Leita í fréttum mbl.is

Græðgisvæðing

Maður verður oft hugsi yfir íslendingum. Ég var að hugsa um síðustu 25 árin hér og mér virðist vera regla hér að á nokkra ára fresti koma upp hér bólur sem allir ætla að verða ríkir af. Þær virðast blómstra og fleiri og fleiri vilja verða með. Menn lifa hátt um stund og svo virðist allt hrinja með reglulegu millibili.

Nokkur dæmi:

  • Vídeóleigur. Ég man þá tíð þegar fyrstu leigurnar byrjuðu. Þær gegnu vel í upphafi en fjölgaði gríðarlega og tóku sjálfsagt veltu hver frá annarri. Það var þannig á tímabili að það var leiga í öðrum hverjum bílskúr. Síðan hurfu þær á skömmum tíma og aðeins nokkrar héldu velli.
  • Pizzakeðjur.Maður man eftir blaðagreinum þar sem t.d. eigendum Pizza 67 virtist ekkert vera ómögulegt og manni sýndist þeir stefna á heimsyfirráð. En síðan hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Ég sá einn stað á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum og var ekki einn i Kaupmannahöfn. Nokkrar keðjur eru enn starfandi sem hafa sjálfsagt sterka á bakvið sig.
  • Internetbólan. Hver man ekki eftir OZ og fleirum og síðan kom bylgja af mönnum sem ætluðu að verða milljarðamæringar á skömmum tíma. Menn lögðu í þetta eins og fyrri daginn aleiguna og margir sem komu sjálfsagt ill á út úr þessu.
  • Pýramídakeðjurnar. Þær hafa gegnið reglulega hér yfir og allir reiknað með að verða forríkir með lítilli fyrirhöfn.
  • DeCode. Þar sem að menn tóku gríðar lán þar sem að þeir horfðu á aðra sem voru að græða á hækkandi verði sem bankarnir kynntu undir til að losna við ábyrgð sína á þessum hlutabréfum.
  • Hlutabréfakaup. Nú fyrir nokkrum árum fóru margir að kaupa hlutabréf og voru fullvissaðir af sérfræðingum að hér mundu hlutabréf í heildina bara hækka og hækka. Og fólk fór að fá lánað til að græða en svo hrundi allt.

 Auðvita voru alltaf einhverjir sem græddu. En það virðist fylgja þeim sem græða  að þeir vilja alltaf meira. Og allir vildu lána þeim svo þeir keyptu alltaf meira.

Í blöðum voru þessir menn hafnir upp til skýjanna og alltaf verið að reikna hvað þeir áttu marga milljarða. En svo er þetta að hrynja í andlitið á þeim.

Það sem maður veltir fyrir sér er af hverju þegar menn eiga meira en milljarð létu þeir ekki staðar numið? Tóku út sína peninga og komu þeim í örugga ávöxtun? Það er nokkuð ljóst að ef menn eiga milljarð á eðlilegri öruggri ávöxtun þá eru þeir búnir að tryggja sér um eða yfir 100 milljónir á ári ofan á höfuðstól. Þannig að færa má rök að því að þeir gætu eytt 70 til 80 milljónum á ári það sem eftir væri ævinar og samt skilið eftir sig fyrir afkomendur sína.


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samantekt. Það má reyndar bæta við loðdýrarækt, fiskeldi og þar fram eftir götunum. Trendið virðist vera, ef einn græðir á einhverju, fylgja þúsundir á eftir.

Það sem hryggir mann hinsvegar við það sem er að gerast er þetta gífurlega andvaraleysi og bull sem sagt hefur verið í fjölmiðlum. Bara fyrir ári síðan, töluðu menn um að allt væri í stakasta lagi og héldu áfram í sínum kaupréttarsamningum. Svona rétt eins og að hlutabréf, húsnæðisverð o.fl. myndi bara hækka áfram, gæti jafnvel ekki lækkað. Þvílíkir spekingar !

Ættu þeir ekki að borga með sér núna í vinnu, fjármálaspekingarnir, hafi þeir átt rétt á gífurlegum kaupauka áður ? Eða virkar bara "markaðurinn" í aðra áttina ? Fyrir þá !  Sjáðu hvernig farið var með Flugleiðir, Eimskip og fleiri máttarstólpa íslenskt samfélags. Þeir notuðu þessi samgöngufyrirtæki sem fjárfestingarfélög fyrir sjálfa sig, og þá er ég ekki að undanskilja neinn af þessum íslensku auðmönnum.  Gjörspilltir og komust upp með það.

Gísli (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband