Leita í fréttum mbl.is

Ég hef nú áður tjáð mig um þessa spákaupmennsku!- En ég verð að segja þetta aftur

Ég held að þetta sé mjög alvarleg þróun í heiminum. Þessi spákaupmennska er náttúrulega augljósustu í olíuverði hér á landi. Verðið ríkur upp nú þessa mánuði. Verðið hækkar t.d. við það að:

  • Það koma sífellt fréttir um slæma birgðastöðu í Bandaríkjunum sem reynast svo ekki réttar
  • Það er sífellt verið að tala um að Kína þurfi sífellt meira og meira eldsneyti
  • Það kemur rok einhvers staðar og  verðið ríkur upp
  • Það kemur gat á olíuleiðslu og verðið ríkur upp
  • Það er sífellt verið að ala á hræðslu um að einhver sé að verða olíulaus.

En viti menn það hefur ekki verið mikið í fréttum að einhver þjóð  hafi raunverulega orðið olíulaus. T.d. hefur ekki borðið mikið á því í Bandaríkjunum.

En svo heyrir maður að þessi spákaupmenn séu að fylla alla laus tanka í heiminum og bíða með miklar birgðir til að setja á markað þegar þeir hafa talað upp verðið í nokkra mánuði eða ár.

Nú er þetta að verða eins með matvæli. Menn sitja á birgðum og halda þeim frá markaði og tala verðið upp. Framleiðslan er örugglega nóg fyrir alla en þessir spákaupmenn og braskarar eru að spila með líf einstaklinga og heilu þjóðanna og náttúrulega verða þær fátækustu verst fyrir barðinu á þessu. Held að þjóðir heims ættu að gera samninga um viðskipti framhjá þessum spákaupmönnum.


mbl.is Segir matvælakreppuna mannréttindakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband