Leita í fréttum mbl.is

Ekki byrjar Ólafur vel að mínu mati.

Var að hlusta á fréttir á RUV í kvöld og þá var haft eftir Ólafi borgarstjóra:

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir fulla sátt um það hjá meirihlutanum að ákveða ekkert um flutning flugvallarins á kjörtímabilinu. Ólafur segir að þótt flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni sé hægt að byggja þar upp. Einkum með háskóla- og vísindaþorpi og nýsköpunarverkefnum. Flugvöllurinn yrði áfram jafnöruggur.

Ólafur segir að brátt verði gengið frá aðalskipulagi fyrir Vatnsmýri. Gamli meirihlutinn hafi áformað byggð á flugvallarstæðinu og efnt var til hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina. Þrjár tillögur hafa verið valdar úr en engin þeirra gerir ráð fyrir flugvelli. Stefnt er að því að þær verði kynntar eftir hálfan mánuð. Ólafur segist ekki hafa séð tillögurnar en vægi þeirra sé minna hjá núverandi meirihluta en þeim gamla.

En í fyrra dag sagði Gísli Marteinn:

hann sæi fyrir sér 20.000 manna byggð í Vatnsmýri. Svo fjölmenn byggð geti ekki verið þar ef flugvöllurinn verði þar áfram. Hins vegar ætti að kanna aðra kosti á þessu kjörtímabili og ekki taka ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Ekki beint hægt að segja að þarna séu menn að tala um sama hlutinn og augljóst að menn eru ekki að skilja málefnasamninginn eins. En í málefnasamninginum stendur um þetta mál:

  • Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi á meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.

Þarna er hvergi talað um að festa eigi flugvöllinn í aðalskipulagi til frambúðar. Skil ekki hvernig að Ólafur getur túlkað þetta eins og hann gerir.

Egill Helgason er að velta þessu fyrir sér í pistli þar sem hann segir:

Borgarstjórinn og flugvöllurinn

Gísli Marteinn kemur með útspil sitt um 20 þúsund manna byggð í Vatnsmýri. Ólafur borgarstjóri svarar með því að segjast ætla að “festa flugvöllinn í sessi”.

Ég sem hélt að samkomulagið í nýja meirihlutanum gengi aðallega út á að aðhafast ekki neitt í flugvallarmálinu.

Á næstunni verða birtar verðlaunatillögur úr hinni miklu Vatnsmýrarsamkeppni.

Ólafur segir beint út í viðtali við útvarpið að hann láti sér þær í léttu rúmi liggja – þær fái “lítið vægi”.

Formaður dómnefndarinnar vegna þessarar samkeppni er Hanna Birna Kristjánsdóttir, en aðrir sem í henni sitja eru meðal annars Gísli Marteinn og Dagur B.

 Það er búið að leggja í þessa skilpulags samkeppni fullt af peningum og Ólafur blæs á þetta. Hann sagði að það gæti verið að önnur flugvallarstæði yrðu dæmd ekki eins góð og Vatnsmýri og gaf í skyn að önnur staðsetning kæmi varla til greina. Hann sagði að það væri hægt að skipuleggja byggð í hring um flugvöllinn og talaði um háskóla og vísindaiðnað. EN það er ekki íbúðabyggð! Það er það sem fólk er að tala um og hann gerir sér ekki grein fyrir. Þetta var það sem Gísli var að tala um. Það verður gaman þegar að Hanna Birna og Gísli kynna niðurstöður samkeppninar um Vatnsmýrina og bæta svo við: "en því miður Ólafur vill þetta ekki."

Og enn eru ekki nema nokkrir dagar síðan að þessi meirihluti tók við.


mbl.is Fáir ánægðir með nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband