Leita í fréttum mbl.is

Er nú ekki alveg að skilja þessar ályktanir Glitnis út frá þessari greiningu

Hvernig geta þeir sagt að staða heimila sé afar góð til að mæta þessari niðursveiflu?

  • Þó að eignaraukning hafi orðið með hækkandi fasteignaverði þá gagnast það lítið ef að fólk getur ekki losað um þær í þrengingum. Það selst anskotans ekki neitt núna í dag
  • Heimilin geta heldur varla farið í banka til að mæta niðursveiflunni með endurfjármögnun, því bankarnir lána ekki nema á afar vöxtum.
  • Sé ekki að þegar vanskil og dráttarvextir fara að koma á lánin að bankarnir spari við sig að leggja innheimtukostnað á heimilin og þá verður þetta fljótt að fara úr böndunum.
  • Bendi líka á fyrst þeir eru að tala um heimilin að nú gætu ný vandamál komið til sögunar en það eru unglingar og ungt fólk sem bankarnir hafa verið duglegir að safan í skuldara hóp sinn. Held að mörg heimili eigi eftir að komast í vanda þegar þessi lán fara að falla á unga fólkið.

mbl.is Staða heimilanna afar góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki misskylja manninn, greiningardeild banka hefur ekki atvinnuaf því að segja satt og rétt frá, greiningardeild banka er frekar svona markaðsdeild.  Hér er verið að selja góðan fíling og bjartsýni, ekki raunveruleika.

Að öðru leiti var þetta allt rétt hjá þér. 

Eign sem enginn vill kaupa fasteignamats verði er ekki virði bókfærðs fasteignamats.  Hversu hratt verður fasteignamatið leiðrétt niður á við?  Lán er alltaf metið á bókfærðu verði, vextirnir og verðbólgan reiknast alltaf af láninu en ekki eignamatinu.  Verðbólga upp á 15% og verðlækkun húsnæðis upp á 15% er bókfærð eignarýrnun upp á 30% á ári, ef við upplifum 24 mánuði í þessu ástandi þá hefur bókfært raunverð húsnæðisins lækkað um 51%.  Ansi mörg heimili sem hafa ekki svo breitt bak að þau þoli 51%.

Bjorn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband