Leita í fréttum mbl.is

Ótrúleg yfirlýsing Ólafs F

Mér bara blöskrar að þessi maður skuli vera borgarstjóri Reykjavíkur. Hann virkilega hélt því fram á fundinum að hann sem borgarstjóri hefði náttúrulega miklu meira vit á skipulagi en aðrir. Eftirfarandi er tekið af bloggi Oddnýjar borgarfulltrúa sem sat fundinn:

En borgarstjóri er kominn í krossferð. Hann gerði sér lítið fyrir á fundinum og dró upp kort af verðlaunatillögunni úr Vatnsmýrarsamkeppninni og fann henni allt til foráttu. Meðal þess sem hann fussaði og sveiaði yfir var að tillagan:

a) er úr takti við þarfir íslensks samfélags

b) stangast algjörlega á við umferðarskipulag á svæðinu

c) gerir ráð fyrir allt of stórri tjörn á þessu meinta verðmæta svæði (bíddu, viljum við ekki standa vörð um útivistarsvæði?)

d) setur skipulag á svæðinu í uppnám sökum þess hversu illa hún er hugsuð.

e) beinlínis truflaði framgang skipulags- og samgöngumála í miðbænum.

f) hefur ekkert gildi því hann sem borgarstjóri hefði auðvitað meira um það að segja hvernig uppbygging í 102 Reykjavík yrði - meira en e-ir verðlaunahafar í e-i samkeppni.

Mikið er ég fegin að borgarstjóri skuli hafa meira vit á skipulagsmálum og fagurfræði, uppbyggingu risavaxins svæðis og framtíðarþróun heillar borgar heldur en heimsfrægir skipulagsfræðingar og arkitektar. Við skulum bara henda þessum 136 tillögum sem bárust í keppnina - en halda kannski eftir þeim þremur sem gerðu ráð fyrir því að flugvöllurinn væri áfram í Vatnsmýrinni.

Það er bara eitt sem ég klóra mér í hausnum yfir - hvað segja borgarfulltrúarnir sem sátu í dómnefndinni ásamt þeim nafntoguðu arkitektum sem völdu tillögu Skotanna sem þá bestu?

Sjá http://oddny.eyjan.is/2008/05/krossfer-borgarstjra.html

Er maðurinn gjörsamlega að tapa sér? Maður bara spyr! Er hann virkilega á því að þar sem hann er borgarstjóri eigi hans persónulegu skoðanir að ráða. Hvað með Hönnu og Gísla Marteins sem voru í nefndinni sem valdi þessar tillögur?


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú þetta er alveg rétt hjá þér Ragnar. EN hvað þá með aðra sem eru með honum í borgarstjórn? Eru þau þá búin að tapa sér líka? Leyfa þau honum bara að vera á einka flyppi þennan tíma sem hann verður borgarstjóri?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Grumpa

við getum þakkað valdabröltinu og vandræðagangnum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins fyrir þessa borgarstjóralufsu okkar

Grumpa, 4.5.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óli F er kolruglaður.. þennan dag gleymdi hann að taka lyfin sín og þetta eru afleiðingarnar.

Óskar Þorkelsson, 4.5.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband