Leita í fréttum mbl.is

Það er nokkur atrið sem mér finnst gleymast í þessari umræðu.

Ég hef ekki heyrt þetta mál reifað út frá eftirfarandir þáttum:

  • Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR fer í leyfi um mánaðarmót ágúst sept. Hann fer í 7 mánaða leyfi frá OR þar sem honum bar að huga að hagsmunum eigenda. Hann segir nú að ráðningarkjör sín hjá REI hafa hljóðað upp á kauprétt í hlutafé upp á a.m.k. 30 milljónir. Hver samdi við hann? Og eru það hagsmunir Reykjavíkur sem hafðir voru þar að leiðarljósi?
  • Er það rétt skilið hjá mér að þetta fyrirtæki eigi auk 48% í Hitaveitu Suðurnesja, Jarðboranir sem sjá um nær alla borun fyrir vatni hér á landi? Og að undir þetta fyrirtæki fari flestir starfsmenn OR sem hafa þekkingu á rannsóknum og vinnslu jarðhita?
  • Verða þá OR upp á þetta fyrirtæki komin í framtíðinni við alla frekari vinnslu?
  • Hver var það sem ákvarðaði laun stjórnarmann REI upp 350 þúsund? Voru það þeir sjálfir? Eru það ekki eigendur og eftir atvikum hluthafar sem eiga að ákveða slíkt? Hvernig stendur á því að Björn Ingi er í þessari stjórn? Hefur hann einhverja þekkingu á þessum málum?

Ég held að menn þurfi að skoða þetta mál vel. En ef ég þekki íslendinga rétt þá verða allir búnir að gleyma þessu eftir nokkrar vikur. Þetta kemur svo aftur upp eftir nokkur ár þegar að menn uppgötva að hlutur Reykjavíkur hefur gufað upp á einhvern furðulegan bókhaldslegan þátt.


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband