Leita í fréttum mbl.is

Er kannski óhæft fólk á launum við forvarnir?

Eftirfarandi frétt fann ég inn á ruv.is.  Þetta vekur einmitt hjá mér spurningar um hverning það getur verið að allar forvarnir sem hafa verið reyndar hér á Íslandi hafa ekki virkað. Getur verið að þeir sem hafi verið að berjast fyrir að ungt fólk byrji ekki að drekka og dópa hafi bara ekki verið starfi sínu vaxin. Það er búið að eyða fleiri fleiri milljónum í að eitthvað sem ekkert hefur þróast síðan að ég var lítill nema kannski að neyslan er að minnstakosti sú sama ef ekki meiri. Þó var það þó hér í Kópavogi að unglingadrykkja var nokkuð mikil milli 1975 og 1980 og ég tók minn þátt í því.

Afhverju ekki að reyna eitthvað mun rótækara. Það er að ef fólk undir 18 er tekið drukkið þá komi til ferils sem gengur út á:

  1. Fyrsta skipti þá eru foreldrar látnir sækja viðkomandi um leið og hann fær viðvörun
  2. Annað skipti þá eru foreldrar látnir sækja viðkomandi um leið og þeir ábyrgjast sektargreiðslu upp á 20.000 kr.
  3. Þriðja skipti þá verður sektargreiðslan 50.000 kr sem unglingurinn verður að borga eða leggja fram vinnu til samfélagsins allt að 40 stundum.

Þetta er aðferð sem ætti að vekja foreldra og unglinga hressilega.

En mér finnst ekki að hægt sé að skella skuldinni svona beina á foreldra þegar að það er ríkið sem er einokunar fyrirtæki í sölu á víni. Þá er það eðlilegt að það veiti líka öllum hagnaði af sölu áfengis í að vinna gegn skaðlegum áhrifum þess fyrir suma.

En hér er fréttin af ruv.is: 

 

„Forvarnir hérlendis virka ekki”

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum, segir að endurskoða þurfi allt forvarnarstarf hér á landi. Uppalendur sýni of mikla linkind gagnvart áfengisneyslu ungra barna og vímuefnaneysla þeirra aukist.

Árni segir að vímuefnaneysla mjög ungra barna sé að aukast. Hann telur að foreldrar séu of jákvæðir gagnvart áfengisneyslu ungra barna. Krakkarnir geri síðan ekki endilega greinarmun á áfengi og ólöglegum vímuefnum og sé því hættara til að fara út í slíka neyslu. Í raun virki forvarnir ekki að hér á landi.

Árni segir að það sé mjög mikið af fíkniefnum í gangi í samfélaginu og ungmenni fari ekki varhluta af þeirri þróun. Hann leggur til að foreldrar, skólar og í raun allir þeir sem sinni ungmennum á einn eða anna hátt þurfi að marka heildstæða stefnu í forvörnum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband