Leita í fréttum mbl.is

Framsókn opin í báða enda!

Þetta er alveg makalaust.

Þarna kynna þeir skýrslu sem segir að fyrri ríkisstjórnir haf farið mjög óvarlega varðandi efnahagsmál. Framsókn lætur nú eins og hún hafi þar hvergi komið nærri. Minni á 90% húsnæðislánin. skattalækkanir á óheppilegum tímum. Síðan má tala um risavirkjun og álver sem hent var inn með kannski svona 200 milljörðum af erlendu fjármagni sem tekið var að láni. Það voru margir sem vöruðu við að þetta yrði til þess að hér færi allt á hliðina.

Fannst einmitt fyndið að það var fyrrum formaður stjórnar Landsvirkjunar Jóhannes Geir sem lét eftirfarandi frá sér í þessari frétt:

Í máli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, fyrrverandi alþingismanns og formanns gjaldmiðilsnefndarinnar, kom fram að frá árinu 1995 hefði íslenskt þjóðfélag verið á hraðri leið frá hefðbundnu framleiðslusamfélagi til þjónustu- og þekkingarsamfélags. Á þeim uppgangstímum sem ríkt hefðu á síðustu árum hefði hins vegar þurft að standa betur að hagstjórninni. Sagði hann það mat nefndarinnar að óheppilegt hefði verið að samtímis hefði verið farið í aðgerðir sem stuðluðu að aukinni þenslu, s.s. með miklu framboði húsnæðislána fjármálafyrirtækja og skattalækkunum hins opinbera. Á sama tíma hafi einnig verið nánast ótakmarkaður aðgangur að erlendu lánsfé á lágum vöxtum sem hafi orsakað mikla aukningu í neyslu og framkvæmdum á nær öllum sviðum.

Síðan kemur niðurstaðan en það er að þarf að styrkja krónuna eða taka upp evru. Vá ekki nýjar fréttir og hvernig ætlar framsókn að vinna úr þessu:

Inntur eftir því hvernig flokksforystan hygðist nýta sé niðurstöður skýrslunnar sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ljóst að útfæra þyrfti báðar leiðir en hins vegar væri það síðan þjóðarinnar að kjósa um endanlega niðurstöðu. 

Bíddu hvernig á þjóðin að kjósa um þetta? Þetta eru ólíkir kostir sem og að Guðni vill skv. fréttum í dag að kannað yrði hvort við gætum troðið okkur inn á evruna í tengslum við ESS samninginn. Bíddu það var síðast yfirmaður samningaviðræðna um inntöku nýrra landa í ESB sem sagði það algjörlega vonlaust. Og ég spyr þegar við tökum upp evru og erum búin að taka upp stóran hluta af lögum og reglum ESB af hverju í ósköpunum eigum við ekki að ganga í ESB frekar.

Og ég skil ekki af hverju að menn tala um að það mundi ekki bæta stöðu okkar hér ef við værum með evru nú. Held að menn gleymi að með evru værum við þó laus við

  • Að þurfa að fást við 40% gengisfall krónunnar
  • Værum ekki að taka milljarða að láni til að verja gengi krónurnar.

Ég spyr líka hvernig vill framsókn fara að því að styrkja krónuna. Á að búa aftur til tímabundið sýndargegni með því að virkja hér allt sem hægt er, sem mundi svo leiða til enn meiri hörmunga þega það væri yfirstaðið.

Finnst margt gott í þessari skýrslu en held að Guðni sé ekki maður til að fylgja því eftir. Þegar hann segir í dag að við "eigum að hætta að sparka í krónuna" já maður má ekki vera vondur við hana.


mbl.is Efling krónu eða upptaka evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband