Leita í fréttum mbl.is

Og skv. bönkunum hér er þetta bara af því að erlendir bankamenn eru svo vitlausir

Maður fer nú að velta fyrir sér stöðu þessara banka sem eru hér á landi. Þeir keppast um að segja okkur að það sé allt í himnalagi hjá þeim. Þetta sé bara einhver vitleysa í erlendum bönkum sem þurfi að leiðrétta. En ég hallast nú að því að hjá svona stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum starfi jú reyndara fólk en í okkar ungu og litlu bönkum. Minni á að bankarnir voru einkavæddir fyrir eitthvað um 4 eða 6 árum. Þarna starfa þvi starfsfólk að stórum hluta sem hefur aldrei þurft að takast á við svona bankakreppu áður. Þarna er líka fólk að sýsla við að fjármagna útrásina sem hefur ekki verið áður í miklum viðskiptum erlendis.

Þetta virtist ganga vel þegar að allir litlu kóngarnir hér á Íslandi vildu verða sér út um viðskiptaveldi erlendis. Bankarnir sem þessi sömu menn áttu dældu í þá peningum sem þeir fengu ódýrt erlendis. Talað var um að allt gengi svo vel. En síðan hefur maður heyrt að öll þessi kaup hafi verið fjármögnuð með lánum. Og að hagnaður hafi að mestu verið reiknaður út frá virði hlutabréfa en ekki innkomu. Og eins og við vitum eru hlutabréf mjög óstöðugt viðmið.

Við sjáum hjá Fl group að flott líf þeirra kónga sem eiga þar hlut er færður sem kostaður á fyrirtækið. Þá sást í skýringum á aðalfundi um daginn. Þar sem forstjórinn fékk 92 milljónir frá FL group fyrir að leigja þeim einkaþotu. Og annar eigandi skuldaði FL group 72 milljónir vegna leigu á einkaþotu.

Finnst að bankarnir hér ættu nú að fara að átta sig á orðspori sínu. Taka til hjá sér og fara að einbeita sér að því að sinna viðskiptavinum sínum hérlendis með betri kjörum. Því að skv. öllu er það þeirra öruggasta stoð í dag.


mbl.is Skuldaálag í methæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband