Leita í fréttum mbl.is

Svo er fólk að biðja um fleiri virkjanir og álver

Skv. þessu eru um 25 þúsund erlendir verkamenn hér á landi. Sem þýðir að öll þenslan á landinu og vöxtur er drifin af erlendum verkamönnum sem þýðir líka að ef þeir færu á einu bretti vantaði í  um 25.000 störf. Þetta er um 12% af vinnumarkaðnum.

Síðan er nú uppi barlómur um atvinnuleysi og þrengingar. Það er að minnstakosti ekki af því að það vanti atvinnutækifæri.

Ef að þetta ástand hefur ekki verið uppskrift að þenslun þá er eitthvað skrýtið. Og hvað halda menn að gersit þegar virkjanir og bygging álvera í Helguvík og Bakka bætist við?


mbl.is Íslendingar voru 319 þúsund um mitt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

utlendir verkamenn vinna nú á fleiri stöðum en bara við virkjunum

Árni Sigurður Pétursson, 26.8.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit það vel. En hvaða vanda leysir það fyrir okkur að flytja inn nokkur þúsund í viðbót til að byggja virkjanir og álver.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.8.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vona að þetta fólk sé ekki á förum og þá þurfum við á virkjunum og stóriðju að halda.

Það er bara fínt að það eigi sér stað smá blóðblöndun til að við úrkynjumst ekki.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.8.2008 kl. 18:19

4 identicon

Ég er alveg sammála Önnu og líka því sem Árni segir. Þetta fólk vinnur á fleiri stöðum en í stóriðju. Mjög margir vinna við fiskvinnslu þar sem íslendingar vilja ekki vinna.

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Anna, ekki ertu að þakka ÍSAL einu og sér fyrir kreppuleysi á Íslandi? Ekki það að árin frá opnun álversins í Straumsvík og fram undir 1990 voru nú ekkert beysinn, þó óðaverðbólga flokkist ekki sem kreppa.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hatursfullir fordómar gagnvart álverum eru með ólíkindum. Og eins og gjarnan er með fordóma eru þeir byggðir á lélegum undirstöðum. Misskilningi, þekkingarskorti, vitleysu og oft á tíðum hreinum ósannindum.

Tryggvi L. Skjaldarson, 26.8.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Anna nú eru fullt af álverum og samt er að koma kreppa

Það vinna að mér skilst milli 400 og 500 í hverju álveri (og járnblendi) og þeir eru flesti íslendingar. Þetta eru því um 2000 kannski 2500 manns. Sem gerir innan við 1% af vinnandi fólki á Íslandi. En við að byggja virkjanir og álver/stóriðju vinna kannski tímabundið um 2000 manns við virkjanir og byggingar í hvert sinn. Þetta er að fenginni reynslu flestir útlendingar og erlend fyrirtæki sem starfa við þetta í kannski 2 ár.Sé ekki hvernig svona innspýting gerir okkur nokkuð gott eða kemur í veg fyrir atvinnuleysi. Og það þarf nú mikið að dragast saman til að hér verði mikið atvinnuleysi. Sér í lagi ef að í dag þurfum við að flytja 25 þúsund manns til landsins til að manna öll þau störf sem þarf að manna í dag.

Finnst það andskoti hart að selja orkuna okkar helmingi lægra en þessi sömu fyrirtæki eru að borga annarstaðar fyrir hana. Finnst það lítil hagur að þessi fyrirtæki flytja hér inn hráefni og fá ódýra orku og flytja svo afurðirnar út aftur og við fáum bara orkuverð og laun fyrir nokkra starfsmenn fyrir.

Á meðan aðrar þjóðir fara sparlega í virkjanir þá rjúkum við í að virkja alla góða kosti sem við eigum. Bindum orkuna með samningum til 30 til 40 ára og smátt og smátt verður engir möguleikar eftir handa börnum okkar eða barnabörnum nema að fara í þjóðargersemar eins og fossana okkar og jafnvel Geysi ef að þau þurfa orku. Verðum líka að hugsa til þess að við verðum kannski 500 þúsund innan nokkra áratuga. Og þá þarf væntanlega að skapa störf og þau þurfa orku en þá er hún óvart öll bundin í langtímasamningum við stóriðju sem voru gerðir 2008

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.8.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tryggvi. Ég sé enga "hatursfulla fordóma" í færslunni eða athugasemdum her að ofan.

Villi Asgeirsson, 27.8.2008 kl. 08:45

9 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Villi Ásgeirsson

Vera má að í þessu tilfelli sé fullfast kveðið. Ég á stundum erfitt með að finna réttu orðin,  en hatur er andstæða ástar og ég fæ ekki séð að hér sé á ferð ást á álverum. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 27.8.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband