Leita í fréttum mbl.is

Tibet vs. Palestína

Hef verið að velta fyrir mér viðbrögðunum við óeirðunum í Tibet og þeirri samúðarbylgju sem hefur sprottið upp í kjölfar þeirra. Því vissulega voru þetta óeirðir. Eftirfarandi las ég á Vísindavef HÍ:

Nokkrum vikum eftir mótmælin tók þó að bera á stöku tilraunum til að skoða aðrar hliðar málsins. Dregið hefur verið í efa réttmæti þess að ráðast að Kínverjum fyrir að taka hart á trylltum hópum manna sem ryðjast inn í verslanir, drepa starfsmenn þeirra og brenna svo verslanirnar. Slíkt myndi hvergi vera liðið á Vesturlöndum. Ýmsir vestrænir sérfræðingar í málefnum Tíbet halda því einnig fram að þótt vissulega megi ýmislegt betur fara í atvinnu- og menntamálum hafi miklar framfarir átt sér stað í Tíbet á undanförnum árum og að lífskjör séu í raun betri en í ýmsum öðrum héruðum í vesturhluta Kína sem ekki hefur tekist að nýta sér sem skyldi gífurlegar efnahagsbreytingar landsins á síðastliðnum 30 árum. Hið sama gildir um Tíbet en kínversk yfirvöld hafa varið verulegu fjármagni í að byggja upp innviði Tíbet og gera héraðið aðlaðandi fyrir fjárfesta til að bæta efnahagsástand þess. Þessi þróun hefur valdið talsverðri misskiptingu borga og sveitar í Tíbet, rétt eins og annars staðar í Kína, en áköfustu mótmælendur í mars voru einmitt ungir uppflosnaðir bændur.

Undir þetta get ég tekið. Minni á viðbrögðin hér við mótmælum vörúbílstjóra.

Eins fanst mér þetta athyglisvert í þessu sama svari á vísindavefnum:

Andmælendur segja að með efnahagsþróuninni stefni kínversk stjórnvöld að „menningarlegu þjóðarmorði“ (eins og Dalai Lama hefur orðað það) en það virðist að minnsta kosti stórlega ýkt. Aðfluttum Kínverjum hefur fjölgað lítillega á undanförnum árum en nánast allir taka sér bólfestu í Lhasa og flestir þeirra staldra stutt við, enda þykir Kínverjum ekki eftirsóknarvert að búa í Tíbet. Líklegra er að stjórnvöld séu að reyna að „kaupa frið“ af Tíbetum með því að bæta lífskjör á svæðinu.

Og að síðustu þetta úr þessu svari:

Auk þess vísa miðlarnir almennt til „hernáms“ Kínverja í Tíbet árið 1950 en lítið hefur verið reynt að varpa ljósi á fyrri atburði sem skipta miklu fyrir söguskoðun Kínverja, til dæmis þegar Bretar þvinguðu kínverska forsetann til að láta Tíbet af hendi árið 1912 án þess að ráðfæra sig við þingið. Þessi einhliða umfjöllun hefur vakið reiði kínversks almennings. Kínverjar jafnt utan sem innan Kína hafa ásakað Vesturlandabúa um ósanngirni, að virða að vettugi þann árangur sem náðst hefur á undanförnum áratugum og jafnvel að vinna gagngert gegn umbótum í Kína. Fjölmiðlafárið hefur því öðru fremur haft þau áhrif að fylkja kínverskum almenningi að baki stjórnvöldum.

En hvað hefur þetta með fyrirsögnina á bloggfærslunni að gera. Jú það er einmitt þessi viðbrögð sem þessar óeirðir í Tíbet hafa fengið. Nú dóu þarna kannski innan við 20 til kannski 150. Þetta er náttúrulega ömurlegt og ekki Kínverjum til að hreykja sér af. Það voru reyndar einhver hluti þessara látnu drepnir af þessum óeirðarseggjum. Og því ekki alfarið við Kínverja að sakast.

En í Palestínu er þetta hlægilegur fjöldi í samanburði við alla þá sem hafa verið drepnir af Ísraelsmönnum. Ég tala ekki um þær milljónir sem búa í útlegð. Þessi þjóð hafði búið í Palestínu  í a.m.k. þúsund ár m.a. undir stjónr Tyrkja  en var síðan eftir síðari heimstyrjöld skikkuð til að láta af hendi hálft landið til gyðinga sem streymdu þangað. Og af því að arabar virtu ekki þessa gjörð á sínum tíma hefur Palestína ekki verið til formlega síðan þá. Ísrael hefur beitt öllum sínum ráðum til að koma í veg fyrir að samningar náist um að Palestína verði að formlegu landi. Og ef við eru að tala um kúgun þá held ég að búa við aðstæður eins og Palestína gerir í dag jafnist nú á við það sem er að gerast í Kína.

En það sem vekur furðu mína er að fólk sem réttlætir stöðugt þá kúgun sem Palestínumenn mega sæta ríkur nú um allan heim í fjölmiðla og reynir að stöðva hlaup með Ólympíueldinn. Eins og að Ólympíueldurinn komi þessu máli eitthvað við.

Ég held að allir séu sammála að með auknum samskiptum milli Kína og umheimsins hafa réttindi Kínverja smátt og smátt verið að aukast. Atburðir eins og urðu á torgi hins himneska friðar gerast varla aftur.

Átti Kínastjórn bara að horfa á skríl sem var að kveikja í húsum og myrða fólk. Minni á að öll stærri lönd hafa óeirðarsveitir lögreglu sem bregðast við með þeirri hörku sem þarf. Og síðan kemur að hernum hjá flestum. Þetta höfum séð víðar.

Ég er á því að það eina sem stuðli að mannréttindum, frelsi og framförum séu samskipti milli fólks, þjóða og ólíkra kynþátta. Og þeim mun meiri samskipti á réttlætisgrunni þá verði þeim mun minni líkur á að fólk, þjóðir séu beitta órétti. Þótt það taki tíma.

Ég var lesa

Og svo er þetta gott svar varðandi Palestínu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband