Leita í fréttum mbl.is

Bið fólk að halda ekki að erfiðleikarnir séu búnir þó að IMF komi okkur til hjálpar!

Menn verða að mun að aðstoðin er aðallega fólgin í láni/lánum sem við þurfum að borga! Þetta þýðir fyrir ríki sem nú er að vinna að fjárlögum næsta árs og reiknar með halla upp á 57 milljarða að við þurfum að umbylta því á næsta og næstu árum. Þetta verða væntanlega tugir eða hundruð milljarða króna sem við þurfum að borga á ári.

  • Heyrist að stjórnvöld dreymi um að þetta eigi að nýta til að virkja hér allt sem virkjanlegt er. Nota þetta sem tæki gegn náttúruverndarsinnum. Þeir tala minnstakosti um kost þess að við erum nú að flytja út svo mikið af áli. Þeir gleyma því í dag að hingað þarf að flytja allt hráefni í framleiðsluna. Þannig að það streymir út gjaldeyrir á móti

Finnar tóku á sinn kreppu sem varð snemma á 10 áratug síðustu aldar með því að ákveða að Lapplandi skildi haldið ósnortnu og vinna að því að gera út á ferðamennsku. Þar var eftir fall fjármarkað um 50% atvinnuleysi sem leystist á nokkrum árum því að ferðamanniðnaður í Lapplandi er gríðarlegur. Þar er gert út á óspillt land. Myrkur, Þögn og Kulda m.a. Þar má finna heilu hótelin byggð úr ís. Þeir hafa hertekið Jólasveinin o.s.frv.

Finnar áttu sitt Nokia. Þeir fluttu tæknideild Háskóla að verksmiðjunum og stofnuðu tæknigarða þar sem að nú allir vita um árangurinn. Jú t.d. Nokia farsími og gsm.

En Finnar leituðu ekki eftir erlendri aðstoð heldur tókust á við þetta með því að draga úr neyslu og sparnaði. Svo mjög að fólk stóð í löngum biðröðum eftir matargjöfum hjá líknarfélögum, skólar fóru að bjóða upp á heitar máltíðir þar sem að í skólana komu börn sem höfðu ekki fengið heitan mat heilu helgarnar. Og með svona hörku komust þeir út úr þessu ástandi á nokkrum árum.

Við aftur á móti erum í þeirri stöðu að við erum þegar að flytja mikið út og ættum því að komast í gegnum þetta án svona öfga. En fólk ætti að gera sér grein fyrir að næstu ár verða:

  • Skattar sennilega hækkaðir
  • Launahækkanir í algjöru lágmarki. Vonandi ekki launalækkanir!
  • Óbeinir skattar á vöru og þjónustu verða einnig háir til að stýra neyslu

Vonandi þegar að bankarnir eru orðnir burðugir aftur verður hægt að selja þá upp í þessi lán. En til þess þarf að tryggja að aldrei aftur verði um einkavinavæðingu að ræða.


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er auðvitað sammála þér með IMF en ég er ansi hræddur um að það séu of fáir sem hafa kynnt sér starfsemi þeirra til þess að þetta verði stöðvað.

Það eru því miður allar líkur á því að við munum aldrei getað borgað skuldir okkar til IMF líkt og hinar þjóðirnar sem hafa verið plataðar í þetta.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband