Leita í fréttum mbl.is

Ég verð nú að segja að þessi áætlun er loðin

Var að fyrir forvitnissakir að kýkja á þessa 3 ára áætlun. Mér finnst það nú meiriháttar furðulegt að þrátt fyrir að samningar séu nú lausir við starfsfólk borgainnar þá reikna þeir ekki með hækkun á launalið milli ára næstu 3 árin. Verða engar hækkanir hjá borgarstarfsmönnum. Á ekki skv. þessari áætlun að stór auka þjónustu og pláss á leikskólum t.d.

Þá finnst mér þetta skrítð markmið:

Lögð er áhersla á að draga úr mengun og tryggja íbúum vistvænt og öruggt umhverfi. Haldið verður áf ram meðverkefnið “frítt í strætó” fyrir framhaldsskólanema og börnum, öldruðum og öryrkjum einnig boðið “frítt í strætó”. Jafnframt verða gerðar forgangsakreina fyrir almenningssamgöngur sem mun bæta þjónustu við almenning. Stórátak verður gert varðandi göngu- og hjólreiðaleiðir þar sem áhersla verður lögð á að tryggja gangandi og hjólandi vegfarenda.

Og hvernig hafa þeir hugsað sér að tryggja fólki vistvænt og öruggt umhverfi án þess að leggja út í milljarða eða milljarðatuga framkvæmdir.

Og er ekki staðreynd að lang vistvæna framkæmd sem þeir gætu farið í er jú að byggja í Vatnsmýri.

Eins á þá velti ég því fyrir mér hvernig þeir ætla að koma þessum forgangsakgreinum yrir á þessum þröngu akgreinum sem eru jú víðast í í Reykjavík. Þetta hlýtur þá að kosta að taka verður allar götur upp og breyta með tilheyrandi kosnaði.

Og þessi kafli er skrýtinn:

Metnaðarfull áform eru um að auka þjónustu á leikskólum borgarinnar og annara rekstraraðila á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun leikskólaplássa á borgarreknum leikskólum. Stefnt er að því að fjölga þjónustuúrræðum sem eru í boði fyrir yngstu börnin.

Hvað er átt við með að: "fjölga þjónustuúrræðum fyrir yngsu börnin? Og hvaða þjónustu  geta leikskólanir aukið? Verða þeir opnir fram á kvöld?

Svo eiga þetta að heita aðhaldssöm áætlanir. Leyfi mér að halda að það verði minna úr efndum á þessum loforðum þegar aá hólmin er komið.


mbl.is Þriggja ára áætlun um framkvæmdir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þú ert bara loðinn . . . farðu og rakaðu þig! ;)

Magnús V. Skúlason, 19.2.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ha ha!:) Ég er ekki að nota það til að lofa einhverju ótilgreindu sem ég ætla mér aldrei að standa við!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband