Leita í fréttum mbl.is

Samfylking - Vaknið! - Það verður að taka upp stjórnarsáttmála strax.

Nú er svo komið að Íslendingar hafa aldrei verið tilbúnari til að hefja viðræður við ESB um inngöngu sem og að taka upp Evru. Kannski ekki til að bjarga okkur núna en til að koma í veg fyrir svona dýfur í framtíðinni.

Heyrði í morgun dæmi um 20 milljónalán á vöxtum eins og gengur og gerist í Svíþjóð og Finnalandi. Ef við værum með sömu kjör og þar mundum við borga um 700 þúsund minna á ári í vexti og verðbætur.

Þá værum við líka í þeirri stöðu að allar áætlanir heimila væru ekki að fjúka út í veður og vind vegna falls gengisins. 

Það verður að taka um stjórnarsáttmálan, taka upp í hann undirbúning að ESB aðild og hefja viðræður við ESB. Mér skilst að strax og við göngum inn í ESB eða kannski ári seinna eigum við möguleika á að komast inn í gjaldmiðilssamstarf innan ESB og þar af leiðandi undir væng Seðlabanka ESB.

Seðlabanki Íslands er ekki að valda hlutverki sínu og yfirmaður þar heldur að hann sé enn stjórnmálamaður og hefur enga menntun né getu til að standa við markmið sem bankinn á að halda skv. lögum.

Þjóðin sættir sig ekki við að Samfylkingin beiti sér ekki fyrir að finna varanlegar lausnir í efnahagsumhverfi okkar.


mbl.is Hætta á að landið verði olíulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB- JÁ TAKK 

Það er líka staðreynd að þó svo að við fengum ekki að taka Evruna upp fyrr en eftir 2 eða jafnvel 5  ár, þá myndi samt sem áður stöðugleiki krónunar byrja að myndast um leið og viðræður væru hafnar, því þá væri komin einhver stefna hér í landi. Hvernig eiga erlendir viðskiptabankar að treysta og trúa  á krónuna þegar að framtíðin hér í efnahagsmálum er ekkert nema autt blað ? 

Til að mynda Pólland, um leið og ákveðið var að Pólland fengi að ganga inn í ESB myndaðist stöðugleiki þar í efnahagslífinu.  

Í dag er Pólland eitt sterkasta land efnahagslega séð í Evrópu og uppgangurinn þar mikill, þökk sé ESB.

Pólski gjaldmiðillinn Zloty er orðin svo sterkur að  Kantorar (litlir bankar sem að selja gjaldeyrir, eins og Forex hér heima) eru hættir að taka við dollurum  enda dollarinn gjörsamlega verðlaus gagnvart zloty og er sífellt að verða verðlausari.  (sem þykjir nokk merkilegt meðal Pólverja þar sem að Pólverjar hafa alla tíð horft á dollara sem gull )

Áður fyrr kostaði (svona fyrir um ári) 1 Zloty  gagnvart íslensku krónunni á bilinu 18-20 krónur  í dag kostar 1 zloty  tæpar 50 krónur. 

Pólland hefur grætt gífurlega á inngöngu í ESB, það er allt í blóma í Póllandi þessa dagana.

Því miður stefnir allt í að við förum að lenda í því eins og Pólland á sínum tíma, þegar að fólk fékk miða fyrir öllum lífsnauðsynjum. Ætli byrjunin á því verði ekki þegar að olíuskortur skellur á ? Þá fær fólk miða, bensín skammtað ofan í fólk og fólki sem vantar "aukaskammt" af bensíni getur keypt það einhversstaðar dýrum dómum á svörtum markaði. 

Staðan á Íslandi í dag er verri en hún var í Póllandi þegar að Pólland gekk inn í ESB. Lánshæfnismat er það sama, en til að mynda fer lánshæfnismat okkar lækkandi og gjaldmiðillinn er mun veikari, svo höfum við líka ríkisstjórn sem að virðist ekki geta gert mikið í þessu, enda reyna þeir líklegast að skoða alla aðra möguleika en inngöngu í ESB.  Sjálf er ég enginn dósent í þessum málum en held að eina virka langtímalausnin sé innganga í ESB. Þó svo að ríkisstjórnin nái að rétta þetta ástand eitthvað af (sem ég hef því miður litla trú á )  þá mun sú lausn endast skammt. Á Íslandi hefur aldrei verið langtíma stöðugleiki á efnahagslífinu, muna ekki allir eftir slæma ástandinu 95 þegar að fjöldi manns flúði Ísland og flutti yfir til Danmerku, staðan þá kemst ekki með tærnar þar sem að þessi staða hefur hælana.

Ég held að eina langtímalausnin felist í inngöngu í ESB.

Vill minna fólk á fiðsælu mótmælin á Austurvöllum klukkan 12 á miðvikudag, sýnum ríkisstjórninni að fólkið í landinu vilji breytingar!!!!!!!!!

Solla Bolla (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:33

2 identicon

Hvaða mótmæli eru það Solla? Ég mæti.

Karma (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:41

3 identicon

Bubbi hefur verið að hvetja fólk til þess að mæta á Austurvöll á miðvikudaginn klukkan tólf. Hann ætlar að mæta með gítarinn og spila og vonast til þess að sem flestir láti sjá sig..... 

Solla (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:00

4 identicon

ESB? Já já, hendum bara frá okkur landinu. Hefur fólk einhverja glóru um hvað það felur í sér að ganga í ESB?

Jesús.... það ætla ég að vona að það komi ekki til kosninga um aðild. Ég óttast að fólk myndi taka þá óskynsamlegu ákvörðun að kjósa dauðadóm yfir landið.

Jón Flón (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Flón skoðaðu Evrópu ert þú að halda því fram að þessi 27 lönd sem eru í ESB hafi kastað frá sér löndum sínum?  Af hverju heldur þú að ekkert þeirra hafi sagt sig úr ESB?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Jón Flón hvað er að gerast núna? Erum við ekki að kasta frá okkur landinu? Það er verið að vara við því að við getum ekki keypt olíu og kaupmenn vara við því að erlendar vörur fari að skorta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband