Leita í fréttum mbl.is

Ég held að Bandaríkjamenn ættu að drífa sig heim

Ég held að með því að vera í Írak þá virki þeir sem olía á óöldina þarna og auðveldi öfgamönnum að viðhalda hatursbálinu. Svona atvik eru að verða nokkuð mörg og þetta er eins og í Palestínu þar sem svona atvik espar upp og særir fólk. Því að ef við horfum á þetta frá sjónarhorni hins almenna Íraka þá er þetta herinn sem sprengdi Írak um 1991 og svo aftur fyrir 3 árum og hefur síðan hersetið landið.

Vissulega gæti ástandið orðið viðkvæmt og jafnvel mannskætt. En þá held ég að fólk sætti sig betur við afskipti þjóða sem hafa svipaða menningu til að stilla til friðar. Að minnstakosti frekar en USA sem er nærri hinum megin á hnettinum  með sínn einsýna forseta sem heldur að hann sé útsendari Guðs og þetta fólk sé hluti af öxulveldi hins illa.

Svo er þessi maður bara ekki í lagi. Hann talar stundum eins og það vanti í hann blaðsíður:

Af ruv.is

ruv.is

Bush: Bandaríkjaher er ekki að fara frá Írak

Bush Bandaríkjaforseti segir að hryðjuverkamenn al Qaeda etji saman sítum og súnnítum í Írak með þeim afleiðingum að ástandið þar er alvarlegra en nokkru sinni síðan Íraksstríðið hófst. Hann segir að Bandaríkjamenn kalli her sinn ekki heim fyrr en erindinu í Írak sé lokið

Frétt af mbl.is

  Bandaríkjaher varð fimm stúlkum að bana í Ramadi
Erlent | AFP | 28.11.2006 | 19:48
Bandarískir skriðdrekar urðu fimm stúlkum að bana þegar þeir skutu á heimili í Ramadi í Írak í dag er bandarískar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher.


mbl.is Bandaríkjaher varð fimm stúlkum að bana í Ramadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband