honum. Hann er í raun ekki gjaldmiðill sem hægt er að notast við, og það sýnir sig best í því að það er ekki til vaxtalína í óverðtryggðum íslenskum krónum," segir Sigurður.

Hann segist ekki sjá sterk rök fyrir því að taka ekki upp einhliða evru. Hann vill stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópubandalagið. Það er skoðun Sigurðar að leggja eigi krónuna af, því fyrr því betra. „Ég held að hún sé að syngja sitt síðast. Það getur verið að hún lafi í nokkur ár engum til gagns og engum til ánægju."

Á  Eyjunni má finna fína úttekt á skoðn Sigurðar Einarssonar sem hægt er að nálagst hér


mbl.is Sigurður: Krónan hentar ekki Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.9.2007 kl. 08:57

2 identicon

Ég "mundi" vilja að fólk kynni íslensku.

Gummi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég kann nú ágætlega íslensku "Gummi" en skrifa stundum hraðar en ég hugsa eða öfugt. Enda er þetta náttúrulega mitt svæði og því haga ég mér bara hér eins og ég vill. Og þessar færslur oft skrifaðar með morgunkaffinu og lagaðar eftir því sem líður á daginn.

Viðurkenni að þessi færsla var ruglingsleg en menn hafa nú með góðum vilja náð merkingunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.9.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband