Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Hvað segja andstæðingar ESB núna?
Ein af helstu rökum gegn ESB hefur verið nú upp á síðkastið að við sem trúum því að okkar hag væri betur komið innan ESB værum að kalla yfir Ísland atvinnuleysi. Nú er Fjármálaráðuneytið farið að spá:
Þá er búist við áframhaldandi samdrætti á næsta ári. Ráðuneytið gerir ráð fyrir 1.9% atvinnuleysi á þessu ári en að atvinnuleysi aukist í 3,8% á næsta ári. Fjármálaráðuneytið býst við að verð fasteigna lækki um 4% en þegar tekið er tillit til verðbólgu verði raunlækkun fasteignaverðs 12% á árinu.
Og ekki erum við búin að ganga í ESB og ekki búin að taka upp Evru þannig að þetta erum bara við og krónan sem erum að valda þessu.
Spá 15% lækkun fasteignaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969512
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Er krónan að valda þessu?
Á Evrusvæðinu er víðast mikið og langvarandi atvinnuleysi. Hvernig færð þú það út að Evran myndi vera vörn gegn samdrættinum?
Eins skil ég ekki hvernig þú færð það út að Evrópusambandið sé stikkfrí í þeim efnahagssamdrætti sem gengur yfir heiminn núna.
Ég tel að við verðum búin að jafna okkur löngu áður en Evrópusambandslönd gera það.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:04
Viltu hafa stundum atvinnuleysi eða bara krónískt lol
Johnny Bravo, 15.4.2008 kl. 15:52
Viðvarandi 1% atvinnuleysi til lengri tíma er út í hött og afar verðbólgumyndandi, eins og við höfum verið að sjá undanfarin ár. Eðlilegt atvinnuleysi er á bilinu 5% til 10%, líkt og er á meginlandinu, ef verðbólgan á að haldast niðri. Þetta er ekki flókið.
Með galdmiðil sem er ýktari en hjartalínurit, líkt og íslenska krónan hefur verið undanfarin ár, og svona fáránlega lítið atvinnuleysi þá mun verðbólgan fara úr böndunum algerlega ef ekkert er aðhafst.
Ég segi, förum inn í Evrópusambandið, náum atvinnuleysinu upp í 5%, tökum Evru upp sem gjaldmiðil og við munum hafa það gott hér á þessum klaka um ókomna framtíð.
Heimspekingurinn sagði hér um öldina að aðeins tvennt hvetji menn til aðgerða, græðgi eða ótti. Því miður þurfum við nú að skríða óttaslegin á skeljunum til Brussel og grátbiðja menn um að hjálpa okkur úr þessari sjálfheldu sem við erum búin að koma okkur í. Hefðum við verið aðeins gráðugri hér um árið þegar allt var í blóma og gengið þá í ESB hefði landið legið öðruvísi í dag og spilaborgin okkar staðið á sterkari grunni en innfluttum sandi.
Inn í ESB í dag!!
Kv. Svíi.
Svíi (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:26
Meðan við ráðum yfir egin mynt ráðum við yfir atvinnustítingu. Það er
hins vegar pólitísk ákvörðun og sérstaklega Samfylkingarinnar að
keyra niður atvinnustígið og loka á allar stórframkvæmdir. Pólitísk
meðvituð ákvörðun sem ASÍ varar mjög við. Þess vegna er útlit fyrir
atvinnulrysi á næstunni.
Vísa annars til bloggs míns í dag um efnahagskreppuna í ESB og á
evrusvæðinu. Yrðum heldur betur fyrir barðinu á atvinnuleysi og
kreppu göngum við í ESB og tækjum upp evru sem er að sliga
fjölmörg ESB-ríki í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 16:35
Hans ég var ekkert að segja að evran væri vörn gegn atvinnuleysi. Krónan er það ekki heldur. En evran mundi væntalega skila okkur lægra matvöruverði, eins mundi evran væntalega tryggja okkur hagstæðari bankaviðskipti. En síðan er mismundandi eftir ESB ríkjum hversu atvinnleysi er mikið. Enda eðlilegt að land sem skiptir að mestu við Evrópu þar séu fyrirtækin og fólkið að vinna í sömu miðlum og viðskiptalöndin. Króna sem sveiflast um 30% á 2 mánuðum gerir það að verkum að vörur sem við kaupum, lán og annað sveiflast um 30% á sama tíma. Það getur engin lifað við það til lengdar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 17:02
Andstæðingar ESB? ESB er ágætt út af fyrir sig og ég er ekkert á móti ESB. Ég er hins vegar andvígur inngöngu Íslands í ESB og vil í því ljósi bara benda á þetta HÉRNA! Þetta segir allt sem segja þarf.
Örvar Már Marteinsson, 15.4.2008 kl. 17:02
Magnús: Hugmyndin með Evrunni var m.a að hún myndi lækka vöruverð og stuðla að aukinni samkeppni. Þetta hefur sárasjaldan gengið eftir og í raun varð meira um verðhækkanir í kjölfar Evruupptöku og þær hafa ekki gengið aftur. Það er engin ástæða til þess að ætla að reynslan verði önnur hér.
Ef þú heldur að 1) þú getir fengið lánsfé á þýskum kjörum við íslenskar efnahagsaðstæður og 2) að það gengi bara fínt fyrir sig þá ert þú á miklum villigötum.
Það er ekki þar með sagt að það sé ekki æskilegt að gera breytingar í myntmálum. Peningastefnan virkar illa, við njótum ekki þess gagns af flotkrónunni sem við vorum að sækjast eftir og engin ástæða til þess að búa við stöðugar gengissveiflur. Í þeim málum eru aðrar leiðir færar en innganga í myntbandalagið, t.d fastgengiskróna, svissneskur franki o.s.frv.
Annars skil ég ekki hvað þú ert að fara með þessari færslu. Það hefur engin haldið því fram að það verði engar hagsveiflur á Íslandi utan ESB. Við verðum fyrir hagsveiflum bæði innan og utan sambandsins.
Hvernig á yfirstandandi niðursveifla að vera til marks um það að við værum betur sett innan ESB? Svipaðir erfiðleikar, eða verri, eru að ganga yfir sambandslöndin.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:45
Hans menn hafa haldið því fram að hér á landi yrði viðvarandi atvinnuleysi við inngöngu í ESB. Það er nokkuð ljóst að hér mundi matarverð lækka um allt að 25%. Eins þegar að við erum komin með evru þá eigum við hægra um vik að vera í samskiptum við banka erlendis sem mundu sækja í að lána okkur á betri kjörum en okkur bjóðast. Við værum í sama efnahagsumhverfi og aðrar ESB þjóðir og þar sem að tekjur á Íslandi eru fyrir ofan meðallag gætu bæði við og erlendir bankar haft hag af. Og þegar við værum komin með evru þá mundi hverfa nauðsyn á verðtrygginu lána.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 19:02
Magnús. Þetta er meiriháttar þvæla að matarverð lækki við það að
ganga í ESB. Og hvað er þá fengið með því ef kaupmáttur snar-minnkar og atvinnuleysi verði viðvarandi? Auk þess geta stjórnvöld
á hverjum tíma tekið um það pólitiska ákvörðun að lækka verð á
matvælum. Þurfum enga ESB-aðild til þess. Fyrir utan allt hið stóra
dæmi ef við missum meirihluta virðisaukans úr landi af Íslandsmiðum
göngum við í ESB. Þú Magnús minn ert það skynsamur maður að þú
veist að áður en nokkuð vit er í að ganga í ESB verðum við að afnema
framsalsheimildir kvóta á Íslandfsmiðum. Að ganga í ESB með
fullt framsal á kvóta getur engum heilvita Íslendingi dottið í hug.
Þess vegna yrði FYRSTI vegvísir að ESB að afnema framsalið á
kvótanum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 21:49
Magnús: Það verður alltaf að vera innistæða fyrir peningunum, annars eru þeir bara loft. Þetta á við um Evrur eins og Krónur.
Þessi umræða er farin að minna á það þegar menn komust að þeirri niðurstöðu að það væri voðalega sniðug hugmynd að veita 100% húsnæðislán til þess að gera fólki auðveldar um vik að eignast húsnæði. Þeim yfirsást það bara að þótt það sé hægt að búa til lánsfé með einu pennastriki þá verður ekki til meira húsnæði við það!
Af hverju heldur þú annars að það séu vextir? Ef að lágir vextir væru alltaf æskilegir þá myndu menn bara setja stýrivextina í 0. Ókeypis peningar fyrir alla!
Á endanum þarf að vera verðmætasköpun á móti peningunum. Það verður ekki til meira af vöru og þjónustu í landinu við það að hér flæði ódýrar Evrur um allt.
Það eru hinsvegar ýmsir aðrir kostir við gjaldmiðilsskipti (og hægt að njóta þeirra án þess að ganga í ESB) en ef þú heldur að þú fáir hræódýrt húsnæðislán innan sambandsins og að það verði allt í fínu lagi þá ert þú að láta draga þig á asnaeyrunum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:05
Kaupmáttur okkar fer nú að minnka hressilega í 10% eða meiri verðbólgu. Matarverð lækkar náttúrulega við afnám tolla. Kaupmáttur ræðst væntanlega af framleiðslu okkar. Kaupmáttur er meiri en hér í mörgum ESB löndum.
Ég er ekkert að draga úr því að það þurfi verðmætasköpun. En þegar allir sem vinna að því að skapa verðmæti telja hag sínum betur borgið með því að fá öflugan stöðugan gjaldmiðil sem þeir geta notað i viðskiptum við útlönd þá held ég að þeirri spurningu sé auðsvarað hvað hentar okkur best.
Matarverð lækkaði í Svíþjóð við inngöngu í ESB. Matarverð hér er a.m.k. 35 til 40% hærra en í þeim ríkjum innan ESB sem næst okkur eru. Bendi t.d. á straum norðmanna yfir til Svíþjóð að versla innn.
Ég upplifið það nú hér fyrir nokkrum vikum að lán sem ég var með upp á 450. þúsund hækkaði í 600 þúsund við gengisfallið. Þetta er hlutur sem ég sætti mig ekki við.
Ég get bara ekki séð hvernig við getum haldið áfram á sömu braut í mörg ár í viðbót.
Og ég skil ekki að fólk sé svona hrætt við allar breytingar. Var að lesa frétt frá 1991 þar sem Jakob forstjóri Hafrannsóknarstofnaunar hélt því fram að við inngöngu í EES og 3000 tonna kvóta í karfa sem við létum ESB fá mundi með svindli og bolabrögðum allur fiskur vera plataður af okkur og ESB mundi ráða hér öllu. Reyndist það rétt?
Nei við vorum bara stíf og ákveðin í samningum og nú er nær ekkert talað um veiðar ESB í okkar landhelgi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 22:25
Matarverð mun lækka við afnám tolla sama hvort við erum innan ESB eða ekki. Það þarf bara pólitískan vilja til.
Það sama á við um stöðugri gjaldmiðil. Við getum verið búin að tengja krónuna við annan gjaldmiðil áður en árið er úti og skipt alveg innan fárra ára. Þarf ekkert ESB.
Annars var það kjánaskapur til að byrja með að taka myntkröfulán (ef að slíkt væri allmennt skynsamlegt þá myndi ekki skipta máli hvaða gjaldmiðill gildir hvar).
Ég skil ekki ennþá merkinguna með færslunni. Hvernig grefur yfirstandandi samdráttur undan málstað ESB andstæðinga?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:43
Ég var að meina að menn hafa rætt um að innganga í ESB mundi kalla yfir okkur atvinnuleysi. En nú er spáð vaxandi atvinnuleysi hjá okkur a.m.k næstu ár og því er ekki hægt að segja að við séum betur sett utan ESB vegna þess.
Varðandi tolla þá er nokkuð ljóst að þeim verður ekki breytt hér á landi án inngöngu í ESB. Hér ríkir verndarstefna fyrir bændur sem hægt er að deila um. Við meigum ekki kaupa erlenda matvöru nema að hún sé tolluð þannig að það borgi sig varla að flytja hana inn. Við inngöngu í ESB yrði það bannað og í stað tolla greiðir ESB bændum styrki í staðinn. Eins yrðu innflutnings takmarkanir eins og varðandi osta og kjöt í dag ekki leyft. Þ.e. að hér sé leyft að flytja inn nokkur tonn af þessum vörum sem síðan einn getur keypt upp og heft allann innfluttning.
Við skiptum ekki svo auðveldlega yfir í aðra mynt. Það eru fáir seðlabankar sem mundu bara fagna því að við bættumst við ábyrgð þeirra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.