Leita í fréttum mbl.is

Þetta hef ég nú sagt í nokkur ár

Alveg er ég hjartanlega sammála þessum manni frá Þyrpingu. Og þessi háhýsastefna sem Kópavogur hefur tekið upp er gjörsamlega úr tengslum við íslenskar aðstæður sem og að umferðarmannvirki í kring um Smáralind bera alls ekki þá umferð sem þarna verður þegar allir þessir turnar verða komnir.

Ég tala ekki um óhagræði sem íbúar sem búa þarna alveg við Smáratorg verða fyrir. Þeim var ekki kynnt þessar gríðarlegu byggingar þegar þau byggðu og keyptu þarna. Þá er þegar orðið ljóst að hús í næsta nágreni verða í stöðugum skugga frá þessum byggingum Því vær kannski rétt að fara að kalla þetta hverfi "Skuggalega hverfið"

Innlent | Morgunblaðið | 3.11.2007 | 05:30

Skipulagsmistök við Smáralind

G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, sagði á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulagsmálum að skipulagsmistök hefðu átt sér stað við Smáralind og næsta nágrenni í Kópavogi. Hann teldi að svæðið yrði skipulagt aftur eftir um 40 ár, byggingarnar jafnaðar við jörðu og aðrar reistar í staðinn. Skipulagið væri til að læra af svo það yrði ekki endurtekið.

Þetta kom fram hjá Oddi í pallborðsumræðum á ráðstefnunni á Hótel Hilton. Hann sagði að orðið háhýsi hefði misjafna merkingu hjá fólki, en að hann teldi að fólk vildi ekki búa ofar en á 20. hæð hérlendis.

Oddur segir að sæki fólk áfram í þjónustuna í Smáralindinni þá sé það merki þess að skipulagið virki en hætti fólk að sækja í svæðið vegna skipulagsins verði að gera ráðstafanir. Í því ljósi beri að skilja ummæli hans.


mbl.is Skipulagsmistök við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband