Leita í fréttum mbl.is

Allir að tala um að nú verð farið að vinna að Bitruvirkjun aftur - Er fólk orðið svona gleymið?

Skipulagsstofnun hafnaði byggingu Bitruvirkjunar. Hvergerðingar voru brjálaðir yfir því að fá þessa virkjun í næsta nágreni við sig. Í frétt á www.mbl.is frá þessu tíma segir m.a.

Innlent | mbl.is | 19.5.2008 | 14:23

Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi

Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.

Skipulagsstofnun segir, að um sé að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins. Það búi yfir stórbrotnu landslagi, sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. 

Orkuveita Reykjavíkur hefur áformað að reisa nýja jarðgufu/varmavirkjun á Bitrusvæðinu sem geti nægt til allt að 135 MW rafmagnsframleiðslu. Virkjunarsvæðið er að mestu í Sveitarfélaginu Ölfusi en að hluta innan Grímsness- og Grafningshrepps.

Um er að ræða ramkvæmdir sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum á um 285 hektara skilgreindu framkvæmdasvæði. Samkvæmt matsskýrslu eru markmið með fyrirhugaðri framkvæmd að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Áætlað var að hefja framkvæmdir á þessu ári og að raforkuframleiðsla hæfist árið 2011.

Álit Skipulagsstofnunar í heild 

Af hverju spurði engin Alfreð í Kastljósi og fleir sem talað hafa um þetta í dag, út í þetta mál. Þessari framkvæmd var hafnað af skipulagsstofnun.

 


mbl.is Svandís segir ástandið í borginni snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband