Leita í fréttum mbl.is

En kæri Gísli

Þú ættir kannski að frekar að velta fyrir þér hversvegna að við sitjum nú í súpunni og þurfum að borga hundruð eða þúsundir milljarða til banka erlendis.

Finnst að við ættum nú að fá að vita allt um einkavæðingu bankana og tengsl þeirra við Sjálfstæðisflokkinn. Og hvernig af nám bindiskyldunnar og það að opna hér á algjört frelsi fjármálafyrirtækja kom okkur í þessa stöðu.

Þetta eru allt afrek ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins.

Síðan ætti að skoða af hverju að þjóðir eins og Bandaríkin, Bretland og fleiri vildu ekki aðstoða okkur?

Síðan ætti kannski að skoða af hverju að Gísli heldur að samninga nefnd okkar í Rússlandi sé líkleg að semja um lán sem gengi þvert á þjóðarhagsmuni?

Svo að síðustu á þessu erfiðu tímum ætti Gísli kannski að velta fyrir sér hvort það sé verjandi að vera á launum frá Reykvíkingum í Skotlandi á meðan landið/Borgin er að ganga í gegnum kreppu?


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,ég held að litli Davíðs strákurinn ætti að drulla sér heim og hætta að láta borgina sjá um uppihald sitt í útlöndum það verða allir að taka þátt í að byggja landið upp aftur,ekki bara litli maðurinn(verkalíðurinn)

Kv Siggi 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:30

2 identicon

Held þetta sem Gísli ritar opinberu heimsku hans fullkomlega. Hann er kannski líka í afneitun og heldur að við höfum samningsstöðu. Við Íslendingar sem sitjum eftir allslausir eftir að stjórnvöld bjuggu til aðstæður sem gerðu örfáum kleypt að spila allt undan okkur fyllumst viðbjóði yfir svona ummælum, en maðurinn sjálfur er væntanlega ekki í sambandi við rauneruleikann og fattar því ekki hver staða hans er í dag meðal þjóðarinnar.

Brynjar.

Brynjar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur Magnús, sérstaklega ekki síðustu setninguna.

Í stað þess að blogga það sama þá vísa ég bara í þína færslu, að sjálfsögðu með þínu leyfi.

Kveðja

Vilhjálmur Óli Valsson, 12.10.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gjörðu svo vel Vilhjálmur

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Bendi fólk á nýja færslu hjá Gísla þar sem hann veltir upp 2 spurningum. Fyrst um að af hverju að Sviss með sína stóru banka er ekki talið í vandræðum. Hann blessaður skilur ekki munin á stöðunni hér og þar. En í Sviss eru bankar yfirleitt sem eru að taka á móti innistæðum sem er vistaðar þar. En bankar hér fóru hamförum í að fá lánað fé og voru að ávaxta það erlendis að mestu eða nota í herferðir gegn íbúðarlánasjóði. Þ.e. að í Sviss er bankakerfi sem veit hvað það er að gera.

Og svo er hann að bera blak af Seðlabanka og segir að bankarnir hefðu átt að finna það hjá sjáflum sér að flytja úr landi. Held að hann gleymi að hér var séð til þess að eftirlit með bönkum var í skötulíki og af hverju ættu bankarnir að flytja þá. Það var hans flokkur og Seðlabankastjóri sem stjórnuðu þessu umhverfi bankanna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skv. mínum heimildum reyndu bankarnir margoft að benda Seðlabankanum á vandamálið, og vildu þess vegna fá annaðhvort að gera upp í Evrum eða flytja úr landi meginhluta starfseminnar (þann sem er núna að hrynja í hausinn á okkur). Sömu heimildir herma að Seðlabankinn hafi ítrekað neitað þeim um hvoru tveggja, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband