Leita í fréttum mbl.is

Björn hefur náttúrulega ekki tekið eftir að gengið féll!

Hann hefur heldur ekki tekið eftir því að vandamál bankana var að þeir fengu ekki evrur en áttu nóg af Íslenskum krónum. Come on!
mbl.is Atburðir síðustu daga kalla á skýrari rök ESB-sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta voru svaka rök hjá þér

þetta voru svaka rök hjá þér (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:07

2 identicon

best að hafa nefnið með hér að ofan

jón ingi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það getur komið upp sú staða að við getum ekki keypt vörur erlendis frá.

Eftir því sem ég skil þetta. Ef við værum með Evru gætum við í það minnsta keypt frá Evru löndum. Við eigum pening, krónur, vandamálið er að enginn vill okkar gjaldmiðil, ef við værum með okkar gjaldmiðil í Evrum, þá værum við ekki í vandræðum með að afla okkur gjaldmiðils. Er þetta ekki rétt?

Teitur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 23:20

4 identicon

Æji voðalega er þetta orðið þreytt. Það að fara í ESB þýðir ekki að við tökum jafnframt upp Evruna, þetta er sitthvor hluturinn. FYRST þarf að fara inn í ESB og lúta þar lögum og reglum, sem er ekkert smáræði fyrir smáríki eins og Ísland.

ÞÁ er eftir að athuga hvort að við uppfyllum skilyrðin til þess að gangast inn í evrópska myntbandalagið sem er ANNAR pakki. Rétt er að benda á það hér að það er LANGT í að við uppfyllum þau skilyrði og því er evran ekki í myndinni. Það er EKKI hægt að horfa bara á ESB upp á evruna því það er miklu meira og stærra inn í myndinni.

Ég vil einnig benda á að evran olli verðhækkun alls á Spáni og að mörg ríki innan ESB eru orðin ósátt við að vera innan þess. ESB er langt frá því að vera heilagi kaleikurinn og kemur inn með fleiri vandamál en lausnir þegar horft er á aðild frá íslensku sjónarhorni.

Kynntu þér málin betur og á meðan máttu þakka fyrir að hafa krónuna.

Tjásan (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það má kannski fræða tjásu á því að við að ganga inn í ESB og lýsa því yfir að við ætlum að taka upp evru þýðir að innan einhverja mánuða innan ESB komumst við í ákveðið ferli sem gengur út á að Seðlabanki ESB kemur að málum með okkur og auðveldar okkur að ná markmiðum sem þarf til að geta tekið upp evru. Ég var nú á Spáni og gat nú ekki séð að þar væri allt mjög dýrt. Held að ef þetta væri svona svakalegt þá mundu þjóðir almennt ekki vera að því að ganga þarna inn í ESB og evru. Og að öðrumkosti væru einhverjar að reyna að komast þaðan út.

Og ef þú þakkar fyrir að hafa gjaldmiðil sem fellur um 100% á einu ári þá ert þú ein af fáum. Og ef þú er hrifin af því að til að við getum verslað við útlönd þá erum við bundin af því að hafa alltaf aðgang að evrum til að geta keypt vörur.

Við höfum tekið upp um 70% af reglum ESB í gegnum EES og ESB er búið að segja að vegna þess mundi það taka mánuði fyrir okkur að ljúka samningum og ganga þangað inn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Voru ekki Bretar með þann möguleika að tala upp Evruna án þess að ganga í ESB? (vinsamlega leiðréttið mig ef það er rangt). Ég veit það er annað mál hvort við fáum inngöngu, en það er er ekki möguleiki nema við komum okkur saman um að reyna það.

Hvort það er af hinu góða... Kenndu mér...

Hvaða lönd eru ósátt og af hverju?

Hvaða vandamál koma inn fyrir þær lausnir sem evran kemur með?

Ég þakka ekki fyrir það að hafa krónuna, hugsanlega vegna þess að ég veit ekki betur, en þá er tími til að kenna mér.  

Mér finnst þetta vera mjög rökrétt. Við erum með okkar eigin gjaldmiðil, til þess að geta notað hann í útlöndum þurfa útlönd að vilja taka við honum. Ef útlönd vilja ekki taka við krónunni okkar þá getum við ekki keypt neitt. Til þess að útlönd langi í krónu verður hún að vera einhvers virði, eða er það ekki?

Annars erum við fullkomlega háð útflutning, við getum ekki keypt meira en er flutt út og evrur/dollarar/pund koma inn í staðin. Fyrir smáþjóð hlýtur það að vera stórslys. Við getum aldrei framleitt og selt út meira en við þurfum að flytja inn. 

Teitur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 23:53

7 identicon

Það er enginn að mæla með inngöngu í ESB sem galdralausn á efnahagsvandanum, og það breytir engu hvort það taki okkur eitt ár eða tíu að verða fullgildir aðilar að myntbandalaginu.

Langflestir erlendir aðilar hafa misst alla trú á íslensku krónunni, og það er orðið erfitt að finna einhverja þá sem enn þora að hafa eitthvað með hana að gera. Það eitt að hefja aðildarviðræður við ESB væri kjörið tækifæri til að reyna að endurvekja traust fjárfesta á Íslandi, og myndi sýna að við Íslendingar erum að setja okkur langtímamarkmið til að auka efnahagsstöðugleikann. Fjárfestar munu seint gleyma hamförum íslensku krónunnar upp á síðkastið, jafnvel þótt efnahagsástandið batni.

Lítill gjaldmiðill sem okkar er berskjaldaður gagnvart þeim sem taka stöðu gegn henni, og góð ráð eru dýr þegar og ef það gerist. Lágt gengi krónunnar hefur hreinlega margfaldað vandamálið. Lágt gengi kallar svo á verðbólgu, sem seðlabankinn bregst við með því að hækka vexti upp úr öllu valdi. Upp á síðkastið hefur aðeins Zimbabwe dollarinn frægi staðið sig verr heldur en krónan, og það talar sínu. Við eigum betra skilið heldur en það, en fyrst verðum við að losna undan krónunni og þeim fjölmörgu vandamálum sem henni fylgja

Og frekar myndi ég sætta mig við einhverja verðhækkun heldur en 70% gengisfellingu á minna enn einu ári og verðbólgu sem er farin að daðra við 20%. Aftur á móti hafa fjölmargir einmitt spáð lægra verðlagi á Íslandi ef við göngum í ESB, enda erfitt að trúa öðru þar sem þeir gífurlega háu tollar sem við búum við þekkjast vart innan ESB.

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef að við erum með örgjaldmiðil sem hvaða stórbankar í heiminum geta leikið sér að fella eða styrkja eftir því hvað hentar þeim þá erum við í ömurlegum málum. Til að gjaldmiðilinn sé gjaldgegnur þurfa að vera verðmæti að baki honum. Og ef við ætlum að í framtíðinni að stækka og þróast áfram verðum við að setja stöðug meira og meira til hliðar til að hafa einhver verðmæti að baki honum. Bendi t.d. á að þessir 3 bankar okkar vour komnir með skuldir sem námu 15 földum þjóðartekjum okkar. Risa björgunarsjóður USA var t.d. bara 5% af þjóðartekjum okkar.

Síðan bendi ég á að allir hagfræðingar og sérfræðingar telja að nauðsynlegt sé fyrir okkur að taka upp nýjan gjaldmiðil. Það eru aðeins nokkrir lögfræðingar sem fóru í stjórnmál og nokkrir skipstjórar og fiskifræðingur sem eru á móti því að kanna samningamöguleika okkar með samningum við ESB.

Og af því að einhver var að tala um hækkun við upptöku Evru. Þá bendi ég á að vörur lækka verulega við inngöngu í ESB skv. reynslu Svía og Finna. Og finnar eru búnir að taka upp evru. Og ég held að verð hér séu það há að þau geta ekki hækkað meira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2008 kl. 00:06

9 identicon

Veit nú ekki með ESB,  en ég veit að margir í Þýskalandi eru mjög tortryggnir gagnvart evrunni og vilja helst taka upp sinn gamla gjaldeyri aftur.

Svo eru margir Írar ekkert sérlega hressir með stöðuna hjá sér eftir að hafa gengið í ESB,  og svo önnur lönd sem hafa lent mjög illa í því útaf fólksflutningum frá nýju ESB löndunum, fyrrverandi USSR löndunum, sé að flykkjast þangað og yfirflæða vinnumarkaðinn.

Þetta er eitthvað sem Bretland sá fyrir,  enda hafa þeir liggur við hunsað "frjálst flæði atvinnu" partsins sem ESB var byggt útfrá, með því að hafa strangt innflytjendaeftirlit.Eitthvað sem lönd einsog Danmörk og Svíþjóð hefðu átt að gera enda eru sum innflytjendahverfi í þeim löndum einsog í miðju borgarastríði og Lögregla og sjúkrabílar þora ekki þangað inn, allavega er ástandið þannig í Svíþjóð, veit ekki hvort það sé jafn slæmt í Danmörku.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:11

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég hef ekki heyrt neitt frá Írlandi, hverju var evran að valda þar? Hvernig kemur fólksfluttninga-yfirflæði þessari umræðu við? Erum við ekki með þessi sömu opnu landamæri fyrir ESB lönd? Hugmyndin bakvið opnu landamærin er mjög góð hvernig svo sem þetta er að reynast. En það er allt annað mál.

Ef við værum með evru núna hefði ég haft möguleika á að taka lán frá hvaða banka sem er á evru svæðinu, og lánið hjá mér væri ekki verðtryggt því það þekkist ekki frekar en að verðtryggja laun. 

Magnús Helgi: Þú hlítur að hafa mis"mælt" þig með "Risa björgunarsjóður USA var t.d. bara 5% af þjóðartekjum okkar." Meinarðu ekki 5% af þjóðartekjum þeirra? 

Teitur Haraldsson, 8.10.2008 kl. 00:57

11 identicon

Magnús Helgi, þú sem ert afar víðförull, þú hefur e.t.v. ekki heldur tekið eftir því á Spáni að þar væri um 25% atvinnuleysi ungs fólks til staðar? Það væri auðvitað mun betra en  að gengið falli, atvinnulaust fólk á jú alltaf auðvelt með að borga af lánum.

Hvernig sem menn reyna að snúa út úr þá er það sem frk. Tjása sagði hér að ofan rétt og það sem Davíð sagði í Kastljósinu er líka rétt, krónan er bara mælikvarði á aðstæður í þjóðfélaginu og hún er ekki verri sveiflujafnari en hver annar. Ef krónan myndi ekki endurspegla stöðuna þá myndi staðan bara endurspeglast í öðru, t.d. í atvinnuleysi.

Það er mjög ómerkilegur málflutningur að ætla að nýta einhverja efnahagsörðugleika núna til að reyna að sannfæra fólk um að nauðsynlegt sé að innlima Ísland í Evrópusambandið. Ástandið er líka slæmt innan ESB og á líklega eftir að versna þar, ég vil a.m.k. giska á að áhrifin af alþjóðlegri lausafjárkreppu komi mjög fljótt fram í íslenska hagkerfinu og að okkar litla hagkerfi verði að sama skapi fljótara að jafna sig en risahagkerfi ESB, þar sem kreppan er lengur að bíta og mun líklega verða mun lengur að fara líka. En við sjáum nú til hvort það gisk er rétt eða rangt.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 02:25

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú einmitt það sem krónan gerir ekki að endurspegla ástandið. Hún hefur nú um mörg misseri verið talin allt of hátt skráð. Og nú í dag er talið að hún sé langt undir því gengi sem hún ætti að vera. Ég er ekkert sérstaklega víðförull en í sumar var ég á Spáni og þá lækkaði gengi krónunar um allt að 20% á meðan ég var þar.

Ég er ekki einn um að vilja vera með sömu mynnt og Ísland notar í viðskiptum erlendis. Það eru nær allir hagfræðingar landsins, atvinnulífið, mörg samtök launafólks.

Það gengur ekki að fólk geti ekki gert framtíðarplön því að gjaldmiðillinn sveiflast um tugi prósenta á nokkrum dögum.

Það gengur ekki að krónan sé notuð sem launalækkunartæki eins og var hér áður með tilheyrandi verðbólgu. Því að gengisfall er í raun tæki sem ríkið hefur til að lækka laun hjá okkur.

Varðndi atvinnuleysi þá tel ég að í landi sem telur rúmelga 200 þúsund manns á atvinnumarkaði og með miklan útflutning þá verði ástandið aldrei eins slæmt og er á Spáni. Minni hér er atvinnumarkaður svo bólginn að hér þurfti að flytja inn 25 þúsund manns sem vinna hér en senda mest allar sínar tekjur erlendis. Því höfum við borð fyrir báru. Þessar tekjur hafa ekki verið að skila sér til okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband