Leita í fréttum mbl.is

Ég bara spyr! Eru menn ruglaðir?

Ég hef nú fjallað um þetta mál þarna í Lindahverfi, Smáranum og Glaðheimasvæði oft og iðulega og þetta mál snertir mig persónulega því að ég bý í Smárahverfi og þarf daglega að fara þessar leiðir oft.

En ég má til með að upplýsa sem ekki kemur fram í þessari frétt að umferðamagn sem bætist við við þegar turnar og annað koma í Glaðheimsvæðið er á bilinu 30 til 40 þúsund bílar. Nú þegar eru hnútar reglulega við Smáralind og sífellt verið að breyta götum til að reyna að laga það.

Menn skulu ekki halda að umferðin fari bara eftir Reykjanesbraut. Það verður keyrt í gefnum íbúðabyggðir eins og Digranesveg, ýmsar götur í Lindunum, og eins eftir öllum götum Smárahverfis.

Held að Ármann Kr sé nú kannski ekki rétti maðurinn í að svara til um þetta. Honum hefur gengið afleitlega að skipuleggja Strætó.

Velti líka fyrir mér hvað eigi virkilega að nota allt þetta húsnæði í. Miðað við ástandið í dag er verslunar- og skrifstofuhúsnæði víða að tæmast og sendur autt.

Meira síðar


mbl.is Íbúar hræðast aukna umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband