Leita í fréttum mbl.is

Rétt að fresta umræðu um fjárlög og taka upp umræðu um inngöngu í ESB

Var að lesa þetta á www.visir.is

Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, telur að ef Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) á þessu ári mætti búast við að aðild yrði að veruleika í byrjun árs 2010 og að hægt væri að taka upp evruna þremur árum síðar eða árið 2013.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að Aðalsteinn situr í Evrópunefnd forsætisráðuneytisins sem nýlega fór til Brussel að hitta ráðamenn ESB.

Aðalsteinn dregur framangreinda ályktun út frá samræðum sem nefndin átti við Olli Rehn sem er framkvæmdarstjóri stækkunarmála hjá framkvæmdastjórn ESB. Þetta kom fram á ráðstefnu um Evrópumál sem Samtök iðnaðarins og Starfsgreinasambandið stóðu fyrir í gær.

Aðalsteinn sagði auk þess að aðild Íslands að ESB myndi hafa í för með sér efnahagstöðugleika, lægri vaxtakostnað og matvælaverð hér á landi.

Finninn Daniel Valtakari, sérfræðingur hjá norrænum verkalýðsamtökum, staðfesti að það hefði verið raunin í Finnlandi við inngöngu í ESB. Mikill efnahagslegur óstöðugleiki ríkti í Finnlandi áður en landið gerðist aðili að ESB og tók upp evru en nú væri raunin önnur.


mbl.is Vilja fresta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband