Leita í fréttum mbl.is

Við trúum ykkur því miður ekki

Var að lesa um að Bandaríkin segjast nú vera búnir að finna órækar sannanir fyrir að Íranir séu að senda skæruliðum í Írak vopn.

Þeir tilgreina að þar á meðal hafi verið vopn sem rjúfi brynvörn skriðdreka og fleira slíkt. Það sem vekur mér furðu er afhverju skæruliðar hafa ekki beitt þessu þá. Mér skylst að þetta sé mun oftar einhver frumstæð vopn eða bíla hlaðnir sprengiefni sem þeir eru að nota í dag. Ég verð bara að segja að maður trúir ekki neinu sem USA segir eftir að þeir sögðu að þeir hefðu órækar sannanir fyrir gjöreyðingarvopnum Saddams. Og þetta er skrítið að koma með þetta á sama tíma og Írakar eru að leita til Írana um aðstoð.

Vísir, 30. nóv. 2006 17:57


Íranir styðja uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir embættismenn segja að þeir hafi fundið órekjanlegar sannanir fyrir því að Íranir styðji uppreisnarmenn í Írak. Segjast þeir hafa fundið glæný vopn, merkt með ártalinu 2006, á látnum uppreisnarmönnum.

Þetta gefur til kynna að vopnin fari ekki í gegnum svarta markaðinn til uppreisnarmanna heldur fari þau beint úr verksmiðjunni til þeirra og að það getur ekki gerst nema írönsk stjórnvöld viti af því, segja bandarísku embættismennirnir.

Talið er að hersveitir Írana séu þeir sem komi vopnunum áfram en Bandaríkjamenn vilja meina að þeir þjálfi uppreisnarmennina líka og þá sérstaklega her Moktada al-Sadr, Mahdi herinn svokallaða. Bandarískir hernaðarsérfræðingar telja að alls séu um 40.000 hermenn í Mahdi hernum en til samanburðar verða um 66.000 hermenn í íraska hernum þegar hann er tilbúinn. Sem stendur eru aðeins 6.500 íraskir hermenn tilbúnir í bardaga án aðstoðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband