Leita í fréttum mbl.is

Þessi stjórnunarhættir í Kópavogi eru bara ekkert í lagi!

Það er mín skoðun að stjórnunarhættir Gunnars Birgissonar og co eru bara ekki í lagi og nálgast það að vera einræðisstjórn.

Mér finnst það bara ekkert í lagi að bæjarfélag sé rekið með bullandi hagnaði en geti síðan ekki veitt almennilega félagsþjónustu. Man fyrir nokkrum misserum þá kom í ljós að málefni eins og barnavernd og tengdar þjónustur voru með langa biðlista þar sem að ekki var fólk til að sinna því. Og ég vill meina að bæjarfélag sé samfélag fólks sem kýs að búa saman á ákveðnum stað. Þau borga gjöld til að standa undir góðri þjónustu en allt umfram það á að greiða þeim til baka.

Mér finnst bara alls ekki í lagi með mannaráðningar í Kópavog. Man í augnablikinu t.d. eftir því að Gunnar réð vin sinn og samstarfsfélaga úr verktaka bransanum til að vinna að skipulagsmálum og borgaði honum mun hærra en öðrum sem unnu sambærileg störf.

Mér finnst bara alls ekki í lagi með skipulagsmál í Kópavog þar sem að einka flipp Gunnars og vina hans eru bara umsvifalaust sett á koppinn án þess að hugað sé að þeim Kópavogsbúum sem búa í grennd t.d. við þessa turna sem þegar eru ákveðnir og fleiri á leiðinn. Þá var að koma í ljós að Kópavogur er að reyna að fá leyfi til að byggja alveg niður að Elliðavatni inn á vatnsverndarsvæðum.  Bendi síðan á blogg bæjarfulltrúa í Kópavogi þar sem segir m.a.

 Smáranum og næsta nágrenni eru í dag um 190 þús. fm af verslunar- og þjónusturými. Þegar hefur verið samþykkt viðbót upp á 100 þús. fm og í farvatninu eru ríflega 400 þús. fm. því til viðbótar, hátt í þrefalt það sem komið er. Í dag samsvarar verslunar- og þjónusturúmi í Smáranum þremur Smáralindum en verði þetta að veruleika verður það á við 12 – 13 Smáralindir. Munar þar mestu um hinn svokallaða Glaðheimareit en þar eru áform um að byggja álíka mikið og þegar hefur verið byggt í Smáranum. Hugmyndir eru um að byggðin verði háreist og upp úr henni skagi turnar svipaðir og hærri en sá sem nú er risinn

Ég krefst þess að Kópavogsbúar gæti að því að kjósa aldrei aftur yfir sig slíkann einræðisherra.


mbl.is Fyrrverandi formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs úrskurðaður vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband