Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að fólki? ESB ríki eru eins sjálfstæð og við!

Nú fagna allir síðustu ár að við höfum gengið í EES og samið við  ESB. Menn eru ekki svo mikið að taka eftir því að við það þá afsöluðum við okkur hluta fullveldis til ESB og EES samningsins. Þetta lýsir sér m.a. í því að við þurfum að innleiða nær öll lög og reglugerðir sem ESB setur. Hef ekki séð að það hafi haft svo mikil áhrif hér á landi nema kannski til góðs.

Held að menn ættu að horfa til þeirra landa sem þegar eru í ESB og spyrja sig að því hvort að þau hafi ekki haldið sjálfstæði sínu. Hvað t.d. með Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Bretland, Spán, Frakkland, Ítalíu, Belgíu, Holland og svo mætti lengi telja.

Það hefur sýnt sig að bæði fyrir Finnland og Svíþjóð hefur þetta haft gríðarlega hagsbót í förm með sér fyrir fólkið sem býr þar. Matarverð lækkað um tugi prósenta og almennt tryggt aukna samkeppni.

Eftir vill ættu menn að fara og lesa hvað menn sem voru á móti EES sögðu að myndi gerast hér þegar það mál var á dagskrá 1990. Þessir sömu menn passa sig á að rifja það ekki upp. Og enginn þeirra er með á stefnuskránni að segja samningnum upp ef þeir komast í stöðu til.

Allir eru nú að tala um stöðu krónunnar og stýrivexti. Engin leið hingað til hefur virkað til að bæta ástandið. Af hverju má ekki kanna hvað hugsanleg innganga gæti skilað okkur?  Og hvað er að því að vera tilbúin ef aðstæður eru réttar að sækja um.

Flestir sem ræða um ESB vita ekkert út á hvað það gengur. Þeir hafa bara tileinkað sér röflið um báknið í Brussel sem Mogginn og fleiri hafa haldið að okkur í gegnum árin. Ég er ekki að halda því fram að þar sé allt fullkomið. En er ástandið hjá okkur  í dag t.d. á  Alþingi  fullkomið hér. Minni bara á eftirlaunafrumvarp , kvótaframsalið og landshlutapot þingmanna .


mbl.is Eina leiðin að sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rétt! og það þarf nú ekki að skoða lengi hvað innganga í ESB skilar okkur í vaxtamálum, grein Aðalsteins Leifssonar skýrir það ágætlega hér; http://www.ru.is/?PageID=1349&NewsID=1627

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Varðandi Clinton og Obama þá er ég sammála þér að þau eru bæði virkilega hæf að mínu mati. Að því leyti sem maður þekkir þau og getur tekið afstöðu út frá því. Ef þeim væri steypt saman í eitt værum við með hinn fullkomna frambjóðanda: Svarta, ferska konu með góða reynslu!

Kristbjörg Þórisdóttir, 20.2.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband