Leita í fréttum mbl.is

Hver þorir að kaupa af þeim skuldabréf?

Það eru auðsjáanlega einhverjir enn sem hægt er að sækja peninga til . Þeir gáfu út svona skuldabréf fyrir 130 milljónir Bandaríkjadala fyrir 3 árum og nú aftur. Gama að vita hvaða veð þeir eiga eftir fyrir þessu
mbl.is deCODE gefur út breytanleg skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björnsson

Mín skoðun er sú að DECODE sé eins og eins og "nýju fötin keisarans". Fyrirtækið var stofnað utan um hugmynd sem var spilaborg frá upphafi, staðfest af sérfræðingum, og seld var stjórnmálamönnum og fólkinu í landinu sem "miðlægur gagnagrunnur" sem leysa átti gátuna um alla sjúkdóma með því að skoða heilsufarsupplýsingar og genamengi allra íslendinga. Við vitum öll hvernig það fór. Ég var sjálfur alltaf mjög efins og lýsti þeim skoðunum mínum opinberlega. Hið sanna kom í ljós. Fyrirtækið hefur smám saman flutt starfsemi sína í það sem það kallar lyfjaþróun. Fyrirtækið á ekki neitt og er að brenna upp fjármagni í vonlausan rekstur sem það hefur aflað sér með sölu á hlutabréfum og skuldabréfum. Mér vitanlega hefur enginn varanlegur vísindalegur árangur komið í ljós, heldur eingöngu smá fréttaskot um hitt og þetta sem ekki skiptir neinu verulegu máli og virðist eingöngu gert til þess að "kjafta upp gengið" Þeir einu sem hagnast hafa á þessu ævintýri eru fruminnherjar og áhættufjárfestar sem áttu hlutverk í upphafi leikritsins.

Lokasenan verður án efa spennandi. Fjöldi fólks á um sárt að binda vegna þáttöku í þessari fjárfestingu en margir hafa líka hagnast vel og snúið sér að öðru.

Guðmundur Björnsson, 14.11.2006 kl. 19:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var akkúrat það sem ég var að pæla. Þeir hafa lifað hingað til á því að þeir náðu fjármagni í upphafi inn í fyrirtækið aðallega af fólki hér sem keypti hlutabréf bæði af Decode og fjárfestum sem lögðu í það fjármagn. Man fólk eftir því að Íslendingar voru að kaupa hlutabréf á um 70 dollara. Mér skilst að gengið á hlutabréfum í Decode sé um 2,50 dollarar í dag.

En ég hef á tilfinningunni að einhver haldi verndarhendi yfir fyrirtækinu á bakvið tjöldin og vona að það sé ekki Íslenska ríkið

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.11.2006 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband