Leita í fréttum mbl.is

Það er nú ekki fyrir neinn meðal Jón að skilja þessa vitleysu!

Nokkur atrið sem eru að flækjast fyrir mér

  1. Fyrir nokkrum dögum/vikum voru allir sérfræðingar á því að hér þyrfti nauðsynlega að lækka stýrivexti því annars væri líkur á að allt færi til helvítis. En nú eru allir voða kátir yfir stýrivaxta hækkun.
  2. Ef að satt er þá geta 3 bankar leikið sér að því að fella krónuna um fleiri tugi prósenta skömmu fyrir ársfjórðungs uppgjör til að að verðgildi gjaldeyris sem þeir hafa hamstrað auki eingnir og hagnað þeirra rétta á meðan ársfjórðungsuppgjörið fer fram.
  3. Ef að krónan er svo lítil að menn geti með eins og ég heyrði í kvöld "að taka stöðu gegn krónunni" fellt hana um þetta mikið, af hverju vilja þá menn halda í hana. Heyrði í dag að eina ástæðan væri að eiga möguleika á því að fella hana til að auka tekjur útflutnings greinana og um leið að lækka kaupmátt okkar.
  4. Hvernig geta nú allir sagt að allar þessar framkvæmdir sem eru í pípunum eins og álver, virkjanir, jarðgöng og allar þær verslunar og skrifstofubyggingar sem eru á leiðinni t.d. í Kópavogi komi ekki til með auka þenslu. Eru þær ekki einmitt ávísun á aukin viðskiptahalla, þenslu á atvinnumarkaði og þar með enn meiri hækkun á vörum.
  5. Eitt finnst mér líka skrýtið. Ef að menn og fyrirtæki voru að kaupa hlutabréf þegar að gengið var komið upp í 9.000 stig hljóta að hafa tapast um eða yfir 40% af þeim peningum. Mér er spurn hver hefur tapað þeim, voru þessi peningar einhvern tíma til eða er þetta allt leikur að tölum í tölvum og engir raunverulegir peningar á bakvið þetta? Og ef einhverjir hafa tekið lán fyrir þessu finnst manni skrýtið að ekki heyrist mikið um gjaldþrot.

Svona getur maður verið heimskur en ég skil þetta bara ekki.


mbl.is Stýrivaxtaákvörðun skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You are not alone, ég held að enginn viti neitt í sinn haus, voni bara það besta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband