Leita í fréttum mbl.is

Það verður að tryggja að þeir fái ekki að eignast meira í auðlindum hérlendis

Mér er um og ó og þó! Mér er náttúrulega sama þó þessi fyrirtæki fjárfesti erlendis og framkvæmi. Enda hlýtur þekking hérlendis að vera verðmæt í þessum geira. En ég er alfarið á móti því að þetta fyrirtæki fái að virkja hér eða að eignast orkuver meira en orðið er. Ég hef alltaf á tilfinningunni að í upphafi láti þeir eins og bankarnir neytendur borga útrás sína. En þetta er náttúrulega þegar komið á hættulega braut. Orkuveitan á stóran hlut í þessu og þetta fyrirtæki á tæpan helming í Hitaveitu Suðurnesja.

Neytendur verða nú að vera vakandi yfir því a rafmagn og hiti hækki ekki. Þeir væru líklegir til þess til að auka hagnað OR t.d.  Og með því að að ná í meira fjármagn til að nota erlendis. Spurning hvað Reykvíkingum finnst um að þjónustu fyrirtæki þeirra sé komið á kaf í útrás í stað þess að lækka verð til þeirra.


mbl.is Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Vakandi það er málið, Íslendingar sofa alltaf.  Frjáls markaður virkar ekki til góða fyrir neytendur á Íslandi.  Nú eru tryggingafélögin í eigu fjárfestingaaðila - á markaði væntanlega - og tryggingar hafa hækkað um 30%.  Aukin samkeppni minn rass. 

krossgata, 4.10.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband