Leita í fréttum mbl.is

Maður verður bara kjaftstopp

Hverskonar vinnubrögð eru þetta hjá Vinnumálastofnun. Hún er 2x búinn að fara þess á leit við Lögreglu að hún stöðvi fvinnu þessara fyrirtækja svo veitir hún þeim allt í einu 2 vikna frest og sættir sig við að eitthvað annað fyrirtæki gefi út launaseðla sem hefur ekki einu sinni skráða kennitölu.

Hvaða skilaboð er verið að senda öðrum fyrirtækjum sem stunda svona undanbrögð frá því að fara eftir lögum og reglu. Jú fáið ykkur lögfræðing og ruglið aðeins í þeim frá Vinnumálastofnun og þið getið haldið þessu áfram eins lengi og þið þurfið.

Eftirfarandi kafli úr yfirlýsingu AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi sýnir fáránleika þessa máls:

Félagið segir að frestur, sem gefinn var í gær hafi verið veittur á grundvelli launaseðla sem gefnir séu út af fyrirtækinu Nordic Construction line SIA með kennitöluna 999999-9999 á launamenn sem allir eru með kennitöluna 555555-5555. Þessi starfsmannaleiga sé ekki með skráða starfsmenn samkvæmt vef Vinnumálastofnunar.

„Ef þetta eru dæmigerð vinnubrögð forstjóra Vinnumálastofnunnar, sem sjálfur stóð að frestun aðgerða, er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf sjálf að annast mál af þessu tagi í framtíðinni. Stjórnin furðar sig jafnframt á því hvaðan þetta fyrirtæki blandaðist inn í uppgjör mála fyrrgreindra fyrirtækja og Vinnumálastofnunar," segir í ályktuninni

Ég bara skil ekki í starfsmönnum Vinnumálastofnunar að verðfella sig svona. Þá ef ég hugsa það hefur Vinnumálastofnun oft tjáð sig um það sem er að, en aldrei beitt sér af fullu afli gegn þeim sem brjóta lög og reglur. Það læðist að manni að Kárahnjúkar og gangsetning véla  ráði þarna miklu. Það er jú á eftir áætlun.


mbl.is AFL segist ekki treysta Vinnumálastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband