Leita í fréttum mbl.is

Hvað kemur þetta okkur við?

Mér finnst það orðin spurning hvort að þetta sé ekki að verða of mikið í íslenskum fjölmiðlum. Það er að vera að velta sér upp úr þessum fréttum af þessu vesalings fólki þarna í USA. Sérstaklega ef að mbl.is og hinir fjölmiðlanir eru að kaupa þessar myndir sem þeir nota.

Það sem ég hræðist er að þessi paparazzi hefð fari að færast í aukana hér. Hér er t.d. tilvitnun í frétt á visir.is

Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri.

Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi.

"Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian.

Ég held að ég yrði brjálaður ef að ég gæti hvergi verið í friði nema bakvið  þykk gluggatjöld heima hjá mér. Eðlilegt að þetta fólk missi glóruna. Og fjölmiðlar sem kaupa þessar myndir eru náttúrulega að viðhalda þessum iðnaði og hann verður sífellt verri og verri.


mbl.is Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já....

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband