Leita í fréttum mbl.is

Erum við að tala yfir okkur kreppu?

Var að pæla í því að síðustu ár og áratugi hefur kaupmáttur launa hækkað verulega. Af því leiðir hlýtur staðan hjá flestum að vera sú að þeir hafa mun hærri kaupmátt en var fyrir svona 10 árum. 

En nú í dag keppast fjölmiðlar við það að lýsa því að ástandið hér sé svakalegt. Er ástandið svakalegt? Ég heyrði um daginn að vanskil eru í sögulegu lágmarki. Fólk hefur á síðustu árum bæði stækkað við sig og byggt sér nýtt húsnæði og endurnýja hús sem aldrei fyrr. Var ekki bara nauðsynlegt og eðlilegt að þensla á byggingarmarkaði drægist saman. Það þarf jú fólk til að flytja inn í allt þetta nýja húsnæði. Og var ekki bara eðlilegt að það kæmi svona smá hlé á hækkunum á húsnæðisverði?

Það eru einhverjir erfiðleikar hjá bönkum en þeir eru allir að skila hagnaði ennþá. Nema SPRON! Hér áður fyrr þoldu fyrirtæki í nokkur ár að vera rekin með tapi. Minni á að DeCode hefur gengið í 10 ár með bullandi tapi.

Held kannski að fólk ætti nú að varast að fara á límingunum þó að það komi nokkur misseri sem verða erfið. Því að kaupmátturinn má fara töluvert niður ef við eigum að hafa það verra en var hér fyrir svona 7 árum.


mbl.is Kaupmáttur rýrnar í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband