Leita í fréttum mbl.is

Þetta verður að laga hið fyrsta! Viðbótarlífeyrir fer nær allur til ríkisins.

Nú um árabil hefur ríkið hvatt fólk til að spara með svokölluðum viðbótarlífeyrissparnaði. Nú í dag er ástandið þannig að ef fólk býður með að taka hann út þar til það verður 67 ára þá koma umtalsverðar skerðingar á hann + að tekinn er fullur skattu af honum. Á námskeiðum fyrir fólk sem er að nálgast ellilífeyrisaldur er þeim ráðlagt að fara strax og taka þennan pening út því annars þá verði hann að engu. Þetta dæmi hér fyrir neðan er af ruv.is

Lífeyrir: 400.000 verða 9.000

9.000 standa eftir af 400.000 króna lífeyrissparnaði konu sem hugðist nýta peningana eftir að hún varð öryrki. Afganginn tekur skatturinn og svo skerðir Tryggingastofnun lífeyrissgreiðslur, bæði konunnar og eiginmanns hennar.

Bára Pálmarsdóttir var greind öryrki fyrir ári síðan eftir að hún veiktist af krabbameini. Þegar hún og maðurinn hennar, sem er ellilífeyrisþegi, þurftu að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á húsinu sínu hugðust þau nýta sér viðbótarlífeyrissparnaðinn í stað þess að taka lán. Bára tók út tæpar 400.000 krónur. Skatturinn tók tæplega 147.000 af þeirri upphæð og síðan kom í ljós að Tryggingastofnun skerti bætur hennar og eiginmanns hennar, þannig að eftir stóðu 9.000 krónur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammála. Hvetja fólk til að spara og stela því svo öllu þegar að fólkið virkilega þarf á þessu að halda. Fólki er víst ráðlagt að taka þetta út eins fljótt og þau geta og margir farnir að taka þetta víst út jafnt og þétt á meðan þeir eru enn að vinna. En stór hluti fólks veit ekki af þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.11.2006 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband