Mánudagur, 17. mars 2008
Er ekki nauðsynlegt að endurskoða stjórnarsáttmálan og fara að kanna kosti og galla inngöngu í ESB áður en....!
Held að Ísland [örríki með örmynnt] þoli ekki þessar sveiflur í efnahagsmálum til lengdar. Hér hefur síðustu ár verið rekið lúxus samfélag á lánum. Hér hafa allir verið hvattir til að skulda sem mest og greiningardeildir huggað fólk með því að þetta yrði allt í lagi. "Mjúk lending" er eitthvað sem allir sérfræðingar banka hafa talað um. Nú er svo komið að það er nokkuð ljóst að þeir sjá ekki skýrt fram í tíman, nema kannski svipað og veðurfræðingar .
Þetta opna örhagkerfi hér hegðar sér ekki eins og kerfin sem þessir sérfræðingar lásu um í bókum. Enda kannski vegna þess að spákaupmenn sem eru að hösla með krónurnar okkar eru ekki með sömu menntun og sýn og þeir.
Ég held að Samfylking ætti alvarlega að fara að þrýsta á það að alvarleg umræða og kannanir fari af stað til að undirbúa samningaviðræður um inngöngu okkar í ESB. Það er betra að gera þetta núna áður en hér fer allt til andskotans.
Ég held að þjóðin mundi standa með Samfylkingunni ef að hún tæki af skarið. Svona eins og staðan er í dag getur ekki gengið lengur.
Hér er verðbólga að fara af stað upp í tveggja stafa tölu um næstu mánaðarmót, verðlag er að hækka á öllu, innlendum matvælum, innfluttum matvælum, olíu, ferðalögum, bara öllu!
Verðmæti fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 40 til 50% á nokkrum mánuðum. Lán í erlendri mynt hefur hækkað um 30% frá áramótum.
Eftir hverju erum við að bíða?
Óraunhæft að vextir lækki í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Bandaríkin. Dónaldur trumpar um undirróður, stríð og bólusetningar
- Landsvirkjun Svíþjóðar, Vattenfall, hættir við kolefnis föngun og -förgun (CCS).
- Tíska : DRIES VAN NOTEN wild boys í haust og vetur 2025 26
- Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram á sömu brauti?
- Heilaþveginn sóttvarnalæknir Íslands fær laun fyrir hvað?
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 969593
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Innganga í ESB er engin lausn á þeim vandamálum sem við erum að eiga við í dag. Í fyrsta lagi eru markaðir að hrynja úti um allt, líka í ESB ríkjum. Í öðru lagi fengjum við ekki Evru í gegn um ESB fyrr en eftir mörg ár. Evran mun ekki bjarga okkur frá verðbólgunni sem er framundan.
Núna eigum við einfaldlega að bíta á jaxlinn á meðan að gengi krónunnar kemur aftur niður á jörðina. Við getum huggað okkur við það að við erum að taka þetta högg meira út í verðbólgu en atvinnuleysi.
Þegar það mesta er afstaðið getum við farið að hugsa okkur til hreyfings í gjaldeyrismálum. Við getum farið að dæmi margra annarra smáþjóða og tengt gjaldmiðil okkar við aðra mynt.
ESB er óþarfi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:37
Ég held nú að t.d. stærri seðlabanki drægi úr svona sveiflum eins og hjá okkur. Hér eru úreltir stjórnmálamenn sem eru að stjórna peningamálum. Halldór Blöndal er formaður stjórnar Seðlabankans, Davíð seðlabankastjóri númer 1 og er Hannes Hólmsteinn ekki í bankastjórn. Mér skilst að Seðlabankinn eigi ekki gjaldeyrisforða til að takast á við t.d. ef öll Krónu eða Jöklabréfin kæmu til innlausnar.
Ég get ekki séð að einhver annar tími sé betri enn núna varðandi ESB. Það er ekkert sem bendir til þess að við náum tökum á verðbólgu t.d. Verðbólgan hefur verið yfir markmiðum síðan um árið 2000 eða 2001.
Það er engin ávinningur fyrir okkur að hengja krónuna í aðra mynnt því þá verðum við háð þróun mála í því landi sérstaklega. Við þurfum að komast í umhverfi sem bíður upp á öfluga mynnt og stuðning við hana.
Og þar sem að innganga tekur tíma jafnvel 2 til 3 ár hið minnst er nauðsynlegt að fara af stað strax
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2008 kl. 23:47
Nei Magnús. Merihluti Alþingis er þjóðlega sinnaður og mun því ALLS
EKKI endurskoða og breyta stjórnarskránni til að framselja hið íslenzka fullveldi til Brussel. Þannig að tæknilega þá festast inngaga
í ESB að öllum líkindum a.m.k um 8 ár varðandi stjórnarskrána.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.3.2008 kl. 00:33
Ég var nú eiginlega að vitna í að meirihluti þjóðarinnar mundi styðja við að aðildarviðræður hefðust. Ég held að allir sjái að við höfum gjörsamlega misst tökin á þessum efnahagsmálum. M.a. eru fjárfestingar og stærð fyrirtækja vaxin þessu efnahagskerfi yfir höfuð.
Það er ljóst að þegar framsókn og sjálfstæismenn opnuðu hagkerfið upp á gátt og gáfu bestu vinum sínum bankana og flest öll fyriræki sem ríkið átti, þá settu þau af stað skrímsli sem hefur vaxið okkur svo yfir höfuð að þegar það fær magapínu þá smitar það alla. Ef við pælum í því þá eru þetta hva eitthvað um 5 eða 6 bankastórar og kannski 10 fjárfestar sem eiga hér nær alla banka, öll stærstu fyrirtæki. Og það eru þessir menn sem eru með nær öll spil okkar í hendi sér. Koma í veg fyrir samkeppni hægri og vinstri. Og síðan er það seðlabankinn með Davíð sem kóng og svo þessa bankastjórn:
Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)
Ert þú hissa á því að ég hafi trú á stærri og öflugri gjaldeyri en krónu sem við veljum þetta fólk til að stjórna.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2008 kl. 00:48
Eins og ástandið er núna fáum við ekki Evru, jafnvel þótt við værum í ESB. Svo einfalt er það og málalengingar breyta engu þar um. Við uppfyllum einfaldlega ekki inngönguskilyrðin í myntbandalagið. Þetta ástand þurfum við að eiga við ein.
Annars skil ég ekki hvaða tal þetta er um að við værum betur stödd með "stóran bakhjarl" eða hvaða mikli stuðningur þetta á að vera sem við fengjum frá "stóra bakhjarlinum". Ekki er seðlabanki Evrópu að lækka stýrivextina til þess að koma Írum úr klípunni.
Það eru líka mörg fordæmi fyrir því að tiltölulega lítil myntsvæði séu með stóra bankageira. Stórir bankar knýja okkur ekki inn í Evrópusambandið. Kannski ættum við að hækka bindiskyldu bankana en ESB aðild er ekki nauðsynleg til þess. Ef til þess kemur mun ríkið hafa bolmagn til þess að bjarga bönkunum en það er kannski ekki alveg komið að því að menn hugleiði þann möguleika.
Ávinningurinn og ókostirnir af því að taka upp t.d svissneskan franka eða aðra mynt eru þeir sömu og fylgja Evru að því frátöldu að við þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið og það er stór plús sé litið til framtíðar.
Þegar þú skammar þetta fólk sem situr í stjórn seðlabankans þá gleymir þú því að undanfarin ár þá hefur margt gengið alveg ágætlega. Verðbólgan hefur að vísu verið þrálát en hér hefur hvorki verið evrópskt atvinnuleysi né evrópskur hagvöxtur.
Hvað varðar "stóran og öflugan gjaldeyri" þá þarf annað ekki endilega að þýða hitt. Gjaldmiðillinn má heldur ekki vera of sterkur (spurðu bara íbúa á Evrusvæðinu ef þú trúir mér ekki). Það sem við þurfum er stöðugur gjaldmiðill og svissneski frankinn er ekki síður stöðugur en evran.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 01:23
Bara það að segjast ætla að ganga í Evrópusambandið mun breyta ástandinu hérna, því það eyðir óvissunni sem er í kringum krónuna; þá myndu allir vita að hún er að verða að evrum. Við inngöngu í Evrópusambandið munum við fara inn í aðlögunarferlið fyrir að taka upp krónu, svona eins og Danir eru í, sem þýðir að krónan verður nelgd við evru og við munum því vera komin með meirihlutann af því sem við viljum - þeas stöðuga stóra mynt.
.
Einhliða upptaka erlendra mynta er bara vond hugmynd; viðskiptabankarnir hérna eru of stórir til að Seðlabankinn geti verið bakhjarl þeirra án þess að vera með sjálfstæða mynt. Þess vegna þurfum við að vera með stærri seðlabanka, eins og við fáum með Evrópusambandsaðild, sem væri traustur og stór bakhjarl fyrir viðskiptabankana hér.
.
Það fylgja því miklir kostir fyrir Ísland að ganga í ESB. Við erum búin að taka upp 3/4 af reglum Evrópusambandsins, og þau 1/4 sem eftir er er næstum bara landbúnaðarstefnan sem er meira að segja nútímalegri en sú sem er rekin hér. Hinn stóri hlutinn er evran, sem verður stærsti kosturinn við að ganga í ESB miðað við núverandi ástand.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.3.2008 kl. 10:31
Hans segir; "Núna eigum við einfaldlega að bíta á jaxlinn á meðan að gengi krónunnar kemur aftur niður á jörðina. Við getum huggað okkur við það að við erum að taka þetta högg meira út í verðbólgu en atvinnuleysi."
.
Öll hagfræði segir að atvinnuleysi sé skárri en verðbólga. Verðbólgan þýðir launalækkun fyrir alla, og með verðtryggingu þýðir það auknar skuldir heimilanna. Þetta hljómar eins og röksemdarfærsla Heimssýnar, sem er með formann sem var fjármálaráðherra hér þegar það var 225% verðbólga.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.3.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.