Leita í fréttum mbl.is

Hryllilega vanhugsað!

Nú vill svo til að ég starfa sem forstöðuþroskaþjálfi á heimili fólks með fötlun. Og ég hef verið að velta þessum málum fyrir mér síðan að ég heyrði af þessu. Þetta á eftir að skapa þó nokkur vandamál. Þ.e. ef fólk er að kaupa tæki og húsbúnað í sameiginlegt rými.

  • Hvað verður gert ef einhver flytur burtu úr húsnæðinu. Verður þá að kaupa hans hlut í tækjum og húsbúnaði.
  • Margt fólk með fötlun lifir mjög aktívu lífi sem kosta þau umtalsvert. Þau eru í klúbbum, fara út að skemmta sér. Auk þess sem þau þurfa að greiða fyrir akstur með ferðaþjónustu, strætó og leigubíla. Þá greiða þau fólki sem veitir þeim þjónustu fyrir akstur ef þau fara saman eitthvað.
  • Þetta fólk hefur bara örorkubætur. Og af þeim greiða þau sinn hluta í heimilisrekstri oft um 50 þúsund, síðan borga þau leigu, greiða ferðaþjónustu kaup á snyrtivörum, fatnaði öll húsgögn og annað í sín einrými/íbúðir.
  • Þau borga fyrir ferðalög, skemmtanir og allt sem tilfellur hjá þeim.
  • Þau eru kannski með um 120 þúsund á mánuði.

Til er framkvæmdarsjóður fatlaðra sem hingað til hefur staðið straum af innkaupum á tækjum og húsbúnaði í sameiginlegt rými. Og það vekur furðu mína að hann skuli hætta því.

Nú í dag er þessi sjóður ekki notaður eins mikið til að byggja ný búsetuúrræði heldur hefur Öryrkjabandalagið byggt mest á síðustu árum sem ríkið og íbúar greiða þeim leigu fyrir. En ég væri ekki sáttur ef ég leigði og þyrfti sjálfur að greiða fyrir húsbúnað sem að ég ætti ekki einn og gæti sennilega ekki tekið með mér ef ég ákvæði að flytja.

Ég held að þessi kostnaður sé ekki slíkur á ári að ríkið hafi verið að fara á hliðina yfir því.

Hinsvegar er ég fylgjandi þeirri hugmynd að í stað sérstakra búsetuúrræða fyrir fólk með fatlanir þá fái þau að leigja eða kaupa sér húsnæði þar sem þau vilja og fái þjónustu við hæfi hvers og eins til að búa sjálfstætt. Í dag ráða þau ekki nægjanlega hvar þau búa eða með hverjum. 


mbl.is Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

já fjandinn hafi það, það sér ekki fyrir endann á rugli í þessu samfélagi. afhverju borgar gamalt fólk ekki fyrir eldhústæki og önnur húsgögn í setustofum á grund? hefur fólk velt því fyrir sér hve hagkvæmt það væri ef allir framhalds og háskólanemar greiddu samsvarandi gjald fyrir sameiginlega vaska, klósettpappír og klósett í skólum sínum?

þetta minnir mig á hafnfirðingabrandara sem segir frá gaflara sem settist á skólabekk. hann var inntur eftir því hvort hann hefði valið sér grein. grein? hváði gaflarinn, fæ ég ekki borð og stól eins og aðrir?

kv dóra

doddý, 8.5.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vissi að Jóhanna hefði ekki samþykkt þetta. Hún lýsti því yfir í dag að þetta væri misskilningur og reglur væru óbreyttar. Þannig að þetta er sem betur fer ekki komið á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband