Leita í fréttum mbl.is

Skil ekki hvað er að þessu liði

Ég vinn upp í Grafarholti. Þar er verslunarhús nýtt og sífellt verið að krota á það. Þetta væri kannski skiljanlegt ef þetta væri flott t.d. myndir og þessháttar en þetta er bara krot. Einhverjar skammstafanir í mestalagi annars bara verið að reyna að skemma sem mest. T.d. rúður og fleira. Eins með þessa stráka þarna í miðbænum þeir eru auðsjáanlega bara að skemma. Og að þeir skuli vera orðnir 17 ára gerir þetta bara enn verra. Þetta eru menn sem treyst er til að taka bílpróf en sýna þroska á við smá krakka.
mbl.is Krotuðu á 80 hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta krot er óþolandi. 

Gleðilegt ár...

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 19:10

2 identicon

   Sæll Magnús.

já,það sem að þú kemur inn á,er grafalvarlegt mál.

Skemmdarfýsn í öllum sínum myndum er ljótt athæfi.En það máttu bóka að það er undirliggjandi vandamálarót sem fær fólk til þess að gera svon heimskulega hluti. Þeir sem eiga hér hlut að máli væru örugglega ekki hrifnir að því,þegar þeir hafa eignast sína íbúð eða hús, að einhver komi og eyðilggi eða lýti það sem er þeim mikilvægt.

Með ósk um betri hegðun á nýbyrjuðu ári í okkar hverfi og öllum öðrum. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: K Zeta

þetta hefur fylgt mannkyninu frá því við bjuggum í hellum á steinöld einhverjir krotuðu á hellisveggna og það er ennþá verið að rannsaka málið.

K Zeta, 2.1.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var þó eitthvað listrænt við sem þeir gerðu þarna í hellunum. Þetta krot eins og þessir menn voru að gera hefur engan tilgang og þarf ekki að rannsaka. Bara að rukka þá og fjölskyldur þeirra um kostnað vegna lagfæringa. Og það á stundinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2008 kl. 21:03

5 identicon

 

Eitt sinn var sonur minn sem er 24 ára tekin fyrir veggjakrot sem hann ekki gerði.....þegar hann var 15-16 ára.  Og var það sannað að hann hefði ekki gert það. Löggan var dóni að vestu gerð því ég sótti drenginn á stöðina og þeir sýndu enda afsökun við drenginn sem ég var að ala upp. Enga kurteisi eða neitt.   Hann hefur alið á því í mög  ár hvað löggan var mikill dóni. Og kom ekk fram við hann sem manneskju og var sekt hans ekki sönnuð. Ótrúlegir þessir anskotar margir hverjir sem eru í löggunni ef þetta er ekki leitanid á smá stelpur þá er þetta að misþyrma börnunum okkar.

 Drengurinn átti enda þennan dýrlega vegg í herberginu sínu... sem karkkarnir í hverfinu voru mjög sáttir við og fengu að krota á alveg eins og þeim listi.

Verkin urðu mörg og falleg og ég trúi og ég veit að ég hef sparað slatta fyrir borgarana þar.

Leifum börnunum okkar að njóta sín og gerum svæði þar sem þau mega krota á ti bara í svefnherbergi mömmu og pabba.

Kveðja frá Danmörku Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:51

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er alveg á því að það eru til falleg vegglistaverk sem ungt fólk gerir og það gleður augað. En ég er að tala um að þarna voru menn að spreyja á glugga og hurðir og skv. myndum var þetta bara út í loftið. Og veggjakrot síðustu ára er að 90% bara krass og engin tilgangur. Þessir sóðar eru að skemma fyrir þeim veggjakroturum sem eru sannir listamenn. Þetta með tilbúna veggi er eins. Það koma þessir krotarar og eyðileggja fyrir hinum. Þannig að ef þú Dóra labbar um Reykjavík næst þegar þú kemur til Íslands þá vona ég að það verði ekki svona allt útkrotað eins og í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband